Þurfti að stöðva sýningu vegna drykkjuláta í annað sinn á ferlinum Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. desember 2021 20:00 Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikhússtjóri Gaflaraleikhússins. Vísir/Vilhelm Leikhússtjóri Gaflaraleikhússins segist finna fyrir aukinni áfengisneyslu og ólátum meðal áhorfenda, sem mögulega geti skrifast á stuttan opnunartíma skemmtistaða. Hún þurfti á dögunum að stöðva sýningu vegna þessa, í annað sinn á ferlinum. Hún fagnar þó hvers kyns samtali við áhorfendur og bendir á að sýningin bjóði upp á meiri þátttöku þeirra en gengur og gerist. En fyrst víkur sögunni að Borgarleikhúsinu. Á laugardagskvöld var þar áhorfandi til ófriðs á Bubbasöngleiknum 9 lífum, sem lyktaði með því að Halldóra Geirharðsdóttir, einn aðalleikara sýningarinnar, skarst í leikinn - og það hafði tilætluð áhrif. Það ríkti friður í salnum, og raunar ekki bara friður heldur tók við dynjandi lófatak annarra áhorfenda, sem voru ánægðir með framtak Halldóru. Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að því miður komi það fyrir að meðal gesta slæðist inn einn og einn sem búinn sé að fá sér aðeins of mikið. Drukknir einstaklingar geti verið til trafala og brugðist sé við því af bestu getu. Leikhúsið hafi þó ekki fundið fyrir aukningu á ölvun meðal gesta. Algjör hvítvínssýning Það hefur Björk Jakobsdóttir, leikhússtjóri Gaflaraleikhússins og ein leikkvenna í sýningunni Bíddu bara, þó gert. Fólk sé orðið verulega samkomuþyrst. „Það er sko verið að taka fyrirpartíið og fordrykkinn og leiksýninguna og eftirpartíið og allt á þessum þremur tímum sem þú hefur áður en það er skellt í lás. Þannig að við höfum fundið fyrir því að það hefur verið, hvað á ég að segja, virk þátttaka,“ segir Björk og hlær. „En við höfum svolítið verið að tala um þetta kollegarnir, að þetta er víða.“ Þetta eigi við sýninguna Bíddu bara, sem vissulega bjóði upp á meiri þátttöku áhorfenda en gengur og gerist. „Þannig að þetta er algjör hvítvínssýning. En kannski bara, ekki drekka heila belju!“ segir Björk. Hún fer þar með eitt þriggja aðalhlutverka ásamt Selmu Björnsdóttur og Sölku Sól Eyfeld en sú síðastnefnda hefur nú horfið frá vegna barneignarleyfis. Þuríður Blær Jóhannsdóttir hefur tekið við hlutverki Sölku. Komnar í samkeppni við partíið á sviðinu Þá þurfti Björk hreinlega að stöðva sýningu á verkinu á dögunum vegna hóps kvenna sem hafði sig fullmikið í frammi. „Þá sátu þær á fremsta bekk og partíið var bara komið í svo mikla samkeppni við það sem við vorum að gera á sviðinu þannig að það var eiginlega ekki vinnufært. Og svo kemur að því að maður þarf að hugsa um hina 200, sem voru kannski ekki alveg á sama stað.“ Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
En fyrst víkur sögunni að Borgarleikhúsinu. Á laugardagskvöld var þar áhorfandi til ófriðs á Bubbasöngleiknum 9 lífum, sem lyktaði með því að Halldóra Geirharðsdóttir, einn aðalleikara sýningarinnar, skarst í leikinn - og það hafði tilætluð áhrif. Það ríkti friður í salnum, og raunar ekki bara friður heldur tók við dynjandi lófatak annarra áhorfenda, sem voru ánægðir með framtak Halldóru. Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að því miður komi það fyrir að meðal gesta slæðist inn einn og einn sem búinn sé að fá sér aðeins of mikið. Drukknir einstaklingar geti verið til trafala og brugðist sé við því af bestu getu. Leikhúsið hafi þó ekki fundið fyrir aukningu á ölvun meðal gesta. Algjör hvítvínssýning Það hefur Björk Jakobsdóttir, leikhússtjóri Gaflaraleikhússins og ein leikkvenna í sýningunni Bíddu bara, þó gert. Fólk sé orðið verulega samkomuþyrst. „Það er sko verið að taka fyrirpartíið og fordrykkinn og leiksýninguna og eftirpartíið og allt á þessum þremur tímum sem þú hefur áður en það er skellt í lás. Þannig að við höfum fundið fyrir því að það hefur verið, hvað á ég að segja, virk þátttaka,“ segir Björk og hlær. „En við höfum svolítið verið að tala um þetta kollegarnir, að þetta er víða.“ Þetta eigi við sýninguna Bíddu bara, sem vissulega bjóði upp á meiri þátttöku áhorfenda en gengur og gerist. „Þannig að þetta er algjör hvítvínssýning. En kannski bara, ekki drekka heila belju!“ segir Björk. Hún fer þar með eitt þriggja aðalhlutverka ásamt Selmu Björnsdóttur og Sölku Sól Eyfeld en sú síðastnefnda hefur nú horfið frá vegna barneignarleyfis. Þuríður Blær Jóhannsdóttir hefur tekið við hlutverki Sölku. Komnar í samkeppni við partíið á sviðinu Þá þurfti Björk hreinlega að stöðva sýningu á verkinu á dögunum vegna hóps kvenna sem hafði sig fullmikið í frammi. „Þá sátu þær á fremsta bekk og partíið var bara komið í svo mikla samkeppni við það sem við vorum að gera á sviðinu þannig að það var eiginlega ekki vinnufært. Og svo kemur að því að maður þarf að hugsa um hina 200, sem voru kannski ekki alveg á sama stað.“
Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira