„Það er skelfilegt að vera með slasað dýr í höndunum og geta ekkert gert“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. nóvember 2021 21:04 Ester Júlía Olgeirsdóttir krefur Matvælastofnun svara. Stöð 2/Bjarni Kona sem reyndi ítrekað að ná í neyðarnúmer dýralækna um síðustu helgi þegar hundur hennar slasaðist alvarlega kallar eftir svörum frá Matvælastofnun. Hún segir óásættanlegt að fólk þurfi að horfa upp á dýr sitt þjást. Varaleið þurfi að standa til boða ef neyðarvakt svarar ekki. Ester Júlía Olgeirsdóttir lenti í því síðastliðinn sunnudag að hundurinn hennar, Lúkas, slasaðist alvarlega. Þegar hún reyndi að hringja í neyðarnúmerdýralækna svaraði aftur á móti enginn, þrátt fyrir að dýralæknir eigi að vera á vakt. Hún lýsir því að bæði hún og sambýlismaður hennar hafi ítrekað reynt að ná sambandi en þegar það gekk ekki gengu þau niður listann yfir dýralækna á höfuðborgarsvæðinu. Eftir þó nokkur símtöl, þar sem flestir bentu aftur á neyðarnúmerið, gat einn dýralæknir tekið á móti hundinum. „Við fórum með hann til hennar en það var ekkert annað í stöðunni en að svæfa dýrið. Þetta var mjög erfiður dagur,“ segir Ester en hún furðar sig á því að dýralæknir á neyðarvakt svari ekki símanum. „Það getur vel verið að þetta eigi sér einhverja góða skýringu en þetta er ekki boðlegt að mínu mati.“ Svæfa þurfti hundinn Lúkas.Stöð 2/Bjarni Hún heyrði af sambærilegu máli þennan sama dag þar sem kona með kött reyndi ítrekað að ná sambandi við dýralækni á vakt um nóttina. „Hún reyndi margoft og á endanum hringdi hún í dýralækni úti á landi, en auðvitað gengur það ekkert upp,“ segir Ester. Sjálf tilkynnti Ester málið til Matvælastofnunar en segist ekki hafa nein svör enn sem komið er. Héraðsdýralæknir MAST í Suðvesturumdæmi staðfesti í samtali við fréttastofu að málið væri til skoðunar en það væri afar sjaldgæft að svona komi upp. Mikið álag væri á dýralæknum á þessum neyðarvöktum sem gæti skýrt af hverju dýralæknir svaraði ekki. „Ég vil að þetta verði bætt, því það er skelfilegt að vera með slasað dýr í höndunum og geta ekkert gert. Það er bara alveg hræðilegt,“ segir Ester. „Þannig að ég vil að þeir finni einhverja lausn, alla vega varaleið sem tekur við ef að dýralæknir er upptekinn.“ Gæludýr Hundar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Reyndu ítrekað að ná í neyðarvakt dýralækna án árangurs Dæmi komu upp um síðustu helgi þar sem ekki náðist í neyðarnúmer dýralækna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Héraðsdýralæknir hjá Matvælastofnun segir að málið sé til skoðunar en segir gríðarlega mikið álag á vöktunum mögulega skýringu. 28. nóvember 2021 12:30 Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Ester Júlía Olgeirsdóttir lenti í því síðastliðinn sunnudag að hundurinn hennar, Lúkas, slasaðist alvarlega. Þegar hún reyndi að hringja í neyðarnúmerdýralækna svaraði aftur á móti enginn, þrátt fyrir að dýralæknir eigi að vera á vakt. Hún lýsir því að bæði hún og sambýlismaður hennar hafi ítrekað reynt að ná sambandi en þegar það gekk ekki gengu þau niður listann yfir dýralækna á höfuðborgarsvæðinu. Eftir þó nokkur símtöl, þar sem flestir bentu aftur á neyðarnúmerið, gat einn dýralæknir tekið á móti hundinum. „Við fórum með hann til hennar en það var ekkert annað í stöðunni en að svæfa dýrið. Þetta var mjög erfiður dagur,“ segir Ester en hún furðar sig á því að dýralæknir á neyðarvakt svari ekki símanum. „Það getur vel verið að þetta eigi sér einhverja góða skýringu en þetta er ekki boðlegt að mínu mati.“ Svæfa þurfti hundinn Lúkas.Stöð 2/Bjarni Hún heyrði af sambærilegu máli þennan sama dag þar sem kona með kött reyndi ítrekað að ná sambandi við dýralækni á vakt um nóttina. „Hún reyndi margoft og á endanum hringdi hún í dýralækni úti á landi, en auðvitað gengur það ekkert upp,“ segir Ester. Sjálf tilkynnti Ester málið til Matvælastofnunar en segist ekki hafa nein svör enn sem komið er. Héraðsdýralæknir MAST í Suðvesturumdæmi staðfesti í samtali við fréttastofu að málið væri til skoðunar en það væri afar sjaldgæft að svona komi upp. Mikið álag væri á dýralæknum á þessum neyðarvöktum sem gæti skýrt af hverju dýralæknir svaraði ekki. „Ég vil að þetta verði bætt, því það er skelfilegt að vera með slasað dýr í höndunum og geta ekkert gert. Það er bara alveg hræðilegt,“ segir Ester. „Þannig að ég vil að þeir finni einhverja lausn, alla vega varaleið sem tekur við ef að dýralæknir er upptekinn.“
Gæludýr Hundar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Reyndu ítrekað að ná í neyðarvakt dýralækna án árangurs Dæmi komu upp um síðustu helgi þar sem ekki náðist í neyðarnúmer dýralækna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Héraðsdýralæknir hjá Matvælastofnun segir að málið sé til skoðunar en segir gríðarlega mikið álag á vöktunum mögulega skýringu. 28. nóvember 2021 12:30 Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Reyndu ítrekað að ná í neyðarvakt dýralækna án árangurs Dæmi komu upp um síðustu helgi þar sem ekki náðist í neyðarnúmer dýralækna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Héraðsdýralæknir hjá Matvælastofnun segir að málið sé til skoðunar en segir gríðarlega mikið álag á vöktunum mögulega skýringu. 28. nóvember 2021 12:30