Vatnsflæðið úr Grímsvötnum komið í þrefalt rennsli Ölfusár Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2021 12:07 Gígjukvísl á Skeiðarársandi klukkan 11.35 í morgun, séð úr vefmyndavél á brúnni yfir ána. Búist er við að Grímsvatnahlaupið fari allt um þennan farveg. Rennslið þar laust fyrir hádegi mældist 924 rúmmetrar á sekúndu, sem er um fjórfalt meira en náttúrulegt rennsli árinnar. Veðurstofa Íslands/vefmyndavél Kraftur Grímsvatnahlaupsins fer stigvaxandi og er flæðið úr vötnunum núna á við þrefalt rennsli Ölfusár. Þá hefur íshellan yfir vötnunum sigið um sex metra frá því í gær og alls um sextán metra frá því hlaup hófst þar fyrir hálfum mánuði. Engin merki sjást enn um eldsumbrot. Það má líkja Grímsvötnum við risastórt baðkar nema þar er ístappi sem lokar fyrir frárennslið og hann brestur þegar vatnsþunginn er orðinn yfirþyrmandi. Fyrir hálfum mánuði byrjaði ísstíflan að bresta og síðustu sólarhringa hefur vatnið svo virkilega tekið að fossa út. Séð yfir Grímsvötn í gær.Ragnar Axelsson GPS-mælir sýndi í gær að yfirborð íshellunnar hafði lækkað um tíu metra á tveimur vikum. Núna fyrir hádegi var lækkunin komin niður í sextán metra, samkvæmt gögnum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Lækkunin bara frá því í gær er sex metrar á yfirborði þessa risastóra vatnsgeymis. Samhliða sjá menn mikla aukningu á því rúmmáli vatns sem flæðir út á hverri sekúndu. Þannig var rennslið úr Grímsvötnum í gær áætlað um 800 rúmmetrar á sekúndu. Í dag er áætlað að það sé komið upp í 1.200 rúmmetra á sekúndu. Það er um það bil þrefalt meðalrennsli Ölfusár við Selfoss, vatnsmesta fljóts landsins. Gufubólstrar sáust stíga upp úr Grímsvötnum þegar flogið var yfir í gær.Ragnar Axelsson Á Skeiðarársandi sjá vatnamælingamenn Veðurstofu að rennsli Gígjukvíslar heldur áfram að aukast, að sögn Einars Bessa Gestssonar náttúrvársérfræðings. Í gær áætluðu þeir að rennslið þar væri komið upp í 660 rúmmetra á sekúndu og laust fyrir hádegi í dag mældu þeir það 924 rúmmetra á sekúndu, sem nálgast það að vera fjórfalt náttúrulegt rennsli á þessum árstíma. Séð yfir hringveginn og brúna yfir Gígjukvísl í gær. Búist er við að hlaupið fari allt undir þessa brú.Ragnar Axelsson Síðast þegar eldgos fylgdi Grímsvatnahlaupi, árið 2004, hófst gosið þegar íshellan á Grímsvötnum hafði lækkað um tuttugu metra, að því er Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur tjáði okkur í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Miðað við að lækkunin núna sé orðin sextán metrar, og sex metrar bara á síðasta sólarhringa, má gera sér í hugarlund að vísindamenn rýna núna fast í öll merki um eldvirkni. Engin slík merki sjást þó enn, að sögn Einars Bessa. Frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi af hlaupinu má sjá hér: Grímsvötn Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Skaftárhreppur Almannavarnir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Það má líkja Grímsvötnum við risastórt baðkar nema þar er ístappi sem lokar fyrir frárennslið og hann brestur þegar vatnsþunginn er orðinn yfirþyrmandi. Fyrir hálfum mánuði byrjaði ísstíflan að bresta og síðustu sólarhringa hefur vatnið svo virkilega tekið að fossa út. Séð yfir Grímsvötn í gær.Ragnar Axelsson GPS-mælir sýndi í gær að yfirborð íshellunnar hafði lækkað um tíu metra á tveimur vikum. Núna fyrir hádegi var lækkunin komin niður í sextán metra, samkvæmt gögnum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Lækkunin bara frá því í gær er sex metrar á yfirborði þessa risastóra vatnsgeymis. Samhliða sjá menn mikla aukningu á því rúmmáli vatns sem flæðir út á hverri sekúndu. Þannig var rennslið úr Grímsvötnum í gær áætlað um 800 rúmmetrar á sekúndu. Í dag er áætlað að það sé komið upp í 1.200 rúmmetra á sekúndu. Það er um það bil þrefalt meðalrennsli Ölfusár við Selfoss, vatnsmesta fljóts landsins. Gufubólstrar sáust stíga upp úr Grímsvötnum þegar flogið var yfir í gær.Ragnar Axelsson Á Skeiðarársandi sjá vatnamælingamenn Veðurstofu að rennsli Gígjukvíslar heldur áfram að aukast, að sögn Einars Bessa Gestssonar náttúrvársérfræðings. Í gær áætluðu þeir að rennslið þar væri komið upp í 660 rúmmetra á sekúndu og laust fyrir hádegi í dag mældu þeir það 924 rúmmetra á sekúndu, sem nálgast það að vera fjórfalt náttúrulegt rennsli á þessum árstíma. Séð yfir hringveginn og brúna yfir Gígjukvísl í gær. Búist er við að hlaupið fari allt undir þessa brú.Ragnar Axelsson Síðast þegar eldgos fylgdi Grímsvatnahlaupi, árið 2004, hófst gosið þegar íshellan á Grímsvötnum hafði lækkað um tuttugu metra, að því er Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur tjáði okkur í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Miðað við að lækkunin núna sé orðin sextán metrar, og sex metrar bara á síðasta sólarhringa, má gera sér í hugarlund að vísindamenn rýna núna fast í öll merki um eldvirkni. Engin slík merki sjást þó enn, að sögn Einars Bessa. Frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi af hlaupinu má sjá hér:
Grímsvötn Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Skaftárhreppur Almannavarnir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira