Segir stjórn Liverpool þurfa að leysa málið | Er ánægður með að vera orðaður við Barcelona Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2021 17:31 Salah vill að samningsmál sín verði leyst sem fyrst. EPA-EFE/Peter Powell Samningur Mohamed Salah við Liverpool rennur út sumarið 2023. Þessi magnaði leikmaður hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning og segist vera ánægður að hann sé orðaður við Barcelona. Salah lagði upp sigurmark Liverpool um helgina og hefur verið frábær það sem af er tímabili sem og undanfarin ár. Hann virðist þó ekki sáttur með það samningstilboð sem er á borðinu að svo stöddu. Hefur hann hvatt forráðamenn Liverpool til að leysa samningsmál sín sem fyrst. Egyptinn hefur lýst því yfir að hann vilji vera áfram hjá félaginu en virðist vilja fá meira greitt heldur en Liverpool er tilbúið að greiða leikmanni sem verður orðinn þrítugur þegar samningur hans rennur út. „Ég hef sagt það nokkrum sinnum: Ef ákvörðunin er undir mér komin þá vil ég vera áfram hjá Liverpool,“ er haft eftir Salah í staðarblaðinu Liverpool Echo. „En ákvörðunin er í höndum stjórnarmanna og þeir þurfa að leysa þennan vanda. Það er ekkert vandamál en við þurfum að ná samkomulag varðandi samninginn. Það er undir þeim komið,“ bætti hann við. „Ákvörðun sem þessi er þó ekki eingöngu byggð á fjármunum þó það sé leið félaga til að sýna hversu mikils þau meta þig. Það eru aðrir hlutir, metnaður félagsins og þjálfarans, hvernig hann stýrir liðinu og leikmönnum sínum. Þetta eru allt mikilvægir hlutir þegar kemur að svona ákvörðun.“ Fjöldi liða horfa hýru auga til Salah í ljósi þess að ef Liverpool semur ekki gæti verið að félagið selji hann næsta sumar frekar en að láta hann fara frítt. Meðal liða sem vilja fá leikmanninn er spænska stórliðið Barcelona en Xavi, þjálfari liðsins, er mikill aðdáandi Egyptans. Hvort fjárhagsstaða Börsunga leyfi þeim að semja við leikmann á borð við Salah mun mögulega koma í ljós ef Liverpool býður honum ekki samning að hans skapi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Sjá meira
Salah lagði upp sigurmark Liverpool um helgina og hefur verið frábær það sem af er tímabili sem og undanfarin ár. Hann virðist þó ekki sáttur með það samningstilboð sem er á borðinu að svo stöddu. Hefur hann hvatt forráðamenn Liverpool til að leysa samningsmál sín sem fyrst. Egyptinn hefur lýst því yfir að hann vilji vera áfram hjá félaginu en virðist vilja fá meira greitt heldur en Liverpool er tilbúið að greiða leikmanni sem verður orðinn þrítugur þegar samningur hans rennur út. „Ég hef sagt það nokkrum sinnum: Ef ákvörðunin er undir mér komin þá vil ég vera áfram hjá Liverpool,“ er haft eftir Salah í staðarblaðinu Liverpool Echo. „En ákvörðunin er í höndum stjórnarmanna og þeir þurfa að leysa þennan vanda. Það er ekkert vandamál en við þurfum að ná samkomulag varðandi samninginn. Það er undir þeim komið,“ bætti hann við. „Ákvörðun sem þessi er þó ekki eingöngu byggð á fjármunum þó það sé leið félaga til að sýna hversu mikils þau meta þig. Það eru aðrir hlutir, metnaður félagsins og þjálfarans, hvernig hann stýrir liðinu og leikmönnum sínum. Þetta eru allt mikilvægir hlutir þegar kemur að svona ákvörðun.“ Fjöldi liða horfa hýru auga til Salah í ljósi þess að ef Liverpool semur ekki gæti verið að félagið selji hann næsta sumar frekar en að láta hann fara frítt. Meðal liða sem vilja fá leikmanninn er spænska stórliðið Barcelona en Xavi, þjálfari liðsins, er mikill aðdáandi Egyptans. Hvort fjárhagsstaða Börsunga leyfi þeim að semja við leikmann á borð við Salah mun mögulega koma í ljós ef Liverpool býður honum ekki samning að hans skapi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Sjá meira