Alvarlegur grunur um geislavirkni reyndist sem betur fer rangur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2021 11:38 Til vinstri má sjá stöðuna á Jóhanni þegar hann var á sjúkrahúsinu. Til hægri má sjá Jóhann á góðum degi, út að borða á Blönduósi. Úr einkasafni Umsjónarmaður fasteigna við Háskólann á Akureyri segist hafa verið verulega létt þegar í ljós kom að hann hafði ekki komist í snertingu við geislavirkt efni. Torkennilegur hlutur mun þó reynast Geislavörnum ríkisins vel. Jóhann Jónsson lýsir því í færslu á Facebook að á mánudag og þriðjdag hafi andlit hans og hendur byrjað að loga með sviða og hita. Akureyri.net greindi fyrst frá. „Ósköp venjulegir dagar hjá mér nema að ég handfjatlaði blýtank í vinnunni,“ segir Jóhann. Tankurinn var í stóru kjallararými Háskólans á Akureyri og tilvist hans kom hreinlega flatt upp á fólk. Í ljós kom að tankurinn tengdist líkast til geislavirkum efnum og var því gripið til aðgerða um leið. Jóhann var settur í einangrun á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og haft samband við Geislavarnir ríkisins sem sendu fólk norður með hraði. „Pínu scary“ Jóhann játar því aðspurður hvort þetta hafi ekki minnt á senur úr bíómynd. „Þetta var það, alveg ótrúlegt. Þetta var líka pínu scary,“ segir Jóhann. Barnabarn hans fékk útbrot á svipuðum tíma og var sömuleiðis sett í einangrun. Á meðan rannsökuðu sérfræðingarnir að sunnan tankinn. Niðurstaðan var sú að tankurinn var útilokaður sem sökudólgur. Engin geislavirkni mældist í honum. Þetta hafi greinilega verið algjör tilviljun. Blýtankurinn umtalaði.KatrínÁrnadóttir „Öllum var létt,“ segir Jóhann sem segist aðspurður heldur betur ólíkur sjálfum sér í andliti þessa dagana. Bólginn og rauður. Líkast til sé um bráðaofnæmi að ræða. Ólíklega jólaofnæmi „Það er verið að reyna að finna út úr því hvaða efni gefi mér þessi viðbrögð,“ segir Jóhann. Hann komi víða við í vinnu sinni og lífinu sjálfu. Hann skellir upp úr aðspurður hvort geti verið að hann sé með bráðaofnæmi fyrir jólunum. „Ég er ekki alveg sá æstasti þegar kemur að jólunum,“ segir Jóhann og á honum að heyra að hann stilli ekki á Léttbylgjuna í desember og hlusti á jólalögin. Jóhann er þakklátur starfsfólki á sjúkrahúsinu, fólkinu hjá Geislavörnum ríkisins og Háskólanum á Akureyri fyrir viðbrögð sín við málinu. Brugðist hafi verið hárrétt við. Jólagjöf til Geislavarna Eyjólfur S. Guðmundsson, rektor við Háskólann á Akureyri, segir líkast til aldrei hafa verið nein geislavirk efni í tankinum. Tankurinn hafi líkast til verið notaður sem rannsóknartæki fyrir allmörgum árum síðan, líklega til að mæla geisluvirkni annarra hluta. „Það stefnir í að við afhendum bara Geislavörnum ríkisins tankinn, þau getað notað hann. Hann hefur bara verið í geymslu já okku,“ segir Eyjólfur. Já, jólagjöf til Geislavarna ríkisins að norðan. Akureyri Háskólar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Jóhann Jónsson lýsir því í færslu á Facebook að á mánudag og þriðjdag hafi andlit hans og hendur byrjað að loga með sviða og hita. Akureyri.net greindi fyrst frá. „Ósköp venjulegir dagar hjá mér nema að ég handfjatlaði blýtank í vinnunni,“ segir Jóhann. Tankurinn var í stóru kjallararými Háskólans á Akureyri og tilvist hans kom hreinlega flatt upp á fólk. Í ljós kom að tankurinn tengdist líkast til geislavirkum efnum og var því gripið til aðgerða um leið. Jóhann var settur í einangrun á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og haft samband við Geislavarnir ríkisins sem sendu fólk norður með hraði. „Pínu scary“ Jóhann játar því aðspurður hvort þetta hafi ekki minnt á senur úr bíómynd. „Þetta var það, alveg ótrúlegt. Þetta var líka pínu scary,“ segir Jóhann. Barnabarn hans fékk útbrot á svipuðum tíma og var sömuleiðis sett í einangrun. Á meðan rannsökuðu sérfræðingarnir að sunnan tankinn. Niðurstaðan var sú að tankurinn var útilokaður sem sökudólgur. Engin geislavirkni mældist í honum. Þetta hafi greinilega verið algjör tilviljun. Blýtankurinn umtalaði.KatrínÁrnadóttir „Öllum var létt,“ segir Jóhann sem segist aðspurður heldur betur ólíkur sjálfum sér í andliti þessa dagana. Bólginn og rauður. Líkast til sé um bráðaofnæmi að ræða. Ólíklega jólaofnæmi „Það er verið að reyna að finna út úr því hvaða efni gefi mér þessi viðbrögð,“ segir Jóhann. Hann komi víða við í vinnu sinni og lífinu sjálfu. Hann skellir upp úr aðspurður hvort geti verið að hann sé með bráðaofnæmi fyrir jólunum. „Ég er ekki alveg sá æstasti þegar kemur að jólunum,“ segir Jóhann og á honum að heyra að hann stilli ekki á Léttbylgjuna í desember og hlusti á jólalögin. Jóhann er þakklátur starfsfólki á sjúkrahúsinu, fólkinu hjá Geislavörnum ríkisins og Háskólanum á Akureyri fyrir viðbrögð sín við málinu. Brugðist hafi verið hárrétt við. Jólagjöf til Geislavarna Eyjólfur S. Guðmundsson, rektor við Háskólann á Akureyri, segir líkast til aldrei hafa verið nein geislavirk efni í tankinum. Tankurinn hafi líkast til verið notaður sem rannsóknartæki fyrir allmörgum árum síðan, líklega til að mæla geisluvirkni annarra hluta. „Það stefnir í að við afhendum bara Geislavörnum ríkisins tankinn, þau getað notað hann. Hann hefur bara verið í geymslu já okku,“ segir Eyjólfur. Já, jólagjöf til Geislavarna ríkisins að norðan.
Akureyri Háskólar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira