„Hann átti það nú ekki skilið, minn kæri vinur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2021 23:01 Kristinn Kjærnested ræddi við Henry Birgi um tíma sinn sem formaður KR. Stöð 2 Sport Fagnaðarlæti í íþróttum eiga það til að fara úr böndunum, bæði innan vallar sem utan. Það er þó sjaldan sem bíllyklar koma við sögu en það gerðist þó er Kristinn Kjærnested fagnaði ásamt góðvini sínum Jónasi Kristinssyni hér um árið. Í síðasta þætti af Foringjunum ræddi Henry Birgir Gunnarsson við Kristinn Kjærnested. Hann gegndi stöðu formanns KR til margra ára. Í þáttunum - sem sýndir eru á Stöð 2 Sport - er rætt við menn sem hafa gefið mikið af sér og verið lengi í áhrifastöðum hjá íslenskum íþróttafélögunum. Kristinn fór yfir víðan völl í þættinum og rifjaði meðal annars upp þegar hann slasaði Jónas með bíllykli sínum er þeir fögnuðu mikilvægu marki fyrir 15 árum síðan. „Hann átti það nú ekki skilið, minn kæri vinur," sagði Kristinn er Henry Birgir bar söguna undir hann. „Það var þannig að Guðmundur Pétursson skorar í uppbótartíma á Laugardalsvellinum og tryggir okkur í raun Evrópusæti. Jónas kemur hlaupandi til mín, við stóðum ekki hlið við hlið og ég að honum. Ég er með hendurnar í vasanum og ríf upp bíllykilinn og ég bara gataði hann,“ sagði Kristinn um fagnaðarlæti þeirra. Þeir höfðu heldur betur ástæðu til að fagna en mark Guðmundar kom þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í lokaumferð efstu deildar karla í knattspyrnu sumarið 2006. Ekki nóg með það heldur var mótherjinn Valur og jafnteflið tryggði KR 2. sætið í deildinni á kostnað Vals. Klippa: Foringjarnir: Fagnaðarlæti sem enduðu með ósköpum „Það fossblæddi hjá kappanum og hann þurfti að fara upp á spítala en þetta endaði vel. Þetta var frekar neyðarlagt, það verður að segjast eins og er. Hann gat eiginlega ekkert fagnað því honum leið ekki vel eftir þetta. Ég eyðilagði kvöldið,“ sagði Kristinn hlægjandi að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn KR Foringjarnir Tengdar fréttir Þökk sé honum sprungu allir úr hlátri í KR-klefanum þrátt fyrir 7-0 tap Kristinn Kjærnested, fyrrum formaður Knattspyrnudeildar KR, var nýjasti gestur Henry Birgis Gunnarssonar í Foringjunum á Stöð 2 Sport en í þáttunum er rætt við menn sem hafa gefið mikið af sér og verið lengi í áhrifastöðum hjá íslenskum íþróttafélögunum. 6. desember 2021 13:01 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fleiri fréttir Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Sjá meira
Í síðasta þætti af Foringjunum ræddi Henry Birgir Gunnarsson við Kristinn Kjærnested. Hann gegndi stöðu formanns KR til margra ára. Í þáttunum - sem sýndir eru á Stöð 2 Sport - er rætt við menn sem hafa gefið mikið af sér og verið lengi í áhrifastöðum hjá íslenskum íþróttafélögunum. Kristinn fór yfir víðan völl í þættinum og rifjaði meðal annars upp þegar hann slasaði Jónas með bíllykli sínum er þeir fögnuðu mikilvægu marki fyrir 15 árum síðan. „Hann átti það nú ekki skilið, minn kæri vinur," sagði Kristinn er Henry Birgir bar söguna undir hann. „Það var þannig að Guðmundur Pétursson skorar í uppbótartíma á Laugardalsvellinum og tryggir okkur í raun Evrópusæti. Jónas kemur hlaupandi til mín, við stóðum ekki hlið við hlið og ég að honum. Ég er með hendurnar í vasanum og ríf upp bíllykilinn og ég bara gataði hann,“ sagði Kristinn um fagnaðarlæti þeirra. Þeir höfðu heldur betur ástæðu til að fagna en mark Guðmundar kom þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í lokaumferð efstu deildar karla í knattspyrnu sumarið 2006. Ekki nóg með það heldur var mótherjinn Valur og jafnteflið tryggði KR 2. sætið í deildinni á kostnað Vals. Klippa: Foringjarnir: Fagnaðarlæti sem enduðu með ósköpum „Það fossblæddi hjá kappanum og hann þurfti að fara upp á spítala en þetta endaði vel. Þetta var frekar neyðarlagt, það verður að segjast eins og er. Hann gat eiginlega ekkert fagnað því honum leið ekki vel eftir þetta. Ég eyðilagði kvöldið,“ sagði Kristinn hlægjandi að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Foringjarnir Tengdar fréttir Þökk sé honum sprungu allir úr hlátri í KR-klefanum þrátt fyrir 7-0 tap Kristinn Kjærnested, fyrrum formaður Knattspyrnudeildar KR, var nýjasti gestur Henry Birgis Gunnarssonar í Foringjunum á Stöð 2 Sport en í þáttunum er rætt við menn sem hafa gefið mikið af sér og verið lengi í áhrifastöðum hjá íslenskum íþróttafélögunum. 6. desember 2021 13:01 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fleiri fréttir Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Sjá meira
Þökk sé honum sprungu allir úr hlátri í KR-klefanum þrátt fyrir 7-0 tap Kristinn Kjærnested, fyrrum formaður Knattspyrnudeildar KR, var nýjasti gestur Henry Birgis Gunnarssonar í Foringjunum á Stöð 2 Sport en í þáttunum er rætt við menn sem hafa gefið mikið af sér og verið lengi í áhrifastöðum hjá íslenskum íþróttafélögunum. 6. desember 2021 13:01