Léttvínið nærri 40 prósentum ódýrara með dönskum sköttum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2021 14:20 Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir 2022 hækkar áfengisgjaldið um 2,5 prósent. Vísir/Vilhelm Léttvínsflaska sem kostar 2.100 krónur í Vínbúðinni myndi kosta 1.318 krónur með dönskum sköttum og bjórflaska sem kostar 369 krónur hérlendis myndi kosta 262 krónur. Vodki myndi vera nær 40 prósent ódýrari með sænskum sköttum. Þetta kemur fram á vef Félags atvinnurekenda, þar sem félagið setur fram niðurstöður ýmissa útreikninga þar sem verð á áfengi er skoðað útfrá skattlagningu áfengis á Norðurlöndunum. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir í samtali við Vísi að stjórnvöld hafi löngum réttlæt hátt áfengisgjald, sem hækkar um 2,5 prósent samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2022, með því að vísa til þess að virðisaukaskattur á áfengi sé lægri á Íslandi en í nágrannalöndunum. FA Virðisaukaskatturinn sé 11 prósent hérlendis en allt að 25 prósent á Norðurlöndunum. Til að fá sanngjarnan verðsamanburð ákvað FA að reikna út hvað áfengir drykkir myndu kosta á Íslandi ef þeir væru skattlagðir með sama hætti og í samanburðarríkjum í Norður- og Vestur-Evrópu. Í öllum tilvikum nema einu yrðu umræddar vörur mun ódýrari ef þær væru skattlagðar líkt og á Norðurlöndunum. „Svo dæmi sé tekið yrði léttvínsflaska, sem kostar tæplega 2.100 krónur í Vínbúðinni, rúmlega 37% ódýrari með dönskum sköttum og myndi kosta 1.318 krónur. Bjórflaska, sem kostar 369 krónur á Íslandi, myndi kosta 262 krónur með dönskum sköttum (29% minna), eða 310 krónur með sænskum sköttum (19% minna). Verð á vodkaflösku á Íslandi er þrefalt á við það ef á hana væru lagðir skattar eins og í Evrópuríkjum að meðaltali. Ef Ísland legði á sænska skatta væri vodkaflaskan 39% ódýrari – og verða sænsk stjórnvöld þó seint sökuð um skort á skattagleði,“ segir á vef FA. FA Undantekningin er bjór með norskum sköttum en hann yrði 41 krónu dýrari með norskum sköttum, „enda áfengisgjald nánast það sama í löndunum tveimur og virðisaukaskatturinn hærir í Noregi,“ segir í tilkynningunni. „Ekkert Evrópuríki, ekki einu sinni Noregur, leggur jafnfáránlega skatta á áfenga drykki og Ísland. Þrátt fyrir að heims- og Evrópumetin falli ár eftir ár halda áfengisskattar áfram að hækka í hverju fjárlagafrumvarpinu á fætur öðru. Það hlýtur einhvers staðar og einhvern tímann að verða að segja stopp,“ er haft eftir Ólafi. Háir skattar komi sérstaklega illa niður á innlendri áfengisframleiðslu, sem sé vaxandi atvinnugrein. „Svo fást aldrei svör frá stjórnmálamönnum við spurningunni um það hvað hinn íslenski neytandi hafi gert til að verðskulda að borga hátt í helmingi meira fyrir borðvínið sitt en neytendur í öðrum Norður- og Vestur-Evrópuríkjum að meðaltali.“ FA Verslun Áfengi og tóbak Neytendur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Félags atvinnurekenda, þar sem félagið setur fram niðurstöður ýmissa útreikninga þar sem verð á áfengi er skoðað útfrá skattlagningu áfengis á Norðurlöndunum. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir í samtali við Vísi að stjórnvöld hafi löngum réttlæt hátt áfengisgjald, sem hækkar um 2,5 prósent samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2022, með því að vísa til þess að virðisaukaskattur á áfengi sé lægri á Íslandi en í nágrannalöndunum. FA Virðisaukaskatturinn sé 11 prósent hérlendis en allt að 25 prósent á Norðurlöndunum. Til að fá sanngjarnan verðsamanburð ákvað FA að reikna út hvað áfengir drykkir myndu kosta á Íslandi ef þeir væru skattlagðir með sama hætti og í samanburðarríkjum í Norður- og Vestur-Evrópu. Í öllum tilvikum nema einu yrðu umræddar vörur mun ódýrari ef þær væru skattlagðar líkt og á Norðurlöndunum. „Svo dæmi sé tekið yrði léttvínsflaska, sem kostar tæplega 2.100 krónur í Vínbúðinni, rúmlega 37% ódýrari með dönskum sköttum og myndi kosta 1.318 krónur. Bjórflaska, sem kostar 369 krónur á Íslandi, myndi kosta 262 krónur með dönskum sköttum (29% minna), eða 310 krónur með sænskum sköttum (19% minna). Verð á vodkaflösku á Íslandi er þrefalt á við það ef á hana væru lagðir skattar eins og í Evrópuríkjum að meðaltali. Ef Ísland legði á sænska skatta væri vodkaflaskan 39% ódýrari – og verða sænsk stjórnvöld þó seint sökuð um skort á skattagleði,“ segir á vef FA. FA Undantekningin er bjór með norskum sköttum en hann yrði 41 krónu dýrari með norskum sköttum, „enda áfengisgjald nánast það sama í löndunum tveimur og virðisaukaskatturinn hærir í Noregi,“ segir í tilkynningunni. „Ekkert Evrópuríki, ekki einu sinni Noregur, leggur jafnfáránlega skatta á áfenga drykki og Ísland. Þrátt fyrir að heims- og Evrópumetin falli ár eftir ár halda áfengisskattar áfram að hækka í hverju fjárlagafrumvarpinu á fætur öðru. Það hlýtur einhvers staðar og einhvern tímann að verða að segja stopp,“ er haft eftir Ólafi. Háir skattar komi sérstaklega illa niður á innlendri áfengisframleiðslu, sem sé vaxandi atvinnugrein. „Svo fást aldrei svör frá stjórnmálamönnum við spurningunni um það hvað hinn íslenski neytandi hafi gert til að verðskulda að borga hátt í helmingi meira fyrir borðvínið sitt en neytendur í öðrum Norður- og Vestur-Evrópuríkjum að meðaltali.“ FA
Verslun Áfengi og tóbak Neytendur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira