Kvöldið og nóttin fjölbreytt og annasöm hjá lögreglu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2021 06:51 Það sem að neðan er talið er aðeins hluti þeirra verkefna sem lögregla sinnti í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda fjölbreyttra mála í gærkvöldi og nótt og fór meðal annars í tvær húsleitir vegna fíkniefna. Þá fór hún tvívegis í útkall vegna hávaðakvartana og aðstoðaði vegna slysa og umferðaróhappa. Fyrir kvöldmat var lögregla kölluð til vegna tveggja manna sem höfðu verið með ítrekað ónæði í póstnúmerinu 104 sökum ölvunar. Var þeim vísað á brott. Klukkustund síðar barst tilkynning um menn í annarlegu ástandi við verslunarmiðstöð en þeir reyndust farnir á brott þegar lögreglu bar að garði. Var líklega um sömu menn að ræða. Um kvöldmatarleytið var tilkynnt um þjófnað í verslun en við leit komu fíkniefni í ljós. Skömmu síðar var annar einstaklingur handtekinn vegna gruns um vörslu fíkniefna. Farið var í húsleit í kjölfarið þar sem meiri fíkniefni fundust. Rétt fyrir klukkan 20 var tilkynnt um par með ógnandi hegðun en það var farið á brott þegar lögreglu bar að. Þá var óskað aðstoðar lögreglu vegna manna sem voru sagðir hafa sett brunaviðvörunarkerfi í gang með kannabisreykingum í bílakjallara en þeir reyndust sömuleiðis farnir sína leið þegar lögregla mætti á staðinn. Rétt fyrir klukkan 21 rannsakaði lögregla sölu og dreifingu fíkniefna. Húsleit var framkvæmd og málið er í rannsókn. Lögregla rannsakaði einnig meinta líkamsárás og vopnalagabrot en barnavernd og foreldrar voru viðstaddir þar sem þeir sem áttu aðild að málinu voru ekki orðnir 18 ára. Í nótt barst lögreglu svo tilkynning um menn sem voru að hringja dyrabjöllum og vekja fólk. Voru þeir farnir þegar lögregu bar að. Þá gaf einn sig fram á lögreglustöð til að tilkynna líkamsárás og hótanir. Málið er í rannsókn. Lögreglumál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira
Fyrir kvöldmat var lögregla kölluð til vegna tveggja manna sem höfðu verið með ítrekað ónæði í póstnúmerinu 104 sökum ölvunar. Var þeim vísað á brott. Klukkustund síðar barst tilkynning um menn í annarlegu ástandi við verslunarmiðstöð en þeir reyndust farnir á brott þegar lögreglu bar að garði. Var líklega um sömu menn að ræða. Um kvöldmatarleytið var tilkynnt um þjófnað í verslun en við leit komu fíkniefni í ljós. Skömmu síðar var annar einstaklingur handtekinn vegna gruns um vörslu fíkniefna. Farið var í húsleit í kjölfarið þar sem meiri fíkniefni fundust. Rétt fyrir klukkan 20 var tilkynnt um par með ógnandi hegðun en það var farið á brott þegar lögreglu bar að. Þá var óskað aðstoðar lögreglu vegna manna sem voru sagðir hafa sett brunaviðvörunarkerfi í gang með kannabisreykingum í bílakjallara en þeir reyndust sömuleiðis farnir sína leið þegar lögregla mætti á staðinn. Rétt fyrir klukkan 21 rannsakaði lögregla sölu og dreifingu fíkniefna. Húsleit var framkvæmd og málið er í rannsókn. Lögregla rannsakaði einnig meinta líkamsárás og vopnalagabrot en barnavernd og foreldrar voru viðstaddir þar sem þeir sem áttu aðild að málinu voru ekki orðnir 18 ára. Í nótt barst lögreglu svo tilkynning um menn sem voru að hringja dyrabjöllum og vekja fólk. Voru þeir farnir þegar lögregu bar að. Þá gaf einn sig fram á lögreglustöð til að tilkynna líkamsárás og hótanir. Málið er í rannsókn.
Lögreglumál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira