Foringjarnir: Töluðu fyrst við Baumruk eftir landsleik Tékka í Höllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2021 12:00 Petr Baumruk í sjónvarpsviðtali eftir að hann varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn vorið 2000. Skjámynd/S2 Sport Þorgeir Haraldsson, formaður Handknattleiksdeildar Hauka, var nýjasti gestur Henrys Birgis Gunnarssonar í Foringjunum á Stöð 2 Sport en í þáttunum er rætt við menn sem hafa gefið mikið af sér og verið lengi í áhrifastöðum hjá íslenskum íþróttafélögunum. Þorgeir hefur verið í fararbroddi í starfi Hauka í meira en þrjá áratugi og á þeim tíma urðu Haukarnir að stórveldi í íslenskum handbolta. Petr Baumruk átti mikinn þátt í uppkomu Hauka á tíunda áratug síðustu aldar en hann kom til Íslands árið 1990 og með hann í leiðtogahlutverki unnu Haukarnir sína fyrstu titla í langan tíma. Henry Birgir spurðu Þorgeir út í Baumruk. Þorgeir Haraldsson, formaður Handknattleiksdeildar Hauka, í viðtalinu við Henry Birgi.Skjámynd/S2 Sport „Þú ert orðinn formaður 1989 og þið eruð að byrja að byggja upp liðið. Hvaða áhrif hafði það á félagið að fá til svona stórt nafn í handboltanum eins og Petr Baumruk var á þessum tíma Þetta voru skilaboð,“ spurði Henry Birgir. „Aðdragandinn að þessu er svolítið sniðugur,“ sagði Þorgeir Haraldsson og nefnir til leiks Gunnar Einarsson, fyrrverandi markvörður en hann var einn af þessum hóp sem stóðu að baki uppkomu Haukanna. Viggó Sigurðsson var þarna þjálfari Haukaliðsins. „Það var landsleikur inn í Höll við Tékka. Við ákváðum að fara og sjá hvort við sæjum ekki einhvern leikmann. Viggó var búinn að „spotta“ Petr eftir korter,“ sagði Þorgeir. „Það var ekkert beðið heldur farið niður eftir leik og talað við karlinn. Hann kunni minna en ekkert í ensku og við reyndum að tala saman á handboltaþýsku. Þarna komumst við í samband við hann og eftir það voru símhringingar og svo farið út og gengið frá,“ sagði Þorgeir. „Karlinn kom hingað og er núna húsvörður hér niðri,“ sagði Þorgeir hlæjandi. Baumruk kom til Haukanna sumarið 1990 og lék með þeim í rúma áratug. Það var stór stund þegar liðið varð bikarmeistari 1997 og enn stærri þegar fyrsti Íslandsmeistaratitilinn vannst vorið 2000. Petr Baumruk náði að verða tvisvar Íslandsmeistari með Haukum (2000 og 2001) og sonur hans Adam Haukur Baumruk, er að spila með Haukaliðinu í dag. „Hann kemur með þennan atvinnumanna kúltúr hérna inn. Hann var algjör æfingafíkill og hann var íþróttamaður Tékkóslóvakíu á þessum tíma. Hann hjálpaði að ýta okkar fólki í áttina að meiri fagmennsku,“ sagði Þorgeir. Það má finna þetta myndbrot um komu Petr Baumruk hér fyrir neðan. Klippa: Foringjarnir: Koma Petr Baumruk til Hauka Íslenski handboltinn Haukar Olís-deild karla Foringjarnir Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira
Þorgeir hefur verið í fararbroddi í starfi Hauka í meira en þrjá áratugi og á þeim tíma urðu Haukarnir að stórveldi í íslenskum handbolta. Petr Baumruk átti mikinn þátt í uppkomu Hauka á tíunda áratug síðustu aldar en hann kom til Íslands árið 1990 og með hann í leiðtogahlutverki unnu Haukarnir sína fyrstu titla í langan tíma. Henry Birgir spurðu Þorgeir út í Baumruk. Þorgeir Haraldsson, formaður Handknattleiksdeildar Hauka, í viðtalinu við Henry Birgi.Skjámynd/S2 Sport „Þú ert orðinn formaður 1989 og þið eruð að byrja að byggja upp liðið. Hvaða áhrif hafði það á félagið að fá til svona stórt nafn í handboltanum eins og Petr Baumruk var á þessum tíma Þetta voru skilaboð,“ spurði Henry Birgir. „Aðdragandinn að þessu er svolítið sniðugur,“ sagði Þorgeir Haraldsson og nefnir til leiks Gunnar Einarsson, fyrrverandi markvörður en hann var einn af þessum hóp sem stóðu að baki uppkomu Haukanna. Viggó Sigurðsson var þarna þjálfari Haukaliðsins. „Það var landsleikur inn í Höll við Tékka. Við ákváðum að fara og sjá hvort við sæjum ekki einhvern leikmann. Viggó var búinn að „spotta“ Petr eftir korter,“ sagði Þorgeir. „Það var ekkert beðið heldur farið niður eftir leik og talað við karlinn. Hann kunni minna en ekkert í ensku og við reyndum að tala saman á handboltaþýsku. Þarna komumst við í samband við hann og eftir það voru símhringingar og svo farið út og gengið frá,“ sagði Þorgeir. „Karlinn kom hingað og er núna húsvörður hér niðri,“ sagði Þorgeir hlæjandi. Baumruk kom til Haukanna sumarið 1990 og lék með þeim í rúma áratug. Það var stór stund þegar liðið varð bikarmeistari 1997 og enn stærri þegar fyrsti Íslandsmeistaratitilinn vannst vorið 2000. Petr Baumruk náði að verða tvisvar Íslandsmeistari með Haukum (2000 og 2001) og sonur hans Adam Haukur Baumruk, er að spila með Haukaliðinu í dag. „Hann kemur með þennan atvinnumanna kúltúr hérna inn. Hann var algjör æfingafíkill og hann var íþróttamaður Tékkóslóvakíu á þessum tíma. Hann hjálpaði að ýta okkar fólki í áttina að meiri fagmennsku,“ sagði Þorgeir. Það má finna þetta myndbrot um komu Petr Baumruk hér fyrir neðan. Klippa: Foringjarnir: Koma Petr Baumruk til Hauka
Íslenski handboltinn Haukar Olís-deild karla Foringjarnir Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira