Óskað eftir formlegri heimild til að taka á móti „stórmerkilegri“ gjöf Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. desember 2021 12:39 Íslandsbanki gaf íslensku þjóðinni 203 listaverk í vor og er nú óskað eftir formlegri heimild til að taka við gjöfinni. Vísir/Vilhelm Óskað er formlega eftir heimild til að þiggja listaverkagjöf Íslandsbanka til íslenska ríkisins í frumvarpi til fjáraukalaga sem birt var í gær. Gjöfin er stórmerkileg að sögn safnstjóra Listasafns Íslands. Greint var frá því í vor að hluthafafundur bankans hafði ákveðið að bankinn gæfi 203 listaverk í eigu bankans til Listasafns Íslands og annarra viðurkenndra safna. Ríkissjóður tók við gjöfinni áður en að 35 prósenta hlutur ríkisins í Íslandsbanka var boðinn til sölu í sumar. Samkvæmt gjöfinni fær Listasafn Íslands afhent 152 verk af þeim 203 sem voru í eigu bankans, en bankinn sjálfur mun samkvæmt vörslusamningi við Listasafnið varðveita 51 listaverk sem hanga í útibúum og höfuðstöðvum bankans í ákveðinn tíma. Segir í frumvarpi til fjáraukalaga að óskað sé eftir sérstakri heimild vegna gjafarinnar þar sem ríkisaðilum sé óheimilt að þiggja gjafir sem feli í sér viðvarandi útgjöld fyrir ríkissjóð án heimildar. Ljóst sé að kostnaður mun falla á listasafnið við varðveislu og geymslu þessara listaverka og er því óskað eftir formlegri heimild til að þiggja gjöfina. Í samtali við Vísi segir Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Listasafns Íslands, að vinna við að flokka og skrá verkin standi nú yfir. Þjóðargersemar að komast í eign almennings Árið 2009 var gerð skýrsla um listaverkasafn íslensku bankanna og voru þau meðal annars flokkuð í flokka. Í fyrsta flokki þá voru metin þau verk sem teldust til þjóðargersema sem ættu heima í Listasafni Íslands, listasafni þjóðarinnar. Gjöf bankans til íslenskra ríkisins felur í sér verk í öllum flokkum en gjöfin er stórmerkileg að sögn Hörpu. „Ég myndi segja að þetta væri nokkuð góður hluti af íslenskri listasögu á 20. öld,“ segir Harpa. Má þar finna verk eftir Jóhannes Kjarval, Júlíönu Sveinsdóttur, Karl Kvaran og Jón Stefánsson svo dæmi séu tekin. Vinna stendur nú yfir að flokka og skrá verkin sem teljast til gjafarinnar eins og fyrr segir en þau eru mörg hver varðveitt á einum stað. Hefur Listasafnið fengið aðgang að geymslustaðnum. Harpa segir það mjög ánægjulegt að fá þessi verk í eign almennings. „Bara stórkostlegt og mjög ánægjulegt að það hafi gengið eftir þessar óskir um að verkin færu í eign almennings,“ segir Harpa. Menning Íslenskir bankar Myndlist Fjárlagafrumvarp 2022 Alþingi Söfn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Greint var frá því í vor að hluthafafundur bankans hafði ákveðið að bankinn gæfi 203 listaverk í eigu bankans til Listasafns Íslands og annarra viðurkenndra safna. Ríkissjóður tók við gjöfinni áður en að 35 prósenta hlutur ríkisins í Íslandsbanka var boðinn til sölu í sumar. Samkvæmt gjöfinni fær Listasafn Íslands afhent 152 verk af þeim 203 sem voru í eigu bankans, en bankinn sjálfur mun samkvæmt vörslusamningi við Listasafnið varðveita 51 listaverk sem hanga í útibúum og höfuðstöðvum bankans í ákveðinn tíma. Segir í frumvarpi til fjáraukalaga að óskað sé eftir sérstakri heimild vegna gjafarinnar þar sem ríkisaðilum sé óheimilt að þiggja gjafir sem feli í sér viðvarandi útgjöld fyrir ríkissjóð án heimildar. Ljóst sé að kostnaður mun falla á listasafnið við varðveislu og geymslu þessara listaverka og er því óskað eftir formlegri heimild til að þiggja gjöfina. Í samtali við Vísi segir Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Listasafns Íslands, að vinna við að flokka og skrá verkin standi nú yfir. Þjóðargersemar að komast í eign almennings Árið 2009 var gerð skýrsla um listaverkasafn íslensku bankanna og voru þau meðal annars flokkuð í flokka. Í fyrsta flokki þá voru metin þau verk sem teldust til þjóðargersema sem ættu heima í Listasafni Íslands, listasafni þjóðarinnar. Gjöf bankans til íslenskra ríkisins felur í sér verk í öllum flokkum en gjöfin er stórmerkileg að sögn Hörpu. „Ég myndi segja að þetta væri nokkuð góður hluti af íslenskri listasögu á 20. öld,“ segir Harpa. Má þar finna verk eftir Jóhannes Kjarval, Júlíönu Sveinsdóttur, Karl Kvaran og Jón Stefánsson svo dæmi séu tekin. Vinna stendur nú yfir að flokka og skrá verkin sem teljast til gjafarinnar eins og fyrr segir en þau eru mörg hver varðveitt á einum stað. Hefur Listasafnið fengið aðgang að geymslustaðnum. Harpa segir það mjög ánægjulegt að fá þessi verk í eign almennings. „Bara stórkostlegt og mjög ánægjulegt að það hafi gengið eftir þessar óskir um að verkin færu í eign almennings,“ segir Harpa.
Menning Íslenskir bankar Myndlist Fjárlagafrumvarp 2022 Alþingi Söfn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira