Er málið svo einfalt að gera þá kröfu að gerendur hætti sjálfir að beita ofbeldi? Hallgerður Hauksdóttir skrifar 12. desember 2021 16:30 Þetta er auðvitað réttmæt krafa. En raunhæf? Já vissulega raunhæf krafa þegar um er að ræða það sem við köllum venjulegt fólk, fólk sem er t.d. hvorki persónuraskað né heilaskaðað, fólk sem hefur siðferðiskennd sem rímar við eðlilega normalkúrfu, fólk sem hefur eðlilega innsýn í þjáningu og samúð. Vissulega raunhæf krafa þegar um er að ræða hugmyndalega endurskoðun á gömlum samfélagslegum gildum og venjum, sem t.d. eru með undirliggjandi slagsíðu fyrir völdum eða ofbeldi sem nálgun í samskiptum. Höldum áfram með þetta, það getur margt geti breyst við almenna upplýsingu um og endurskoðun á gömlum handónýtum viðmiðum og viðhorfum. En er þetta rauhæf krafa, ef hún er skoðuð út frá t.d. hlutfalli heilaskemmda í tengslum við ofbeldishegðun, eða út frá persónuröskunum eins og narsissisma eða út andfélagslegum persónuleikum, eða út frá því sem er kallað siðblinda? Nei held ekki. Það er vonlaust að leggja þá línu og reikna með jákvæðri niðurstöðu. Við verðum að reikna með fólki sem hefur ekki getuna til að standa undir kröfum þess eðlilega. Fólki sem hefur jafnvel röskun sem gerir að verkum að það hefur ekki einu sinni áhuga á því. Það er svo áríðandi bæði á einstaklingsgrundvelli og samfélagslegum grunni að gera ráð fyrir þessu fólki. Stundum er þessu hent undir einhvern ,,geðveiki” stimpil, nokkuð sem er margbúið að hrekja. Geðkvillar og persónuraskanir er ekki það sama, vert er að glöggva sig á því.Það er mikið verið að ræða um gerendameðvirkni núna. Besta mál þegar það á við. En þetta er líka stundum takmarkandi einföldun, einhver hattur sem virðist skellt á alla sem ekki taka umyrðalaust undir það sjónarmið að gerendur eigi að axla ábyrgð og venjulegt fólk (mögulegir þolendur) eigi ekki að þurfa að spá í þetta, af því þau eru ekki gerendur. Mér finnst þetta í besta falli vel meint en óábyrg afstaða. Dýpra skoðað finnst mér skorta innsýn – þetta er mjög sjálfmiðuð krafa – byggð á því að gera sömu kröfur til annarra og man getur gert til síns sjálfs. Það myndast að minnsta kosti ósamrýmanlegur klofningur (cognitive dissonance) í hausnum á mér við að reyna að láta raskaða gerendur sem ég var að telja þarna upp taka ábyrgð á sjálfum sér og hætta af sjálfdáðum að misbeita sér. Möguleikinn á að slíkir gerendur hafi sjálfir innsýn í afleiðingar gjörða sinna eru á núlli eða neðar - hvatinn til að ákveða sjálf að beita ekki ofbeldi er ekki til staðar. Ég kemst a.m.k. að sömu niðurstöðunni aftur og aftur:Við þurfum að læra að þekkja einkenni persónuraskana sem valda skaða þegar kemur að eðlilegum samfélagslegum eða tilfinningalegum samskiptum.Við þurfum að reikna með að persónuraskað fólk sé á meðal okkar.Við þurfum að reikna með að það geti beitt andlegu, tilfinningalegu, fjárhagslegu, líkamlegu, samfélagslegu eða kynferðislegu ofbeldi eða misbeitingu. Ergo: við þurfum að læra að vara okkur á gerendum. Sem þýðir að við verðum að horfast í augu við að við erum alltaf mögulegir þolendur þess að verða fyrir misnotkun/misbeitingu.Höfundur er áhugakona um samfélagsmál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Þetta er auðvitað réttmæt krafa. En raunhæf? Já vissulega raunhæf krafa þegar um er að ræða það sem við köllum venjulegt fólk, fólk sem er t.d. hvorki persónuraskað né heilaskaðað, fólk sem hefur siðferðiskennd sem rímar við eðlilega normalkúrfu, fólk sem hefur eðlilega innsýn í þjáningu og samúð. Vissulega raunhæf krafa þegar um er að ræða hugmyndalega endurskoðun á gömlum samfélagslegum gildum og venjum, sem t.d. eru með undirliggjandi slagsíðu fyrir völdum eða ofbeldi sem nálgun í samskiptum. Höldum áfram með þetta, það getur margt geti breyst við almenna upplýsingu um og endurskoðun á gömlum handónýtum viðmiðum og viðhorfum. En er þetta rauhæf krafa, ef hún er skoðuð út frá t.d. hlutfalli heilaskemmda í tengslum við ofbeldishegðun, eða út frá persónuröskunum eins og narsissisma eða út andfélagslegum persónuleikum, eða út frá því sem er kallað siðblinda? Nei held ekki. Það er vonlaust að leggja þá línu og reikna með jákvæðri niðurstöðu. Við verðum að reikna með fólki sem hefur ekki getuna til að standa undir kröfum þess eðlilega. Fólki sem hefur jafnvel röskun sem gerir að verkum að það hefur ekki einu sinni áhuga á því. Það er svo áríðandi bæði á einstaklingsgrundvelli og samfélagslegum grunni að gera ráð fyrir þessu fólki. Stundum er þessu hent undir einhvern ,,geðveiki” stimpil, nokkuð sem er margbúið að hrekja. Geðkvillar og persónuraskanir er ekki það sama, vert er að glöggva sig á því.Það er mikið verið að ræða um gerendameðvirkni núna. Besta mál þegar það á við. En þetta er líka stundum takmarkandi einföldun, einhver hattur sem virðist skellt á alla sem ekki taka umyrðalaust undir það sjónarmið að gerendur eigi að axla ábyrgð og venjulegt fólk (mögulegir þolendur) eigi ekki að þurfa að spá í þetta, af því þau eru ekki gerendur. Mér finnst þetta í besta falli vel meint en óábyrg afstaða. Dýpra skoðað finnst mér skorta innsýn – þetta er mjög sjálfmiðuð krafa – byggð á því að gera sömu kröfur til annarra og man getur gert til síns sjálfs. Það myndast að minnsta kosti ósamrýmanlegur klofningur (cognitive dissonance) í hausnum á mér við að reyna að láta raskaða gerendur sem ég var að telja þarna upp taka ábyrgð á sjálfum sér og hætta af sjálfdáðum að misbeita sér. Möguleikinn á að slíkir gerendur hafi sjálfir innsýn í afleiðingar gjörða sinna eru á núlli eða neðar - hvatinn til að ákveða sjálf að beita ekki ofbeldi er ekki til staðar. Ég kemst a.m.k. að sömu niðurstöðunni aftur og aftur:Við þurfum að læra að þekkja einkenni persónuraskana sem valda skaða þegar kemur að eðlilegum samfélagslegum eða tilfinningalegum samskiptum.Við þurfum að reikna með að persónuraskað fólk sé á meðal okkar.Við þurfum að reikna með að það geti beitt andlegu, tilfinningalegu, fjárhagslegu, líkamlegu, samfélagslegu eða kynferðislegu ofbeldi eða misbeitingu. Ergo: við þurfum að læra að vara okkur á gerendum. Sem þýðir að við verðum að horfast í augu við að við erum alltaf mögulegir þolendur þess að verða fyrir misnotkun/misbeitingu.Höfundur er áhugakona um samfélagsmál
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun