Þjónustugátt fyrir þolendur kynferðisbrota hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu Halla Bergþóra Björnsdóttir skrifar 9. desember 2021 07:01 Mikilvægt skref er stígið í að bæta þjónustu við þolendur kynferðisbrota hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, en í dag opnar sérstök Þjónustugátt lögreglu fyrir þolendur kynferðisbrota í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra. Um er að ræða rafræna þjónustugátt þar sem þolendur geta fengið ýmsar upplýsingar um stöðu mála sinna og um þær bjargir sem þolendum standa til boða. Á þetta hefur skort og eftir þessu hefur verið kallað og því er einkar ánægjulegt að sjá Þjónustugáttina verða að veruleika. Þjónustugáttin mun fyrst um sinn þjónusta þolendur á svæði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs á meðan reynsla fæst á gáttina. Markmiðið er að gáttin verði aðgengileg fyrir alla þolendur óháð umdæmamörkum en unnið verður að því næsta árið í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra, önnur lögregluembætti og aðra hagaðila. Þjónustugátt lögreglu er hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda um meðferð kynferðisbrota frá 2018 en þar er eitt af markmiðunum að bæta upplýsingaflæði til brotaþola. Er það í samræmi við niðurstöður þjónustukönnunar, sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur framkvæmt meðal þolenda kynferðisbrota frá árinu 2020. Þar kemur fram að 75% svarenda eru ánægð með þjónustu lögreglu en að sama skapi sögðu 88% svarenda að þau hefðu ekki nægilegar upplýsingar um stöðu máls síns. Er gáttinni ætlað að bæta þar úr. Undanfarin ár hefur verið unnið markvisst að úrbótum hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar rannsóknir kynferðisbrota eru annars vegar. Þar má nefna sérstaklega styttingu málsmeðferðartíma, aukin gæði rannsókna og sérhæfða kærumóttöku. Þjónustugátt lögreglu fyrir þolendur kynferðisbrota bætist nú við, en markmiðið með henni er að bæta enn frekar þjónustu lögreglu í þessum mikilvæga málaflokki. Þjónustugáttin verður opnuð með formlegum hætti á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í Reykjavík á hádegi í dag, en háttvirtur innanríkisráðherra, Jón Gunnarsson, mun opna hana formlega. Slóðin er https://mitt.logreglan.is Höfundur er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Kynferðisofbeldi Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Mikilvægt skref er stígið í að bæta þjónustu við þolendur kynferðisbrota hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, en í dag opnar sérstök Þjónustugátt lögreglu fyrir þolendur kynferðisbrota í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra. Um er að ræða rafræna þjónustugátt þar sem þolendur geta fengið ýmsar upplýsingar um stöðu mála sinna og um þær bjargir sem þolendum standa til boða. Á þetta hefur skort og eftir þessu hefur verið kallað og því er einkar ánægjulegt að sjá Þjónustugáttina verða að veruleika. Þjónustugáttin mun fyrst um sinn þjónusta þolendur á svæði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs á meðan reynsla fæst á gáttina. Markmiðið er að gáttin verði aðgengileg fyrir alla þolendur óháð umdæmamörkum en unnið verður að því næsta árið í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra, önnur lögregluembætti og aðra hagaðila. Þjónustugátt lögreglu er hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda um meðferð kynferðisbrota frá 2018 en þar er eitt af markmiðunum að bæta upplýsingaflæði til brotaþola. Er það í samræmi við niðurstöður þjónustukönnunar, sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur framkvæmt meðal þolenda kynferðisbrota frá árinu 2020. Þar kemur fram að 75% svarenda eru ánægð með þjónustu lögreglu en að sama skapi sögðu 88% svarenda að þau hefðu ekki nægilegar upplýsingar um stöðu máls síns. Er gáttinni ætlað að bæta þar úr. Undanfarin ár hefur verið unnið markvisst að úrbótum hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar rannsóknir kynferðisbrota eru annars vegar. Þar má nefna sérstaklega styttingu málsmeðferðartíma, aukin gæði rannsókna og sérhæfða kærumóttöku. Þjónustugátt lögreglu fyrir þolendur kynferðisbrota bætist nú við, en markmiðið með henni er að bæta enn frekar þjónustu lögreglu í þessum mikilvæga málaflokki. Þjónustugáttin verður opnuð með formlegum hætti á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í Reykjavík á hádegi í dag, en háttvirtur innanríkisráðherra, Jón Gunnarsson, mun opna hana formlega. Slóðin er https://mitt.logreglan.is Höfundur er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun