Fyrrverandi leikmaður Tottenham segir leikmenn liðsins hafa verið sér til skammar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. nóvember 2021 07:01 Ryan Sessegnon fékk að líta rauða spjaldið gegn NS Mura í gær, en O'Hara lét nánast hvern einn og einasta leikmann liðsins heyra það eftir leikinn. Tottenham Hotspur FC/Tottenham Hotspur FC via Getty Images Jamie O'Hara, fyrrverandi leikmaður Tottenham Hotspur og núverandi sparkspekingur, segir að margir af leikmönnum liðsins hafi verið sér til skammar þegar liðið tapaði 2-1 gegn slóvenska liðinu NS Mura í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöldi. Tottenham lenti undir snemma leiks og þurfti svo að spila seinasta klukkutíman manni færri eftir að Ryan Sessegnon fékk að líta sitt annað gula spjald. Harry Kane virtist hafa bjargað stigi fyrir Tottenham, en heimamenn stálu sigrinum með seinustu spyrnu leiksins. Tottenham þarf því á sigri að halda gegn toppliði Rennes í lokaumferðinni til að komast í útslattakeppnina á markatölu. „Þetta er lið í slóvensku efstu deildinni og ég myndi búast við að utandeildarlið frá Englandi myndi gefa þeim leik,“ sagði O'Hara í settinu hjá Sky Sports. „Þetta var til skammar, og sumir af þessum leikmönnum - ég skal nefna þá - (Matt) Doherty, (Tanguy) Ndombele, Dele Alli og Davinson Sanchez voru gjörsamlega hræðilegir. Margir af þeim ættu ekki að fá að klæðast Tottenham-treyju aftur finnst mér.“ O'Hara var langt frá því að vera hættur og velti því meðal annars fyrir sér hvort leikmenn Tottenham hafi litið svo á að þeir væru yfir þennan leik hafnir. „Þetta er Evrópuleikur sem þú þarft að vinna og þú vilt sanna þig fyrir nýja þjálfaranum, Atnonio Conte. Þú verður að mæta og gefa allt sem þú átt og eiga frábæran leik til að láta þjálfarann vita að þú viljir vera hluti af þessum nýju tímum hjá félaginu. Það er ekki einn einasti elikmaður sem á skilið lof fyrir þennan leik.“ „Þetta var hræðileg frammistaða. Þessir leikmenn eru röltandi um völlinn eins og þeir séu að hugsa að þeir séu of góðir til að spila þennan leik.“ „Þetta var algjörlega til skammar frá sumum þarna. Ef Conte gerir ekki stórar breytingar - losið þá frá klúbbnum, losið ykkur við þá, losnið við þá af launaskránni - við viljum þá ekki. Þetta var ömurlegt,“ sagði O'Hara að lokum. 🗣 "They shouldn't wear a Spurs shirt again in my opinion."A rollercoaster of an evening for Jamie O'Hara as #THFC are beaten by the lowest-ranked team in the Europa Conference League 🤯 pic.twitter.com/IJIJeOdqva— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 25, 2021 Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira
Tottenham lenti undir snemma leiks og þurfti svo að spila seinasta klukkutíman manni færri eftir að Ryan Sessegnon fékk að líta sitt annað gula spjald. Harry Kane virtist hafa bjargað stigi fyrir Tottenham, en heimamenn stálu sigrinum með seinustu spyrnu leiksins. Tottenham þarf því á sigri að halda gegn toppliði Rennes í lokaumferðinni til að komast í útslattakeppnina á markatölu. „Þetta er lið í slóvensku efstu deildinni og ég myndi búast við að utandeildarlið frá Englandi myndi gefa þeim leik,“ sagði O'Hara í settinu hjá Sky Sports. „Þetta var til skammar, og sumir af þessum leikmönnum - ég skal nefna þá - (Matt) Doherty, (Tanguy) Ndombele, Dele Alli og Davinson Sanchez voru gjörsamlega hræðilegir. Margir af þeim ættu ekki að fá að klæðast Tottenham-treyju aftur finnst mér.“ O'Hara var langt frá því að vera hættur og velti því meðal annars fyrir sér hvort leikmenn Tottenham hafi litið svo á að þeir væru yfir þennan leik hafnir. „Þetta er Evrópuleikur sem þú þarft að vinna og þú vilt sanna þig fyrir nýja þjálfaranum, Atnonio Conte. Þú verður að mæta og gefa allt sem þú átt og eiga frábæran leik til að láta þjálfarann vita að þú viljir vera hluti af þessum nýju tímum hjá félaginu. Það er ekki einn einasti elikmaður sem á skilið lof fyrir þennan leik.“ „Þetta var hræðileg frammistaða. Þessir leikmenn eru röltandi um völlinn eins og þeir séu að hugsa að þeir séu of góðir til að spila þennan leik.“ „Þetta var algjörlega til skammar frá sumum þarna. Ef Conte gerir ekki stórar breytingar - losið þá frá klúbbnum, losið ykkur við þá, losnið við þá af launaskránni - við viljum þá ekki. Þetta var ömurlegt,“ sagði O'Hara að lokum. 🗣 "They shouldn't wear a Spurs shirt again in my opinion."A rollercoaster of an evening for Jamie O'Hara as #THFC are beaten by the lowest-ranked team in the Europa Conference League 🤯 pic.twitter.com/IJIJeOdqva— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 25, 2021
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira