Hlaupið nái sennilega hámarki á sunnudag Fanndís Birna Logadóttir skrifar 3. desember 2021 16:38 Íshellan í Grímsvötnum heldur áfram að síga og eykst rennsli í Gígjukvísl stöðugt. Mynd/Jón Grétar Sigurðsson Íshellan í Grímsvötnum heldur áfram að síga og eykst rennsli stöðugt úr jöklinum. Prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir að hlaupið muni sennilega ná hámarki um helgina og er ekki hægt að útiloka að gos fylgi í kjölfarið. Frá því að mælingar sýndu að íshellan í Grímsvötnum væri byrjuð að síga fyrir tíu dögum hefur hún sigið um rúma 25 metra frá því að hún mældist hæst en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur íshellan sigið um rúma átta metra síðastliðinn sólarhring. Í Gígjukvísl eykst rennslið stöðugt og í gær var rennslið rúmir ellefu hundruð rúmmetrar á sekúndu. Samkvæmt nýjustu mælingum Veðurstofunnar sem birtar voru nú síðdegis er rennsli í Gígjukvísl nú 1600 rúmmetrar á sekúndu og rafleiðni fer hækkandi. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að nýjustu mælingar falli nokkuð vel að þeim rennslisspám sem gerðar hafa verið en ef miklar breytingar verða á þróun rennslisins úr Grímsvötnum mun það hafa áhrif á hvenær flóðatoppnum er náð. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að staðan á jökulhlaupinu í Grímsvötnum sé í takt við spár. „Núna er svona tæplega helmingur af vatninu komið út úr Grímsvötnum og rennslið er að nálgast tvö þúsund rúmmetra á sekúndu miðað við mælingar Jarðvísindastofnunar þarna upp frá. Síðan er verið að vakta ánna og vatnamælingar Veðurstofunnar mæla rennslið. Þar er ekki komið eins mikið vatn, það er töluvert mikið vatn undir jöklinum enn þá,“ segir Magnús. Jón Grétar Sigurðsson frá Atlantsflugi flaug yfir svæðið í morgun, 3. desember.Mynd/Jón Grétar Sigurðsson Að sögn Magnúsar er sennilegt að rennslið úr jöklinum nái hámarki á sunnudag, eða þar um bil, og verður hámarksrennslið líklega um fjögur þúsund rúmmetrar á sekúndu. Hlaupið í ár líkist meira hlaupum sem komu fyrir Gjálpargosið árið 1996, þar sem aðstæður breyttust mikið. „Nú er þetta að líkjast því sem var á áttunda, níunda og tíunda áratug síðustu aldar þar sem Grímsvatna hlaupin voru ekki mjög stór, en þetta verður þó sjálfsagt núna tvöfalt eða þrefalt stærra en Skaftárhlaupin eru,“ segir Magnús. Þá er ekki hægt að útiloka að það gjósi í Grímsvötnum, þó engin merki séu um það að svo stöddu. „Það er nú bara eitthvað sem við verðum að vera undirbúin að geti gerst. Við sjáum engin merki enn þá, það eru engin merki, engir jarðskjálftar, en það verður bara að koma í ljós,“ segir Magnús. „Það er líklegast að það þurfi að hafa augun mjög á hlutunum svona þegar kemur fram á helgina, þegar það fer í hámarkið og fljótlega eftir það. Miðað við söguna þá er það sá tími sem að, ef að það gerist á annað borð, þá hefur það tilhneigingu til að gera það á þessum tíma,“ segir Magnús. Grímsvötn Skaftárhreppur Hornafjörður Tengdar fréttir Íshellan í Grímsvötnum hefur lækkað um 23 metra Íshellan í Grímsvötnum hélt áfram að síga í nótt og hefur nú sigið um rúma 23 metra frá því að hún mældist hæst. 3. desember 2021 06:42 Gígjukvísl orðin tíföld og grannt fylgst með merkjum um gosóróa Hlaupið úr Grímsvötnum brýst núna fram á Skeiðarársandi með vaxandi þunga og var vatnsrennsli í Gígjukvísl í dag orðið tífalt miðað við árstíma. Veðurstofan segir í tilkynningu nú síðdegis að vísindamönnum komi saman um að Grímsvötn séu tilbúin að gjósa. Engin merki hafa þó enn sést um eldsumbrot. 2. desember 2021 20:55 Svona er staðan í Grímsvötnum séð úr flugvélinni hjá RAX Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um tæpa tíu metra og gert er ráð fyrir að hlaup hefjist nú um helgina. Búist er við að hlaupið verði minna en spár gerðu upphaflega ráð fyrir en áfram eru taldar líkur á að gos fylgi í kjölfarið. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Grímsvötn í dag. 1. desember 2021 16:31 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Frá því að mælingar sýndu að íshellan í Grímsvötnum væri byrjuð að síga fyrir tíu dögum hefur hún sigið um rúma 25 metra frá því að hún mældist hæst en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur íshellan sigið um rúma átta metra síðastliðinn sólarhring. Í Gígjukvísl eykst rennslið stöðugt og í gær var rennslið rúmir ellefu hundruð rúmmetrar á sekúndu. Samkvæmt nýjustu mælingum Veðurstofunnar sem birtar voru nú síðdegis er rennsli í Gígjukvísl nú 1600 rúmmetrar á sekúndu og rafleiðni fer hækkandi. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að nýjustu mælingar falli nokkuð vel að þeim rennslisspám sem gerðar hafa verið en ef miklar breytingar verða á þróun rennslisins úr Grímsvötnum mun það hafa áhrif á hvenær flóðatoppnum er náð. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að staðan á jökulhlaupinu í Grímsvötnum sé í takt við spár. „Núna er svona tæplega helmingur af vatninu komið út úr Grímsvötnum og rennslið er að nálgast tvö þúsund rúmmetra á sekúndu miðað við mælingar Jarðvísindastofnunar þarna upp frá. Síðan er verið að vakta ánna og vatnamælingar Veðurstofunnar mæla rennslið. Þar er ekki komið eins mikið vatn, það er töluvert mikið vatn undir jöklinum enn þá,“ segir Magnús. Jón Grétar Sigurðsson frá Atlantsflugi flaug yfir svæðið í morgun, 3. desember.Mynd/Jón Grétar Sigurðsson Að sögn Magnúsar er sennilegt að rennslið úr jöklinum nái hámarki á sunnudag, eða þar um bil, og verður hámarksrennslið líklega um fjögur þúsund rúmmetrar á sekúndu. Hlaupið í ár líkist meira hlaupum sem komu fyrir Gjálpargosið árið 1996, þar sem aðstæður breyttust mikið. „Nú er þetta að líkjast því sem var á áttunda, níunda og tíunda áratug síðustu aldar þar sem Grímsvatna hlaupin voru ekki mjög stór, en þetta verður þó sjálfsagt núna tvöfalt eða þrefalt stærra en Skaftárhlaupin eru,“ segir Magnús. Þá er ekki hægt að útiloka að það gjósi í Grímsvötnum, þó engin merki séu um það að svo stöddu. „Það er nú bara eitthvað sem við verðum að vera undirbúin að geti gerst. Við sjáum engin merki enn þá, það eru engin merki, engir jarðskjálftar, en það verður bara að koma í ljós,“ segir Magnús. „Það er líklegast að það þurfi að hafa augun mjög á hlutunum svona þegar kemur fram á helgina, þegar það fer í hámarkið og fljótlega eftir það. Miðað við söguna þá er það sá tími sem að, ef að það gerist á annað borð, þá hefur það tilhneigingu til að gera það á þessum tíma,“ segir Magnús.
Grímsvötn Skaftárhreppur Hornafjörður Tengdar fréttir Íshellan í Grímsvötnum hefur lækkað um 23 metra Íshellan í Grímsvötnum hélt áfram að síga í nótt og hefur nú sigið um rúma 23 metra frá því að hún mældist hæst. 3. desember 2021 06:42 Gígjukvísl orðin tíföld og grannt fylgst með merkjum um gosóróa Hlaupið úr Grímsvötnum brýst núna fram á Skeiðarársandi með vaxandi þunga og var vatnsrennsli í Gígjukvísl í dag orðið tífalt miðað við árstíma. Veðurstofan segir í tilkynningu nú síðdegis að vísindamönnum komi saman um að Grímsvötn séu tilbúin að gjósa. Engin merki hafa þó enn sést um eldsumbrot. 2. desember 2021 20:55 Svona er staðan í Grímsvötnum séð úr flugvélinni hjá RAX Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um tæpa tíu metra og gert er ráð fyrir að hlaup hefjist nú um helgina. Búist er við að hlaupið verði minna en spár gerðu upphaflega ráð fyrir en áfram eru taldar líkur á að gos fylgi í kjölfarið. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Grímsvötn í dag. 1. desember 2021 16:31 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Íshellan í Grímsvötnum hefur lækkað um 23 metra Íshellan í Grímsvötnum hélt áfram að síga í nótt og hefur nú sigið um rúma 23 metra frá því að hún mældist hæst. 3. desember 2021 06:42
Gígjukvísl orðin tíföld og grannt fylgst með merkjum um gosóróa Hlaupið úr Grímsvötnum brýst núna fram á Skeiðarársandi með vaxandi þunga og var vatnsrennsli í Gígjukvísl í dag orðið tífalt miðað við árstíma. Veðurstofan segir í tilkynningu nú síðdegis að vísindamönnum komi saman um að Grímsvötn séu tilbúin að gjósa. Engin merki hafa þó enn sést um eldsumbrot. 2. desember 2021 20:55
Svona er staðan í Grímsvötnum séð úr flugvélinni hjá RAX Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um tæpa tíu metra og gert er ráð fyrir að hlaup hefjist nú um helgina. Búist er við að hlaupið verði minna en spár gerðu upphaflega ráð fyrir en áfram eru taldar líkur á að gos fylgi í kjölfarið. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Grímsvötn í dag. 1. desember 2021 16:31