Funda stíft um stjórnarsáttmálann í dag Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. nóvember 2021 13:30 Ný ríkisstjórn mun væntanlega líta dagsins ljós á morgun. Vísir/Vilhelm Stofnanir stjórnarflokkanna funda í dag þar sem stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar verður kynntur. Eftir þingflokksfund stjórnarflokkanna á morgun verður stjórnarsáttmálinn síðan kynntur opinberlega en formenn stjórnarflokkanna hafa lítið viljað gefa upp um innihald hans. Áætlað er að nýr stjórnarsáttmáli líti dagsins ljós á morgun en stofnanir stjórnarflokkanna funda saman núna síðdegis til að fara yfir málin. Vinstri græn munu funda klukkan 14:00 en fundir Sjálfstæðisflokksins verða tvískiptir. Annars vegar hefst þingflokksfundur núna klukkan 13:30 og klukkan 15 hefst flokksráðsfundur en um er að ræða bæði fjar- og staðfundi. Framsóknarflokkurinn fundar einnig í dag en um er að ræða fjarfundi að mestu sem hefjast klukkan 15. Þingmenn funda þó í persónu. Eftir þingflokksfund stjórnarflokkanna á morgun mun til að mynda koma í ljós hvort ráðherrum verður fjölgað um einn og nýtt innviðaráðuneyti stofnað en líklegt er að svo verði. Síðasta ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, var skipuð fimm ráðherrum Sjálfstæðisflokks, þremur frá Framsóknarflokki og þremur frá Vinstri grænum. Framsókn bætti þó við sig fimm þingmönnum eftir kosningarnar í september á meðan Vinstri græn misstu þrjá þingmenn. Mun það skýrast á morgun hvernig ráðuneytin skiptast í hinni nýju ríkisstjórn. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vildi lítið gefa upp um innihald stjórnarsáttmálans í gær. Sagði hann að um var að ræða spennandi verkefni en að þrír væru í þessu sambandi sem öll þyrftu að taka tillit til hvers annars. Katrín Jakobsdóttir vildi sömuleiðis lítið gefa upp um innihald stjórnarsáttmálans en hún sagði hann bera þess merki að flokkarnir væru búnir að vinna saman í fjögur ár. Að sögn Katrínar er áætlað að stefnuræða forsætisráðherra verði flutt á miðvikudag. Þá verður fjárlagafrumvarpinu líklega dreift á þriðjudag og það tekið til umræðu þann 1. desember. Aðspurð um hvort það hefði tekið skemmri tíma að mynda ríkisstjórn ef ekki væri fyrir ferlið sem fór af stað í kringum kosningarnar í Norðvesturkjördæmi segir Katrín svo vera. „Við hefðum geta verið fyrr á ferð, alveg tvímælalaust, en við vorum öll sammála að það væri mikilvægt að þingið kæmist að niðurstöðu og það væri hreinlega ekki rétt að stofna til ríkisstjórnar,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Ætla að kynna nýja ríkisstjórn á sunnudaginn Formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ætla að funda með lykilfólki í flokkunum sínum á morgun og kynna fyrir þeim stjórnarsáttmála. Leggi þeir blessun sína yfir stjórnarsáttmálann verður hann kynntur fyrir þjóðinni á sunnudag. 26. nóvember 2021 13:57 Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Áætlað er að nýr stjórnarsáttmáli líti dagsins ljós á morgun en stofnanir stjórnarflokkanna funda saman núna síðdegis til að fara yfir málin. Vinstri græn munu funda klukkan 14:00 en fundir Sjálfstæðisflokksins verða tvískiptir. Annars vegar hefst þingflokksfundur núna klukkan 13:30 og klukkan 15 hefst flokksráðsfundur en um er að ræða bæði fjar- og staðfundi. Framsóknarflokkurinn fundar einnig í dag en um er að ræða fjarfundi að mestu sem hefjast klukkan 15. Þingmenn funda þó í persónu. Eftir þingflokksfund stjórnarflokkanna á morgun mun til að mynda koma í ljós hvort ráðherrum verður fjölgað um einn og nýtt innviðaráðuneyti stofnað en líklegt er að svo verði. Síðasta ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, var skipuð fimm ráðherrum Sjálfstæðisflokks, þremur frá Framsóknarflokki og þremur frá Vinstri grænum. Framsókn bætti þó við sig fimm þingmönnum eftir kosningarnar í september á meðan Vinstri græn misstu þrjá þingmenn. Mun það skýrast á morgun hvernig ráðuneytin skiptast í hinni nýju ríkisstjórn. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vildi lítið gefa upp um innihald stjórnarsáttmálans í gær. Sagði hann að um var að ræða spennandi verkefni en að þrír væru í þessu sambandi sem öll þyrftu að taka tillit til hvers annars. Katrín Jakobsdóttir vildi sömuleiðis lítið gefa upp um innihald stjórnarsáttmálans en hún sagði hann bera þess merki að flokkarnir væru búnir að vinna saman í fjögur ár. Að sögn Katrínar er áætlað að stefnuræða forsætisráðherra verði flutt á miðvikudag. Þá verður fjárlagafrumvarpinu líklega dreift á þriðjudag og það tekið til umræðu þann 1. desember. Aðspurð um hvort það hefði tekið skemmri tíma að mynda ríkisstjórn ef ekki væri fyrir ferlið sem fór af stað í kringum kosningarnar í Norðvesturkjördæmi segir Katrín svo vera. „Við hefðum geta verið fyrr á ferð, alveg tvímælalaust, en við vorum öll sammála að það væri mikilvægt að þingið kæmist að niðurstöðu og það væri hreinlega ekki rétt að stofna til ríkisstjórnar,“ segir Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Ætla að kynna nýja ríkisstjórn á sunnudaginn Formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ætla að funda með lykilfólki í flokkunum sínum á morgun og kynna fyrir þeim stjórnarsáttmála. Leggi þeir blessun sína yfir stjórnarsáttmálann verður hann kynntur fyrir þjóðinni á sunnudag. 26. nóvember 2021 13:57 Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Ætla að kynna nýja ríkisstjórn á sunnudaginn Formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ætla að funda með lykilfólki í flokkunum sínum á morgun og kynna fyrir þeim stjórnarsáttmála. Leggi þeir blessun sína yfir stjórnarsáttmálann verður hann kynntur fyrir þjóðinni á sunnudag. 26. nóvember 2021 13:57
Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35