Nýir ráðherrar fengu ekki bara lykla Eiður Þór Árnason skrifar 29. nóvember 2021 08:35 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lét ekki duga að afhenda Jóni Gunnarssyni lyklana að dómsmálaráðuneytinu. Hann fékk sömuleiðis Frelsið eftir John Stuart Mill sem Áslaug heldur mikið upp á. Vísir/Vilhelm Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Í morgun fóru svo fram formleg lyklaskipti í hinum ýmsu ráðuneytum en mikil hreyfing er á ráðherrastólum. Dagskráin hófst upp úr klukkan níu þegar Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók við lyklunum af Svandísi Svavarsdóttur í heilbrigðisráðuneytinu í Skógarhlíð. Willum Þór kemur nýr inn í ríkisstjórnina en Svandís færir sig yfir í matvæla-, sjávarútvegs-, og landbúnaðarráðuneytið. Næst mætti Guðmundur Ingi Guðbrandsson til Ásmundar Einars Daðasonar og fékk lyklana að félags- og atvinnumálaráðuneytinu. Í utanríkisráðuneytinu rétti Guðlaugur Þór Þórðarson samflokkskonu sinni Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur nýtt lyklakort. Að lokinni tölu þeirra beggja þurftu reyndar ljósmyndarar og fréttamenn að minna á afhendingu kortsins. Þórdís ræddi við fréttastofu og sagðist hafa lagt á það áherslu að fá utanríkisráðuneytið til sín. Menntamálin eru nú komin í tvö aðskilin ráðuneyti sem verða annars vegar á forræði Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, nýsköpunar-, iðnaðar- og háskólaráðherra, og hins vegar Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Lilja Alfreðsdóttir, fráfarandi mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti þeim sérstaka menntabolla við þetta tilefni. Bæði Áslaug Arna og Ásmundur Einar segjast vera spennt fyrir því að taka við nýjum verkefnum. Kristján Þór Júlíusson kveður nú stjórnmálin og afhenti Svandísi Svavarsdóttur aðganginn að nýju matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti. Kristján sagðist stíga feginn inn í frelsið og hyggst endurnýja skipstjórnarréttindin. Svandís Svavarsdóttir sagði að það sé smá léttir að fara úr heilbrigðisráðuneytinu en þó bíði hennar krefjandi verkefni á nýjum vettvangi. Næst fylgdust fréttamenn með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur afhenda Jóni Gunnarssyni lyklana að dómsmálaráðuneytinu. Samhliða því fékk hann bókina Frelsið eftir John Stuart Mill sem Áslaug sagði mikilvægt að halda til haga. Að lokum tók Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi utanríkisráðherra, við umhverfisráðuneytinu. Hann segist alltaf hafa horft til umhverfismála á sínum stjórnmálaferli og að málaflokkurinn sé klárlega stærsta hagsmunamál Íslendinga. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dagskráin hófst upp úr klukkan níu þegar Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók við lyklunum af Svandísi Svavarsdóttur í heilbrigðisráðuneytinu í Skógarhlíð. Willum Þór kemur nýr inn í ríkisstjórnina en Svandís færir sig yfir í matvæla-, sjávarútvegs-, og landbúnaðarráðuneytið. Næst mætti Guðmundur Ingi Guðbrandsson til Ásmundar Einars Daðasonar og fékk lyklana að félags- og atvinnumálaráðuneytinu. Í utanríkisráðuneytinu rétti Guðlaugur Þór Þórðarson samflokkskonu sinni Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur nýtt lyklakort. Að lokinni tölu þeirra beggja þurftu reyndar ljósmyndarar og fréttamenn að minna á afhendingu kortsins. Þórdís ræddi við fréttastofu og sagðist hafa lagt á það áherslu að fá utanríkisráðuneytið til sín. Menntamálin eru nú komin í tvö aðskilin ráðuneyti sem verða annars vegar á forræði Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, nýsköpunar-, iðnaðar- og háskólaráðherra, og hins vegar Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Lilja Alfreðsdóttir, fráfarandi mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti þeim sérstaka menntabolla við þetta tilefni. Bæði Áslaug Arna og Ásmundur Einar segjast vera spennt fyrir því að taka við nýjum verkefnum. Kristján Þór Júlíusson kveður nú stjórnmálin og afhenti Svandísi Svavarsdóttur aðganginn að nýju matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti. Kristján sagðist stíga feginn inn í frelsið og hyggst endurnýja skipstjórnarréttindin. Svandís Svavarsdóttir sagði að það sé smá léttir að fara úr heilbrigðisráðuneytinu en þó bíði hennar krefjandi verkefni á nýjum vettvangi. Næst fylgdust fréttamenn með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur afhenda Jóni Gunnarssyni lyklana að dómsmálaráðuneytinu. Samhliða því fékk hann bókina Frelsið eftir John Stuart Mill sem Áslaug sagði mikilvægt að halda til haga. Að lokum tók Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi utanríkisráðherra, við umhverfisráðuneytinu. Hann segist alltaf hafa horft til umhverfismála á sínum stjórnmálaferli og að málaflokkurinn sé klárlega stærsta hagsmunamál Íslendinga. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira