Fá ekki krónu þrátt fyrir mistök lögmanns Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. desember 2021 21:47 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið og fyrrverandi lögmaður hjóna hafa verið sýknuð af kröfu hjónanna um að ríkinu og lögmanninum bæri að greiða þeim 25,8 milljónir króna vegna mistaka lögmannsins og meintrar ólögmætrar nauðungarsölu sýslumanns á íbúð í þeirra eigu. Málið snerist um nauðungarsölu á fasteign sem lokið var í september 2018. Hjónin leituðu til ótilgreinds lögmanns til þess að gæta hagsmuna þeirra í nauðungarsölumálinu. Hjónin byggðu skaðabótakröfu sína á hendur ríkinu á þeim grundvelli að sú ákvörðun fulltrúa sýslumanns að láta beiðnir um nauðungarsölu á íbúðunni fram að ganga hafi verið andstæð lögum um nauðungarsölu. Byggðist það á því að þau töldu veðrétt fjárnámanna sem þær byggðust á hafa verið fallinn niður þegar beiðnir um nauðungarsölu bárust embætti sýslimanns. Vísa hafi átt þeim frá. Þá töldu hjónin að umræddur lögmaður hafi gert mistök þar sem hann hafi átt að tilkynna fulltrúa sýslumanns við fyrstu eða aðra fyrirtöku málsins, að þau hyggðist bera gildi nauðungarsölunnar undir héraðsdóm. Þá töldu þau hann einnig hafa átt að tilkynna héraðsdómi þessa fyrirætlun þeirra innan réttra tímamarka. Töldu það að ef hann hefði gert það hefði nauðungarsalan fallið niður. Gerðu hjónin kröfu um að fá greiddar 25,8 milljónir króna vegna málsins. Allt bendi til þess að mistök lögmannsins hafi ekki skipt máli Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur er fallist á það að lögmaðurinn hafi gert mistök þegar hann tilkynnti héraðsdómi með tölvupósti að hjónin hyggðust leita réttar síns vegna málsins. Telur héraðsdómur að tölvupóstur geti ekki talist vera skrifleg tilkynning, því hafi lögmaðurinn gert mistök með því að senda tilkyninningu í því formi. Taldi héraðsdómur þó ekki að þessi mistök hafi leitt til fjárhagslegs tjóns fyrir hjónin enda bendi allt til þess að ekki hafi verið skilyrði til þess að ógilda nauðungarsöluna. Íslenska ríkið var einnig sýknað af kröfu hjónanna en héraðsdómur taldi fullgilda heimild hafa verið fyrir nauðungarsölunni. Dómsmál Húsnæðismál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Bugugðu foreldrarnir mæti þegar þau sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Sjá meira
Málið snerist um nauðungarsölu á fasteign sem lokið var í september 2018. Hjónin leituðu til ótilgreinds lögmanns til þess að gæta hagsmuna þeirra í nauðungarsölumálinu. Hjónin byggðu skaðabótakröfu sína á hendur ríkinu á þeim grundvelli að sú ákvörðun fulltrúa sýslumanns að láta beiðnir um nauðungarsölu á íbúðunni fram að ganga hafi verið andstæð lögum um nauðungarsölu. Byggðist það á því að þau töldu veðrétt fjárnámanna sem þær byggðust á hafa verið fallinn niður þegar beiðnir um nauðungarsölu bárust embætti sýslimanns. Vísa hafi átt þeim frá. Þá töldu hjónin að umræddur lögmaður hafi gert mistök þar sem hann hafi átt að tilkynna fulltrúa sýslumanns við fyrstu eða aðra fyrirtöku málsins, að þau hyggðist bera gildi nauðungarsölunnar undir héraðsdóm. Þá töldu þau hann einnig hafa átt að tilkynna héraðsdómi þessa fyrirætlun þeirra innan réttra tímamarka. Töldu það að ef hann hefði gert það hefði nauðungarsalan fallið niður. Gerðu hjónin kröfu um að fá greiddar 25,8 milljónir króna vegna málsins. Allt bendi til þess að mistök lögmannsins hafi ekki skipt máli Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur er fallist á það að lögmaðurinn hafi gert mistök þegar hann tilkynnti héraðsdómi með tölvupósti að hjónin hyggðust leita réttar síns vegna málsins. Telur héraðsdómur að tölvupóstur geti ekki talist vera skrifleg tilkynning, því hafi lögmaðurinn gert mistök með því að senda tilkyninningu í því formi. Taldi héraðsdómur þó ekki að þessi mistök hafi leitt til fjárhagslegs tjóns fyrir hjónin enda bendi allt til þess að ekki hafi verið skilyrði til þess að ógilda nauðungarsöluna. Íslenska ríkið var einnig sýknað af kröfu hjónanna en héraðsdómur taldi fullgilda heimild hafa verið fyrir nauðungarsölunni.
Dómsmál Húsnæðismál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Bugugðu foreldrarnir mæti þegar þau sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Sjá meira