Þurfti að stöðva sýningu vegna drykkjuláta í annað sinn á ferlinum Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. desember 2021 20:00 Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikhússtjóri Gaflaraleikhússins. Vísir/Vilhelm Leikhússtjóri Gaflaraleikhússins segist finna fyrir aukinni áfengisneyslu og ólátum meðal áhorfenda, sem mögulega geti skrifast á stuttan opnunartíma skemmtistaða. Hún þurfti á dögunum að stöðva sýningu vegna þessa, í annað sinn á ferlinum. Hún fagnar þó hvers kyns samtali við áhorfendur og bendir á að sýningin bjóði upp á meiri þátttöku þeirra en gengur og gerist. En fyrst víkur sögunni að Borgarleikhúsinu. Á laugardagskvöld var þar áhorfandi til ófriðs á Bubbasöngleiknum 9 lífum, sem lyktaði með því að Halldóra Geirharðsdóttir, einn aðalleikara sýningarinnar, skarst í leikinn - og það hafði tilætluð áhrif. Það ríkti friður í salnum, og raunar ekki bara friður heldur tók við dynjandi lófatak annarra áhorfenda, sem voru ánægðir með framtak Halldóru. Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að því miður komi það fyrir að meðal gesta slæðist inn einn og einn sem búinn sé að fá sér aðeins of mikið. Drukknir einstaklingar geti verið til trafala og brugðist sé við því af bestu getu. Leikhúsið hafi þó ekki fundið fyrir aukningu á ölvun meðal gesta. Algjör hvítvínssýning Það hefur Björk Jakobsdóttir, leikhússtjóri Gaflaraleikhússins og ein leikkvenna í sýningunni Bíddu bara, þó gert. Fólk sé orðið verulega samkomuþyrst. „Það er sko verið að taka fyrirpartíið og fordrykkinn og leiksýninguna og eftirpartíið og allt á þessum þremur tímum sem þú hefur áður en það er skellt í lás. Þannig að við höfum fundið fyrir því að það hefur verið, hvað á ég að segja, virk þátttaka,“ segir Björk og hlær. „En við höfum svolítið verið að tala um þetta kollegarnir, að þetta er víða.“ Þetta eigi við sýninguna Bíddu bara, sem vissulega bjóði upp á meiri þátttöku áhorfenda en gengur og gerist. „Þannig að þetta er algjör hvítvínssýning. En kannski bara, ekki drekka heila belju!“ segir Björk. Hún fer þar með eitt þriggja aðalhlutverka ásamt Selmu Björnsdóttur og Sölku Sól Eyfeld en sú síðastnefnda hefur nú horfið frá vegna barneignarleyfis. Þuríður Blær Jóhannsdóttir hefur tekið við hlutverki Sölku. Komnar í samkeppni við partíið á sviðinu Þá þurfti Björk hreinlega að stöðva sýningu á verkinu á dögunum vegna hóps kvenna sem hafði sig fullmikið í frammi. „Þá sátu þær á fremsta bekk og partíið var bara komið í svo mikla samkeppni við það sem við vorum að gera á sviðinu þannig að það var eiginlega ekki vinnufært. Og svo kemur að því að maður þarf að hugsa um hina 200, sem voru kannski ekki alveg á sama stað.“ Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
En fyrst víkur sögunni að Borgarleikhúsinu. Á laugardagskvöld var þar áhorfandi til ófriðs á Bubbasöngleiknum 9 lífum, sem lyktaði með því að Halldóra Geirharðsdóttir, einn aðalleikara sýningarinnar, skarst í leikinn - og það hafði tilætluð áhrif. Það ríkti friður í salnum, og raunar ekki bara friður heldur tók við dynjandi lófatak annarra áhorfenda, sem voru ánægðir með framtak Halldóru. Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að því miður komi það fyrir að meðal gesta slæðist inn einn og einn sem búinn sé að fá sér aðeins of mikið. Drukknir einstaklingar geti verið til trafala og brugðist sé við því af bestu getu. Leikhúsið hafi þó ekki fundið fyrir aukningu á ölvun meðal gesta. Algjör hvítvínssýning Það hefur Björk Jakobsdóttir, leikhússtjóri Gaflaraleikhússins og ein leikkvenna í sýningunni Bíddu bara, þó gert. Fólk sé orðið verulega samkomuþyrst. „Það er sko verið að taka fyrirpartíið og fordrykkinn og leiksýninguna og eftirpartíið og allt á þessum þremur tímum sem þú hefur áður en það er skellt í lás. Þannig að við höfum fundið fyrir því að það hefur verið, hvað á ég að segja, virk þátttaka,“ segir Björk og hlær. „En við höfum svolítið verið að tala um þetta kollegarnir, að þetta er víða.“ Þetta eigi við sýninguna Bíddu bara, sem vissulega bjóði upp á meiri þátttöku áhorfenda en gengur og gerist. „Þannig að þetta er algjör hvítvínssýning. En kannski bara, ekki drekka heila belju!“ segir Björk. Hún fer þar með eitt þriggja aðalhlutverka ásamt Selmu Björnsdóttur og Sölku Sól Eyfeld en sú síðastnefnda hefur nú horfið frá vegna barneignarleyfis. Þuríður Blær Jóhannsdóttir hefur tekið við hlutverki Sölku. Komnar í samkeppni við partíið á sviðinu Þá þurfti Björk hreinlega að stöðva sýningu á verkinu á dögunum vegna hóps kvenna sem hafði sig fullmikið í frammi. „Þá sátu þær á fremsta bekk og partíið var bara komið í svo mikla samkeppni við það sem við vorum að gera á sviðinu þannig að það var eiginlega ekki vinnufært. Og svo kemur að því að maður þarf að hugsa um hina 200, sem voru kannski ekki alveg á sama stað.“
Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira