Einn af tólf ára guttunum sem stofnuðu HK á sínum tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2021 10:01 HK-ingar eru aftur komnir upp í efstu deild en það eru margir ungir leikmenn í fararbroddi eins og þeir Kristján Ottó Hjálmsson og Elías Björgvin Sigurðsson. Vísir/Vilhelm Einar Þorvarðarson var ekki bara lykilleikmaður íslenska handboltalandsliðsins í langan tíma og framkvæmdastjóri HSÍ í enn lengri tíma. Hann á mikinn þátt í stofnun eins af félögunum sem nú skipa Olís deild karla í handbolta. „HK er eina félagið á Íslandi sem hefur stofnað gagngert til að spila handbolta,“ byrjaði Guðjón Guðmundsson í nýjasta Eina-innslagi sínu í Seinni bylgjunni. Tóku strætó úr Kópavoginum Skjámynd „Það var árið 1970 sem tólf ára guttar í Kópavogi ákváðu að stofna Handboltafélag Kópavogs. Þeirra á meðal var Einar Þorvarðarson sem síðar varð okkar besti markvörður í handboltanum og einn sá besti sem við höfum átt,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Við byrjuðum að æfa ellefu ára niðri í íþróttahúsinu í Túngötu. Þurftum þá að taka strætó úr Kópavoginum. Þetta var ákveðinn hópur í Kársnesskólanum og það var mjög drífandi aðili þarna inni sem heitir Magnús Gíslason, jafnaldri minn og var með mér í bekk,“ sagði Einar Þorvarðarson. Pabbinn varð fyrsti formaðurinn Timarit.is „Hann var með það alveg á hreinu að við myndum búa til félag úr þessu. Þetta þróaðist þannig að við sóttum um að komast inn í UMSK og ÍSÍ. Þá þurfti að sækja fullorðna menn í þetta þannig að pabbi minn varð fyrsti formaður HK,“ sagði Einar. „Það var ekki aftur snúið á þessum tíma. Þarna var eitt íþróttahús í Kópavogi, pínulítið hús í Kópavogsskóla. Við fórum í litla ÍR-húsið sem var við Landakot og æfðum þar. Síðan kom íþróttahúsið í Kársnesskóla árið eftir eða 1970. Þá fer þetta að byrja og við getum farið að stunda þetta,“ sagði Einar. „Það eru stofnaðir flokkar og síðan fylgir þetta okkur. Þegar við erum að færa okkur á milli flokka þá bætist alltaf nýr flokkur við að neðanverðu. Við tókum þetta stig af stigi þar til að við komust upp í meistaraflokk,“ sagði Einar. Klippa: Seinni bylgjan: Tók þátt í því að stofna HK aðeins tólf ára gamall Ómalbikaður Vesturlandsvegur „HK fékk aðstöðu í Digranesi 1983 en það tók einhver níu ár að byggja það hús, Þá fer þetta að verða góður heimavöllur. Þegar ég var í meistaraflokki þá þurftum við að spila alla heimaleiki HK upp á Varmá. Við þurftum líka að æfa þar,“ sagði Einar. „Fyrstu ferðirnar okkar þangað voru á ómalbikuðum Vesturlandsvegi. Við þurfum að hafa heilmikið fyrir þessu. Æfðum klukkan níu á kvöldin og vorum að koma heims svona um tólf,“ sagði Einar. Væntanlega hafa menn ekki séð það fyrir sér þegar félagið var stofnað að HK yrði eitt stærsta íþróttafélag landsins. Hafði enga trú á þessu á fyrsta árinu „Það er nú einhvern veginn þannig í þessum íþróttum að þegar þú byrjar í þessu þá ertu alltaf í þessu til að ná árangri. Ég hafði enga trú á þessu á fyrsta árinu en þegar þetta komst á laggirnar þá var það alltaf bara spurningin hvenær titlarnir kæmu,“ sagði Einar. „Þetta er búið að taka svolítinn tíma en þessi aðstaða sem félagið er með í dag er stórkostleg. Hér eru einhverjir þrettán til fjórtán þúsund fermetrar í þessum byggingum plús það að HK er með mikla æfingaaðstöðu niðri í Digranesi,“ sagði Einar. Bænum hefur verið skipt upp Einar Þorvarðarson.Skjámynd „Bænum hefur verið skipt upp. HK er hér í efri byggðunum en Breiðablik er í Kársnesinu, Digranesi og þar í kring. Þannig hefur þetta verið gert. Aðstaðan er frábær í þessum bæ,“ sagði Einar. HK varð bikarmeistari í fyrsta og eina skiptið árið 2003 og liðið vann Íslandsmeistaratitilinn árið 2012. „Maður hefði viljað sjá handboltalið karla vera að marka dýpri spor í úrvalsdeildina en það er búin að vera hér uppeldisvinna í gangi. Núna eru þeir komnir aftur inn í Olís-deildina og nú bíður maður spenntur eftir því að sjá hvort þeir blómstri ekki og springi bara út. Nái þessum sess með bestu félögunum,“ sagði Einar. Það má sjá allt innslagið hér fyrir ofan. Seinni bylgjan HK Olís-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
„HK er eina félagið á Íslandi sem hefur stofnað gagngert til að spila handbolta,“ byrjaði Guðjón Guðmundsson í nýjasta Eina-innslagi sínu í Seinni bylgjunni. Tóku strætó úr Kópavoginum Skjámynd „Það var árið 1970 sem tólf ára guttar í Kópavogi ákváðu að stofna Handboltafélag Kópavogs. Þeirra á meðal var Einar Þorvarðarson sem síðar varð okkar besti markvörður í handboltanum og einn sá besti sem við höfum átt,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Við byrjuðum að æfa ellefu ára niðri í íþróttahúsinu í Túngötu. Þurftum þá að taka strætó úr Kópavoginum. Þetta var ákveðinn hópur í Kársnesskólanum og það var mjög drífandi aðili þarna inni sem heitir Magnús Gíslason, jafnaldri minn og var með mér í bekk,“ sagði Einar Þorvarðarson. Pabbinn varð fyrsti formaðurinn Timarit.is „Hann var með það alveg á hreinu að við myndum búa til félag úr þessu. Þetta þróaðist þannig að við sóttum um að komast inn í UMSK og ÍSÍ. Þá þurfti að sækja fullorðna menn í þetta þannig að pabbi minn varð fyrsti formaður HK,“ sagði Einar. „Það var ekki aftur snúið á þessum tíma. Þarna var eitt íþróttahús í Kópavogi, pínulítið hús í Kópavogsskóla. Við fórum í litla ÍR-húsið sem var við Landakot og æfðum þar. Síðan kom íþróttahúsið í Kársnesskóla árið eftir eða 1970. Þá fer þetta að byrja og við getum farið að stunda þetta,“ sagði Einar. „Það eru stofnaðir flokkar og síðan fylgir þetta okkur. Þegar við erum að færa okkur á milli flokka þá bætist alltaf nýr flokkur við að neðanverðu. Við tókum þetta stig af stigi þar til að við komust upp í meistaraflokk,“ sagði Einar. Klippa: Seinni bylgjan: Tók þátt í því að stofna HK aðeins tólf ára gamall Ómalbikaður Vesturlandsvegur „HK fékk aðstöðu í Digranesi 1983 en það tók einhver níu ár að byggja það hús, Þá fer þetta að verða góður heimavöllur. Þegar ég var í meistaraflokki þá þurftum við að spila alla heimaleiki HK upp á Varmá. Við þurftum líka að æfa þar,“ sagði Einar. „Fyrstu ferðirnar okkar þangað voru á ómalbikuðum Vesturlandsvegi. Við þurfum að hafa heilmikið fyrir þessu. Æfðum klukkan níu á kvöldin og vorum að koma heims svona um tólf,“ sagði Einar. Væntanlega hafa menn ekki séð það fyrir sér þegar félagið var stofnað að HK yrði eitt stærsta íþróttafélag landsins. Hafði enga trú á þessu á fyrsta árinu „Það er nú einhvern veginn þannig í þessum íþróttum að þegar þú byrjar í þessu þá ertu alltaf í þessu til að ná árangri. Ég hafði enga trú á þessu á fyrsta árinu en þegar þetta komst á laggirnar þá var það alltaf bara spurningin hvenær titlarnir kæmu,“ sagði Einar. „Þetta er búið að taka svolítinn tíma en þessi aðstaða sem félagið er með í dag er stórkostleg. Hér eru einhverjir þrettán til fjórtán þúsund fermetrar í þessum byggingum plús það að HK er með mikla æfingaaðstöðu niðri í Digranesi,“ sagði Einar. Bænum hefur verið skipt upp Einar Þorvarðarson.Skjámynd „Bænum hefur verið skipt upp. HK er hér í efri byggðunum en Breiðablik er í Kársnesinu, Digranesi og þar í kring. Þannig hefur þetta verið gert. Aðstaðan er frábær í þessum bæ,“ sagði Einar. HK varð bikarmeistari í fyrsta og eina skiptið árið 2003 og liðið vann Íslandsmeistaratitilinn árið 2012. „Maður hefði viljað sjá handboltalið karla vera að marka dýpri spor í úrvalsdeildina en það er búin að vera hér uppeldisvinna í gangi. Núna eru þeir komnir aftur inn í Olís-deildina og nú bíður maður spenntur eftir því að sjá hvort þeir blómstri ekki og springi bara út. Nái þessum sess með bestu félögunum,“ sagði Einar. Það má sjá allt innslagið hér fyrir ofan.
Seinni bylgjan HK Olís-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira