Bjarki sagði frá hræðilegri upplifun þegar fyrsta barnið hans kom í heiminn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2021 09:00 Það tók á fyrir Bjarki Má Elísson að tala um þetta en sem betur fer fór allt saman vel. Skjámynd/S2 Sport Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson var gestur Stefáns Árna Pálssonar í þættinum Seinni bylgjan extra en það er viðtalsþáttur við handboltamenn sem er sýndur í beinu framhaldi af Seinni bylgjunni. Bjarki Már spilar með TBV Lemgo í Þýskalandi og hefur verið í hópi markahæstu leikmanna þýsku deildarinnar undanfarin ár. Það var fjallað um margt í viðtalinu og þar á meðal lífið utan handboltans. Stefán Árni ræddi meðal annars um það þegar Bjarki Már varð faðir í fyrsta sinn en það var erfiður tími. „Þegar ég var að undirbúa mig fyrir þennan þátt þá rakst ég á grein sem fjallaði um þegar dóttir þín kom í heiminn. Konan veikist alveg svakalega á meðgöngunni sem endar með bráðakeisara ef ég skil þetta rétt. Svo endar hún bara í öndunarvél. Hvernig var að takast á við þetta?“ spurði Stefán Árni Pálsson. Klippa: Seinni bylgjan: Bjarki um fæðingu fyrsta barnsins síns „Það var fáránlega erfitt. Þetta gerist mjög hratt og við fáum að vita þetta þegar það eru sex vikur í settan dag. Hún var búin að vera mjög slöpp. Þetta var okkar fyrsta barn og hún hélt að þetta væri partur af því að vera ólétt,“ sagði Bjarki Már Elísson. „Síðan töluðum við eina sem við þekktum sem ráðleggur okkur að fara í tékk og láta skoða hvort ekki væri allt með felldu. Við myndum ekki tapa á því. Þá leggja þeir hana strax inn. Þeir sögðu fyrst að hún þyrfti að liggja inn á spítala í eina til tvær vikur. Eins ég skil þetta var næringin ekki að skila sér nægilega vel til barnsins,“ sagði Bjarki. „Síðan gerist þetta bara svo hratt að maður náði ekki að grípa utan um þetta. Þetta var fáránlega erfitt. Hún var á gjörgæslu og barnið var svo á nýburadeildinni. Maður var að labba þarna á milli. Þetta var hræðileg upplifun og ekki eins og maður óskaði sér að eignast sitt fyrsta barn,“ sagði Bjarki. „Það blessaðist allt á endanum sem betur fer,“ sagði Bjarki Már en handboltinn skipti ekki miklu máli þarna. „Nei og það er það síðasta sem maður er að pæla í. Það sem er erfiðast í þessu er að vera úti og fjölskyldan er ekki á svæðinu. Við vorum samt mjög þakklát að vera á þessum tíma því það var verkfall hjá hjúkrunarfræðingum á Íslandi á sama tíma. Það var tekið mjög vel á móti okkur og við fengum mjög góða þjónustu. Þetta var samt þýskt sjúkrahús og erfitt að skilja þetta allt. Maður var lítið að pæla í handboltanum þarna, það er alveg rétt,“ sagði Bjarki Már en það má sjá hann ræða þetta hér fyrir ofan. Þýski handboltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Bjarki Már spilar með TBV Lemgo í Þýskalandi og hefur verið í hópi markahæstu leikmanna þýsku deildarinnar undanfarin ár. Það var fjallað um margt í viðtalinu og þar á meðal lífið utan handboltans. Stefán Árni ræddi meðal annars um það þegar Bjarki Már varð faðir í fyrsta sinn en það var erfiður tími. „Þegar ég var að undirbúa mig fyrir þennan þátt þá rakst ég á grein sem fjallaði um þegar dóttir þín kom í heiminn. Konan veikist alveg svakalega á meðgöngunni sem endar með bráðakeisara ef ég skil þetta rétt. Svo endar hún bara í öndunarvél. Hvernig var að takast á við þetta?“ spurði Stefán Árni Pálsson. Klippa: Seinni bylgjan: Bjarki um fæðingu fyrsta barnsins síns „Það var fáránlega erfitt. Þetta gerist mjög hratt og við fáum að vita þetta þegar það eru sex vikur í settan dag. Hún var búin að vera mjög slöpp. Þetta var okkar fyrsta barn og hún hélt að þetta væri partur af því að vera ólétt,“ sagði Bjarki Már Elísson. „Síðan töluðum við eina sem við þekktum sem ráðleggur okkur að fara í tékk og láta skoða hvort ekki væri allt með felldu. Við myndum ekki tapa á því. Þá leggja þeir hana strax inn. Þeir sögðu fyrst að hún þyrfti að liggja inn á spítala í eina til tvær vikur. Eins ég skil þetta var næringin ekki að skila sér nægilega vel til barnsins,“ sagði Bjarki. „Síðan gerist þetta bara svo hratt að maður náði ekki að grípa utan um þetta. Þetta var fáránlega erfitt. Hún var á gjörgæslu og barnið var svo á nýburadeildinni. Maður var að labba þarna á milli. Þetta var hræðileg upplifun og ekki eins og maður óskaði sér að eignast sitt fyrsta barn,“ sagði Bjarki. „Það blessaðist allt á endanum sem betur fer,“ sagði Bjarki Már en handboltinn skipti ekki miklu máli þarna. „Nei og það er það síðasta sem maður er að pæla í. Það sem er erfiðast í þessu er að vera úti og fjölskyldan er ekki á svæðinu. Við vorum samt mjög þakklát að vera á þessum tíma því það var verkfall hjá hjúkrunarfræðingum á Íslandi á sama tíma. Það var tekið mjög vel á móti okkur og við fengum mjög góða þjónustu. Þetta var samt þýskt sjúkrahús og erfitt að skilja þetta allt. Maður var lítið að pæla í handboltanum þarna, það er alveg rétt,“ sagði Bjarki Már en það má sjá hann ræða þetta hér fyrir ofan.
Þýski handboltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira