Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. nóvember 2021 17:35 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir margt enn óljóst um nýjasta afbrigði kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. Heilbrigðisráðuneytið tilkynnti hertar aðgerðir á landamærunum í gær vegna Ómíkron-afbrigðisins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að um sé að ræða fyrstu skrefin á meðan væri verið að afla frekari upplýsinga. „Þetta eru bara fyrstu aðgerðir meðan að verið er að átta sig betur á þessu nýja afbrigði, hvernig það er, hvernig það hegðar sér og hvers er að vænta af því, að reyna að koma í veg fyrir að það komi inn í landið með þessum ráðstöfunum,“ segir Þórólfur. Það muni síðan skýrast á næstu dögum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða. „Það fer bara eftir þeim upplýsingum sem berast erlendis frá um eðli þessa afbrigðis og hvernig það er, er þetta til dæmis afbrigði sem kemst undan bóluefnunum? Við fáum sennilega ekki svör við því fyrr en eftir svona tvær vikur eða svo,“ segir Þórólfur. Afbrigðið hefur nú greinst í nokkrum löndum utan Suður-Afríku, þar sem veiran greindist fyrst, til að mynda Ítalíu, Þýskalandi, Bretlandi, og Ástralíu. Tilfellin innan Evrópu hafa verið að greinast síðustu daga og er grunur um að afbrigðið sé í raun komið til fleiri landa. Þórólfur vísar til þess að Ísland hafi fengið öll önnur afbrigði veirunnar og því mögulegt að nýja afbrigðið greinist einnig hér. „Ef að við höfum góð tök á landamærunum, tökum sýni og setjum fólk í sóttkví, þá ætti okkur alla vega að takast að hamla því eins mikið og mögulegt er. En síðan verðum við bara að sjá hvað gerist,“ segir Þórólfur. Það sem virðist valda mestum áhyggjum er fjöldi stökkbreytinga sem afbrigðið er með, sem eru alls 32 talsins. Hröð útbreiðsla virðist einnig benda til þess að afbrigðið sé meira smitandi en fyrri afbrigði, þó það hafi ekki verið staðfest. „Þetta er bara ekki alveg vitað núna og það er kannski ekki rétt að fara mikið fram úr sér heldur bara að ræða þær staðreyndir sem liggja fyrir. Þær eru akkúrat þessar eins og staðan er núna, að það virðist vera meira smitandi, en meira er ekki svo sem vitað á þessum tímapunkti,“ segir Þórólfur. Hann segir mikilvægt að brugðist sé hratt við og vonast til að hægt sé að nýta sömu aðgerðir og yfirvöld hafa gert síðastliðin tvö ár, ef til þess kemur. Þá eigi það eftir að skýrast hvort bóluefnin veiti nægilega vernd. „En meðan við vitum það ekki nákvæmlega þá þurfum við bara að halda áfram að bólusetja. Við verðum líka að halda áfram að verja okkur gegn þessu Delta afbrigði sem að er allsráðandi hér og í Evrópu, það má ekki gleyma því,“ segir Þórólfur. „Það er bara komin ný á sem að við þurfum að fara yfir, það er bara þannig.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Tengdar fréttir Ómíkron greinist í Ástralíu og WHO gagnrýnir auðugri þjóðir heims Yfirvöld í Ástralíu hafa staðfest að tveir íbúar eru smitaðir af ómíkron-afbrigði Covid-19. Báðir voru að koma til landsins erlendis frá og eru fullbólusettir. Fólkið er nýkomið frá Suður-Afríku og greindist smitað í sóttkví í Sydney, höfuðborg Ástralíu. 28. nóvember 2021 12:00 Kári um Ómíkron: „Viðbrögðin langt umfram það sem gögnin gefa tilefni til“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að Íslendingar ættu að draga andann djúpt þegar kemur að Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Engin gögn hafi komið fram sem sýni að það sé hættulegra en önnur afbrigði veirunnar. 28. nóvember 2021 11:34 Engum nema Ísraelum hleypt til Ísrael vegna Ómíkrons-afbrigðisins Yfirvöld í Ísrael munu banna öllum útlendingum að koma til landsins næstu tvær vikurnar vegna Ómíkrons-afbrigðis kórónuveirunnar, að því er miðlar þar í landi halda fram. 28. nóvember 2021 07:38 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið tilkynnti hertar aðgerðir á landamærunum í gær vegna Ómíkron-afbrigðisins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að um sé að ræða fyrstu skrefin á meðan væri verið að afla frekari upplýsinga. „Þetta eru bara fyrstu aðgerðir meðan að verið er að átta sig betur á þessu nýja afbrigði, hvernig það er, hvernig það hegðar sér og hvers er að vænta af því, að reyna að koma í veg fyrir að það komi inn í landið með þessum ráðstöfunum,“ segir Þórólfur. Það muni síðan skýrast á næstu dögum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða. „Það fer bara eftir þeim upplýsingum sem berast erlendis frá um eðli þessa afbrigðis og hvernig það er, er þetta til dæmis afbrigði sem kemst undan bóluefnunum? Við fáum sennilega ekki svör við því fyrr en eftir svona tvær vikur eða svo,“ segir Þórólfur. Afbrigðið hefur nú greinst í nokkrum löndum utan Suður-Afríku, þar sem veiran greindist fyrst, til að mynda Ítalíu, Þýskalandi, Bretlandi, og Ástralíu. Tilfellin innan Evrópu hafa verið að greinast síðustu daga og er grunur um að afbrigðið sé í raun komið til fleiri landa. Þórólfur vísar til þess að Ísland hafi fengið öll önnur afbrigði veirunnar og því mögulegt að nýja afbrigðið greinist einnig hér. „Ef að við höfum góð tök á landamærunum, tökum sýni og setjum fólk í sóttkví, þá ætti okkur alla vega að takast að hamla því eins mikið og mögulegt er. En síðan verðum við bara að sjá hvað gerist,“ segir Þórólfur. Það sem virðist valda mestum áhyggjum er fjöldi stökkbreytinga sem afbrigðið er með, sem eru alls 32 talsins. Hröð útbreiðsla virðist einnig benda til þess að afbrigðið sé meira smitandi en fyrri afbrigði, þó það hafi ekki verið staðfest. „Þetta er bara ekki alveg vitað núna og það er kannski ekki rétt að fara mikið fram úr sér heldur bara að ræða þær staðreyndir sem liggja fyrir. Þær eru akkúrat þessar eins og staðan er núna, að það virðist vera meira smitandi, en meira er ekki svo sem vitað á þessum tímapunkti,“ segir Þórólfur. Hann segir mikilvægt að brugðist sé hratt við og vonast til að hægt sé að nýta sömu aðgerðir og yfirvöld hafa gert síðastliðin tvö ár, ef til þess kemur. Þá eigi það eftir að skýrast hvort bóluefnin veiti nægilega vernd. „En meðan við vitum það ekki nákvæmlega þá þurfum við bara að halda áfram að bólusetja. Við verðum líka að halda áfram að verja okkur gegn þessu Delta afbrigði sem að er allsráðandi hér og í Evrópu, það má ekki gleyma því,“ segir Þórólfur. „Það er bara komin ný á sem að við þurfum að fara yfir, það er bara þannig.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Tengdar fréttir Ómíkron greinist í Ástralíu og WHO gagnrýnir auðugri þjóðir heims Yfirvöld í Ástralíu hafa staðfest að tveir íbúar eru smitaðir af ómíkron-afbrigði Covid-19. Báðir voru að koma til landsins erlendis frá og eru fullbólusettir. Fólkið er nýkomið frá Suður-Afríku og greindist smitað í sóttkví í Sydney, höfuðborg Ástralíu. 28. nóvember 2021 12:00 Kári um Ómíkron: „Viðbrögðin langt umfram það sem gögnin gefa tilefni til“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að Íslendingar ættu að draga andann djúpt þegar kemur að Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Engin gögn hafi komið fram sem sýni að það sé hættulegra en önnur afbrigði veirunnar. 28. nóvember 2021 11:34 Engum nema Ísraelum hleypt til Ísrael vegna Ómíkrons-afbrigðisins Yfirvöld í Ísrael munu banna öllum útlendingum að koma til landsins næstu tvær vikurnar vegna Ómíkrons-afbrigðis kórónuveirunnar, að því er miðlar þar í landi halda fram. 28. nóvember 2021 07:38 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Ómíkron greinist í Ástralíu og WHO gagnrýnir auðugri þjóðir heims Yfirvöld í Ástralíu hafa staðfest að tveir íbúar eru smitaðir af ómíkron-afbrigði Covid-19. Báðir voru að koma til landsins erlendis frá og eru fullbólusettir. Fólkið er nýkomið frá Suður-Afríku og greindist smitað í sóttkví í Sydney, höfuðborg Ástralíu. 28. nóvember 2021 12:00
Kári um Ómíkron: „Viðbrögðin langt umfram það sem gögnin gefa tilefni til“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að Íslendingar ættu að draga andann djúpt þegar kemur að Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Engin gögn hafi komið fram sem sýni að það sé hættulegra en önnur afbrigði veirunnar. 28. nóvember 2021 11:34
Engum nema Ísraelum hleypt til Ísrael vegna Ómíkrons-afbrigðisins Yfirvöld í Ísrael munu banna öllum útlendingum að koma til landsins næstu tvær vikurnar vegna Ómíkrons-afbrigðis kórónuveirunnar, að því er miðlar þar í landi halda fram. 28. nóvember 2021 07:38
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent