Óskað eftir formlegri heimild til að taka á móti „stórmerkilegri“ gjöf Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. desember 2021 12:39 Íslandsbanki gaf íslensku þjóðinni 203 listaverk í vor og er nú óskað eftir formlegri heimild til að taka við gjöfinni. Vísir/Vilhelm Óskað er formlega eftir heimild til að þiggja listaverkagjöf Íslandsbanka til íslenska ríkisins í frumvarpi til fjáraukalaga sem birt var í gær. Gjöfin er stórmerkileg að sögn safnstjóra Listasafns Íslands. Greint var frá því í vor að hluthafafundur bankans hafði ákveðið að bankinn gæfi 203 listaverk í eigu bankans til Listasafns Íslands og annarra viðurkenndra safna. Ríkissjóður tók við gjöfinni áður en að 35 prósenta hlutur ríkisins í Íslandsbanka var boðinn til sölu í sumar. Samkvæmt gjöfinni fær Listasafn Íslands afhent 152 verk af þeim 203 sem voru í eigu bankans, en bankinn sjálfur mun samkvæmt vörslusamningi við Listasafnið varðveita 51 listaverk sem hanga í útibúum og höfuðstöðvum bankans í ákveðinn tíma. Segir í frumvarpi til fjáraukalaga að óskað sé eftir sérstakri heimild vegna gjafarinnar þar sem ríkisaðilum sé óheimilt að þiggja gjafir sem feli í sér viðvarandi útgjöld fyrir ríkissjóð án heimildar. Ljóst sé að kostnaður mun falla á listasafnið við varðveislu og geymslu þessara listaverka og er því óskað eftir formlegri heimild til að þiggja gjöfina. Í samtali við Vísi segir Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Listasafns Íslands, að vinna við að flokka og skrá verkin standi nú yfir. Þjóðargersemar að komast í eign almennings Árið 2009 var gerð skýrsla um listaverkasafn íslensku bankanna og voru þau meðal annars flokkuð í flokka. Í fyrsta flokki þá voru metin þau verk sem teldust til þjóðargersema sem ættu heima í Listasafni Íslands, listasafni þjóðarinnar. Gjöf bankans til íslenskra ríkisins felur í sér verk í öllum flokkum en gjöfin er stórmerkileg að sögn Hörpu. „Ég myndi segja að þetta væri nokkuð góður hluti af íslenskri listasögu á 20. öld,“ segir Harpa. Má þar finna verk eftir Jóhannes Kjarval, Júlíönu Sveinsdóttur, Karl Kvaran og Jón Stefánsson svo dæmi séu tekin. Vinna stendur nú yfir að flokka og skrá verkin sem teljast til gjafarinnar eins og fyrr segir en þau eru mörg hver varðveitt á einum stað. Hefur Listasafnið fengið aðgang að geymslustaðnum. Harpa segir það mjög ánægjulegt að fá þessi verk í eign almennings. „Bara stórkostlegt og mjög ánægjulegt að það hafi gengið eftir þessar óskir um að verkin færu í eign almennings,“ segir Harpa. Menning Íslenskir bankar Myndlist Fjárlagafrumvarp 2022 Alþingi Söfn Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Greint var frá því í vor að hluthafafundur bankans hafði ákveðið að bankinn gæfi 203 listaverk í eigu bankans til Listasafns Íslands og annarra viðurkenndra safna. Ríkissjóður tók við gjöfinni áður en að 35 prósenta hlutur ríkisins í Íslandsbanka var boðinn til sölu í sumar. Samkvæmt gjöfinni fær Listasafn Íslands afhent 152 verk af þeim 203 sem voru í eigu bankans, en bankinn sjálfur mun samkvæmt vörslusamningi við Listasafnið varðveita 51 listaverk sem hanga í útibúum og höfuðstöðvum bankans í ákveðinn tíma. Segir í frumvarpi til fjáraukalaga að óskað sé eftir sérstakri heimild vegna gjafarinnar þar sem ríkisaðilum sé óheimilt að þiggja gjafir sem feli í sér viðvarandi útgjöld fyrir ríkissjóð án heimildar. Ljóst sé að kostnaður mun falla á listasafnið við varðveislu og geymslu þessara listaverka og er því óskað eftir formlegri heimild til að þiggja gjöfina. Í samtali við Vísi segir Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Listasafns Íslands, að vinna við að flokka og skrá verkin standi nú yfir. Þjóðargersemar að komast í eign almennings Árið 2009 var gerð skýrsla um listaverkasafn íslensku bankanna og voru þau meðal annars flokkuð í flokka. Í fyrsta flokki þá voru metin þau verk sem teldust til þjóðargersema sem ættu heima í Listasafni Íslands, listasafni þjóðarinnar. Gjöf bankans til íslenskra ríkisins felur í sér verk í öllum flokkum en gjöfin er stórmerkileg að sögn Hörpu. „Ég myndi segja að þetta væri nokkuð góður hluti af íslenskri listasögu á 20. öld,“ segir Harpa. Má þar finna verk eftir Jóhannes Kjarval, Júlíönu Sveinsdóttur, Karl Kvaran og Jón Stefánsson svo dæmi séu tekin. Vinna stendur nú yfir að flokka og skrá verkin sem teljast til gjafarinnar eins og fyrr segir en þau eru mörg hver varðveitt á einum stað. Hefur Listasafnið fengið aðgang að geymslustaðnum. Harpa segir það mjög ánægjulegt að fá þessi verk í eign almennings. „Bara stórkostlegt og mjög ánægjulegt að það hafi gengið eftir þessar óskir um að verkin færu í eign almennings,“ segir Harpa.
Menning Íslenskir bankar Myndlist Fjárlagafrumvarp 2022 Alþingi Söfn Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira