Gleymdi að afhenda Þórdísi Kolbrúnu lyklaspjaldið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2021 10:57 Þórdís Kolbrún fékk lyklaspjaldið að lokum afhent en Guðlaugi til varnar þá hafði hann þegar komið spjaldinu fyrir á borði fyrir allra augum. Vísir/vilhelm Lyklavöldin að utanríkisráðuneytinu verða áfram hjá Sjálfstæðisflokknum þó ákveðið hafi verið að skipta um ráðherra í brúnni. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tekur við af Guðlaugi Þór Þórðarsyni sem færir sig yfir í umhverfis- og loftslagsmálaráðuneytið. Guðlaugur á ættir að rekja í Borgarnes en Þórdís Kolbrún er frá Akranesi. Þau grínuðust með það við skiptin í morgun að það hefði ekki verið tekið vel í það á sínum tíma að Akurnesingur hefði mætt í vígi Borgnesinga og tekið við lyklavöldum. „Hér eru allir tilbúnir að leggja sig fram til að gera þér lífið auðveldara í þessu mikilvæga embætti,“ sagði Guðlaugur Þór við Þórdísi Kolbrúnu. Sú sagðist taka við góðu búi og átti von á töluverðri samvinnu þeirra enda margt í nýjum málaflokki Guðlaugs sem tengist utanríkismálum. Eftir að þau höfðu hvort haldið stutta tölu spurði Guðlaugur fjölmiðla á léttum nótum hvort þau vildu spyrja þau einhverra spurninga eða bara horfa á þau. Fékk hann þau svör að hann ætti eftir að afhenda lyklana, sjálft myndamómentið. Guðlaugur var ekki lengi að finna til lyklaspjaldið og afhenda Þórdísi Kolbrúnu. Rætt var við Þórdísi Kolbrúnu um nýju áskorunina að lokinni lyklaafhendingu. Hún segir gott veganesti að anda ofan í kviðinn og hitta svo fólk sem þekkir betur til utanríkismála. Fram undan er flug til Riga í Lettlandi og svo Stokkhólms, strax í dag. Fyrri fundurinn er á vegum NATO og hinn á vegum ÖSE. Þórdís segist hafa lagt á það áherslu að fá utanríkisráðuneytið. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Lyklavaktin á Vísi: Nýtt fólk mætir í brúna í sjö ráðuneytum Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Í dag er komið að formlegum lyklaskiptum í hinum ýmsu ráðuneytum en mikil hreyfing er á ráðherrastólum í ríkisstjórninni. 29. nóvember 2021 08:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Guðlaugur á ættir að rekja í Borgarnes en Þórdís Kolbrún er frá Akranesi. Þau grínuðust með það við skiptin í morgun að það hefði ekki verið tekið vel í það á sínum tíma að Akurnesingur hefði mætt í vígi Borgnesinga og tekið við lyklavöldum. „Hér eru allir tilbúnir að leggja sig fram til að gera þér lífið auðveldara í þessu mikilvæga embætti,“ sagði Guðlaugur Þór við Þórdísi Kolbrúnu. Sú sagðist taka við góðu búi og átti von á töluverðri samvinnu þeirra enda margt í nýjum málaflokki Guðlaugs sem tengist utanríkismálum. Eftir að þau höfðu hvort haldið stutta tölu spurði Guðlaugur fjölmiðla á léttum nótum hvort þau vildu spyrja þau einhverra spurninga eða bara horfa á þau. Fékk hann þau svör að hann ætti eftir að afhenda lyklana, sjálft myndamómentið. Guðlaugur var ekki lengi að finna til lyklaspjaldið og afhenda Þórdísi Kolbrúnu. Rætt var við Þórdísi Kolbrúnu um nýju áskorunina að lokinni lyklaafhendingu. Hún segir gott veganesti að anda ofan í kviðinn og hitta svo fólk sem þekkir betur til utanríkismála. Fram undan er flug til Riga í Lettlandi og svo Stokkhólms, strax í dag. Fyrri fundurinn er á vegum NATO og hinn á vegum ÖSE. Þórdís segist hafa lagt á það áherslu að fá utanríkisráðuneytið.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Lyklavaktin á Vísi: Nýtt fólk mætir í brúna í sjö ráðuneytum Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Í dag er komið að formlegum lyklaskiptum í hinum ýmsu ráðuneytum en mikil hreyfing er á ráðherrastólum í ríkisstjórninni. 29. nóvember 2021 08:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Lyklavaktin á Vísi: Nýtt fólk mætir í brúna í sjö ráðuneytum Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Í dag er komið að formlegum lyklaskiptum í hinum ýmsu ráðuneytum en mikil hreyfing er á ráðherrastólum í ríkisstjórninni. 29. nóvember 2021 08:35