Ætla sér að koma boltanum í netið gegn PSG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. desember 2021 07:01 Ásta Eir Árnadóttir í snjóbyl þegar Breiðablik tek á móti Real Madríd á Kópavogsvelli í síðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Vísir/Vilhelm Breiðablik leikur í kvöld sinn síðasta leik í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið hefur náð í eitt stig í leikjunum fimm sem búnir eru en á þó enn eftir að skora mark. Breiðablik sækir Frakklandsmeistara París Saint-Germain heim í kvöld og þó liðið sé ekki að gera sér vonir um sigur ætla þær sér að enda riðlakeppnina með því að koma boltanum eins og einu sinni í net andstæðinganna. Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði liðsins, ræddi við fjölmiðla fyrir leik dagsins ásamt Ásmundi Arnarssyni, þjálfara liðsins. Leikurinn verður líkt og aðrir leikir riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu sýndur beint á Youtube-rás DAZN ásamt því að vera í beinni textalýsingu á Vísi. „Við mjög þéttar og skipulagðar sem er mjög mikilvægt á móti liði eins og PSG,“ sagði Ásta Eir um leik Breiðabliks og PSG á Kópavogsvelli. Þann leik unnu Frakkarnir 2-0 en Agla María Albertsdóttir fékk frábært færi til að koma Blikum á blað. Agla María fékk besta færi Blika er PSG heimsótti Kópavogsvöll.Vísir/Vilhelm „Við getum ekkert verið út um allt á vellinum, við þurfum að vera mjög skipulagðar og varnarsinnaðar. Ég held að það sé það sem við tökum með okkur, að vera mjög skipulagðar og vinna saman sem lið og sjá svo hvað gerist,“ bætti fyrirliðinn við. Engan bilbug er að finna á Blikum þó PSG hafi verið einkar sannfærandi í heimaleikjum sínum í riðlakeppninni og ekki enn fengið á sig mark. „Úrslitin hafi ekki verið eins og við höfum viljað í keppninni, en við neitum að enda þetta öðruvísi en að skora eitt mark og reyna að stríða PSG,“ sagði Ásta Eir áður en þjálfari hennar fékk orðið. „Við klárum ekki riðlakeppnina án þess að skora mark, það verður helsta markmiðið núna. Þó að fá lið hafi skorað gegn PSG að undanförnu ætlum við að gera það á morgun,“ sagði Ásmundur að endingu á blaðamannafundi Breiðabliks. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Breiðablik sækir Frakklandsmeistara París Saint-Germain heim í kvöld og þó liðið sé ekki að gera sér vonir um sigur ætla þær sér að enda riðlakeppnina með því að koma boltanum eins og einu sinni í net andstæðinganna. Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði liðsins, ræddi við fjölmiðla fyrir leik dagsins ásamt Ásmundi Arnarssyni, þjálfara liðsins. Leikurinn verður líkt og aðrir leikir riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu sýndur beint á Youtube-rás DAZN ásamt því að vera í beinni textalýsingu á Vísi. „Við mjög þéttar og skipulagðar sem er mjög mikilvægt á móti liði eins og PSG,“ sagði Ásta Eir um leik Breiðabliks og PSG á Kópavogsvelli. Þann leik unnu Frakkarnir 2-0 en Agla María Albertsdóttir fékk frábært færi til að koma Blikum á blað. Agla María fékk besta færi Blika er PSG heimsótti Kópavogsvöll.Vísir/Vilhelm „Við getum ekkert verið út um allt á vellinum, við þurfum að vera mjög skipulagðar og varnarsinnaðar. Ég held að það sé það sem við tökum með okkur, að vera mjög skipulagðar og vinna saman sem lið og sjá svo hvað gerist,“ bætti fyrirliðinn við. Engan bilbug er að finna á Blikum þó PSG hafi verið einkar sannfærandi í heimaleikjum sínum í riðlakeppninni og ekki enn fengið á sig mark. „Úrslitin hafi ekki verið eins og við höfum viljað í keppninni, en við neitum að enda þetta öðruvísi en að skora eitt mark og reyna að stríða PSG,“ sagði Ásta Eir áður en þjálfari hennar fékk orðið. „Við klárum ekki riðlakeppnina án þess að skora mark, það verður helsta markmiðið núna. Þó að fá lið hafi skorað gegn PSG að undanförnu ætlum við að gera það á morgun,“ sagði Ásmundur að endingu á blaðamannafundi Breiðabliks.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira