Héraðsdómur segir málsmeðferð kærunefndarinnar „verulegum annmörkum háð“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. nóvember 2021 08:46 Dómur héraðsóms hefur það í för með sér að kveikt verður aftur á hleðslustöðvunum, sem eru 156 talsins. Orka náttúrunnar Málsmeðferð kærunefndar útboðsmála, þegar hún tók fyrir mál Ísorku gegn Orku náttúrunnar og Reykjavíkurborg, var „verulegum annmörkum háð“. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem ógilti úrskurð nefndarinnar. Niðurstaða dómstólsins varð til þess að Orka náttúrunnar gat aftur opnað 156 svokallaðar „Hverfahleðslur“ fyrir rafbíla. Slökkt var á hleðslustöðvunum þegar kærunefnd útboðsmála komst að þeirri niðurstöðu í júní síðastliðnum að Reykjavíkurborg hefði átt að bjóða út samning um rekstur hleðslustöðvanna á Evrópska efnahagssvæðinu. Samningurinn var úrskurðaður óvirkur og borginni gert að bjóða rekstur stöðvanni út á ný. Í kjölfarið sendi Reykjavíkurborg Orku náttúrunnar erindi þar sem borgaryfirvöld teldu nauðsynlegt að rjúfa straum til hleðslustöðvanna „vegna athugasemda Ísorku“. Komu þar til álita dagsektir sem mögulega yrðu lagðar á borgina. Borgin fór þess á leit við kærunefndina að réttaráhrifum úrskurðarins yrði frestað en því var hafnað. Ekki lagastoð fyrir frumkvæðiskönnun Það var Ísorka sem skaut niðurstöðum útboðs á hleðslustöðvunum til kærunefndar útboðsmála 8. október 2020, sex dögum eftir að Reykjavíkurborg tilkynnti að ákveðið hefði verið að ganga til samninga við ON. Ísorka gerði tvær athugasemdir; að lausn ON uppfyllti ekki útboðsskilmála og að ON væri undir rannsókn hjá Samkeppniseftirlitinu og því hefði borið að vísa fyrirtækinu frá þátttöku í útboðinu. Ísorka gerði jafnframt þrjár kröfur; að ákvörðun borgarinnar um að taka tilboði ON yrði felld úr gildi, að nefndin gæfi álit á mögulegri skaðabótaskyldu borgarinnar gagnvart Ísorku og að nefndin stöðvaði samningsgerð borgarinnar og ON. Kærunefndin byggði úrskurð sinn hins vegar á því að Reykjavíkurborg hefði átt að bjóða samninginn út á Evrópska efnahagssvæðinu, þar sem um sérleyfissamning væri að ræða. Borgin hafði mótmælt því að samningurinn félli undir þá skilgreiningu og fært fyrir því rök að virði hans væri undir viðmiðunarmörkum. Undir þetta tekur héraðsdómur og segir raunar að sú ákvörðun kærunefndarinnar að hefja könnun á umræddu atriði ætti sér ekki lagastoð þar sem hún var gerð „án tilefnis frá kæranda eða í tengslum við kröfugerð hans“. Í dómnum er ítarlega fjallað um lögbundið hlutverk og vald kærunefndarinnar og margsinnis ítrekað að umgjörð þeirra mála sem nefndin hefði til úrlausnar gæti aðeins varðað kæru og kröfugerð stefnanda. Kærunefndin er einnig gagnrýnt fyrir seinagang og rök færð fyrir því að tilgangur hennar sé að úrskurða skjótt um deiluefni, innan þriggja mánaða, en í þessu tilviki hefði hún tekið sér átta mánuði til að skila niðurstöðu. Ályktun nefndarinnar sögð orka tvímælis Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að kærunefndin hefði átt að vísa málinu frá, þar sem málið, eins og Ísorka lagði það fyrir, hefði ekki átt undir hana. Það hefði nefndin hins vegar ekki gert, heldur hafið eigin könnun á því hvort um sérleyfissamning var að ræða. „Ekki verður séð að lagagrundvöllur hafi verið fyrir þeirri könnun nefndarinnar,“ segir í niðurstöðum dómsins. „Í þessum efnum gildir hið fornkveðna, að stjórnsýslan er lögbundin og ákvarðanir aðila sem fara með stjórnsýsluvald verða að styðjast við lög.“ Þá kemst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að Ísorku hafi ekki verið stætt á því að auka við kröfugerð sína líkt og fyrirtækið gerði með erindi sem var dagsett 8. febrúar síðastliðinn, þar sem það vissi af könnun kærunefndarinnar í nóvember 2020. Frestur til að bregðast við hefði þannig verið löngu útrunninn. Kærunefnd hefði borið að vísa viðbótarkröfunum frá en Ísorka krafðist þess meðal annars að samningurinn milli borgarinnar og ON yrði lýstur óvirkur. Þrátt fyrir að hafa úrskurðað að könnun kærunefndarinnar á því hvort Reykjavíkurborg hefði átt að bjóða samninginn út á Evrópska efnahagssvæðinu hefði verið ólögmæt tekur dómurinn samt afstöðu til efnisatriða málsins. Kemst hann að þeirri niðurstöðu að sú ályktun kærunefndarinnar að um hafi verið að ræða sérleyfissamning orki tvímælins þar sem það sé ekki meðal verkefna borgarinnar að reka hleðslustöðvar. Þá hafi kærunefndin ekki haft neinar forsendur til að ákveða hvaða útreikninga ætti að leggja til grundvallar ákvörðun um hvort samningurinn færi yfir viðmiðunarfjárhæðir og að horft hafi verið framhjá skýringum ráðgjafa Reykjavíkurborgar í málinu. „Að framan hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð kærunefndar útboðsmála hafi verið verulegum annmörkum háð. Þar á meðal liggur fyrir að kröfur stefnda Ísorku ehf. sem settar voru fram 8. febrúar 2021 komu of seint fram og að samningsfjárhæð samningsins sem boðinn var út nær ekki lágmarksviðmiði 8. gr. reglugerðar nr. 950/2017. Kærunefnd útboðsmála bar að vísa málinu frá nefndinni en hvor þessara ástæða fyrir sig leiðir sjálfstætt til þeirrar niðurstöðu óháð öðrum annmörkum,“ segir í niðurstöðu dómsins. Dómur héraðsdóms Reykjavíkur. Úrskurður kærunefndar útboðsmála. Vistvænir bílar Samkeppnismál Hleðslustöðvar Tengdar fréttir Munu opna 156 götuhleðslur á ný eftir ógildingu úrskurðar Orka náttúrunnar mun síðar í vikunni opna 156 götuhleðslur á ný eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útboðsmála fyrr í dag. 23. nóvember 2021 14:34 Stefna borginni og vilja að bíleigendur fái að nota stöðvarnar Orka náttúrunnar (ON) hefur stefnt Ísorku og Reykjavíkurborg til að freista þess að fá niðurstöðu kærunefndar útboðsmála fellda úr gildi. Vonast fyrirtækið til að geta opnað 156 götuhleðslur fyrir rafbíla á ný. 26. ágúst 2021 15:44 Áfram slökkt á hleðslustöðvunum: Kærunefnd útboðsmála hafnar endurupptöku Kærunefnd útboðsmála hefur hafnað því að fresta áhrifum úrskurðar síns um ólögmæti útboðs Reykjavíkurborgar á götuhleðslum fyrir rafbíla. Þá hefur nefndin hafnað því að taka málið upp að nýju. 11. ágúst 2021 10:52 „Menn eru ekki á eitt sáttir um þessa niðurstöðu“ Straumur var tekinn af 156 hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík í morgun og býst skrifstofustjóri borgarinnar við því að slökkt verði á stöðvunum út vikuna. Formaður Rafbílasambands Íslands segir þetta hafa töluverð áhrif á rafbílaeigendur og harmar að úrskurðurinn hafi valdið því að slökkva þurfti á stöðvunum. 28. júní 2021 12:16 Borgarstjóri segir bagalegt að slökkva þurfi á hleðslustöðvunum Straumur verður tekinn af 156 hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík á morgun. Óvissa ríkir um hvenær hægt verður að taka stöðvarnar, sem telja meirihluta stöðva sem borgin rekur, aftur í notkun. Borgarstjóri segir málið bagalegt. 27. júní 2021 20:30 Ísorka hafnar ábyrgð á að slökkt verði á hleðlustöðvum Framkvæmdastjóri Ísorku hafnar því að kvörtun fyrirtækisins sé orsök þess að Orka náttúrunnar ætlar að taka straum af á annað hundrað hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík. Hann segir Reykjavíkurborg rót vandans. 25. júní 2021 18:01 Slökkva á 156 götuhleðslum í borginni og kenna Ísorku um Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní. 25. júní 2021 14:32 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Niðurstaða dómstólsins varð til þess að Orka náttúrunnar gat aftur opnað 156 svokallaðar „Hverfahleðslur“ fyrir rafbíla. Slökkt var á hleðslustöðvunum þegar kærunefnd útboðsmála komst að þeirri niðurstöðu í júní síðastliðnum að Reykjavíkurborg hefði átt að bjóða út samning um rekstur hleðslustöðvanna á Evrópska efnahagssvæðinu. Samningurinn var úrskurðaður óvirkur og borginni gert að bjóða rekstur stöðvanni út á ný. Í kjölfarið sendi Reykjavíkurborg Orku náttúrunnar erindi þar sem borgaryfirvöld teldu nauðsynlegt að rjúfa straum til hleðslustöðvanna „vegna athugasemda Ísorku“. Komu þar til álita dagsektir sem mögulega yrðu lagðar á borgina. Borgin fór þess á leit við kærunefndina að réttaráhrifum úrskurðarins yrði frestað en því var hafnað. Ekki lagastoð fyrir frumkvæðiskönnun Það var Ísorka sem skaut niðurstöðum útboðs á hleðslustöðvunum til kærunefndar útboðsmála 8. október 2020, sex dögum eftir að Reykjavíkurborg tilkynnti að ákveðið hefði verið að ganga til samninga við ON. Ísorka gerði tvær athugasemdir; að lausn ON uppfyllti ekki útboðsskilmála og að ON væri undir rannsókn hjá Samkeppniseftirlitinu og því hefði borið að vísa fyrirtækinu frá þátttöku í útboðinu. Ísorka gerði jafnframt þrjár kröfur; að ákvörðun borgarinnar um að taka tilboði ON yrði felld úr gildi, að nefndin gæfi álit á mögulegri skaðabótaskyldu borgarinnar gagnvart Ísorku og að nefndin stöðvaði samningsgerð borgarinnar og ON. Kærunefndin byggði úrskurð sinn hins vegar á því að Reykjavíkurborg hefði átt að bjóða samninginn út á Evrópska efnahagssvæðinu, þar sem um sérleyfissamning væri að ræða. Borgin hafði mótmælt því að samningurinn félli undir þá skilgreiningu og fært fyrir því rök að virði hans væri undir viðmiðunarmörkum. Undir þetta tekur héraðsdómur og segir raunar að sú ákvörðun kærunefndarinnar að hefja könnun á umræddu atriði ætti sér ekki lagastoð þar sem hún var gerð „án tilefnis frá kæranda eða í tengslum við kröfugerð hans“. Í dómnum er ítarlega fjallað um lögbundið hlutverk og vald kærunefndarinnar og margsinnis ítrekað að umgjörð þeirra mála sem nefndin hefði til úrlausnar gæti aðeins varðað kæru og kröfugerð stefnanda. Kærunefndin er einnig gagnrýnt fyrir seinagang og rök færð fyrir því að tilgangur hennar sé að úrskurða skjótt um deiluefni, innan þriggja mánaða, en í þessu tilviki hefði hún tekið sér átta mánuði til að skila niðurstöðu. Ályktun nefndarinnar sögð orka tvímælis Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að kærunefndin hefði átt að vísa málinu frá, þar sem málið, eins og Ísorka lagði það fyrir, hefði ekki átt undir hana. Það hefði nefndin hins vegar ekki gert, heldur hafið eigin könnun á því hvort um sérleyfissamning var að ræða. „Ekki verður séð að lagagrundvöllur hafi verið fyrir þeirri könnun nefndarinnar,“ segir í niðurstöðum dómsins. „Í þessum efnum gildir hið fornkveðna, að stjórnsýslan er lögbundin og ákvarðanir aðila sem fara með stjórnsýsluvald verða að styðjast við lög.“ Þá kemst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að Ísorku hafi ekki verið stætt á því að auka við kröfugerð sína líkt og fyrirtækið gerði með erindi sem var dagsett 8. febrúar síðastliðinn, þar sem það vissi af könnun kærunefndarinnar í nóvember 2020. Frestur til að bregðast við hefði þannig verið löngu útrunninn. Kærunefnd hefði borið að vísa viðbótarkröfunum frá en Ísorka krafðist þess meðal annars að samningurinn milli borgarinnar og ON yrði lýstur óvirkur. Þrátt fyrir að hafa úrskurðað að könnun kærunefndarinnar á því hvort Reykjavíkurborg hefði átt að bjóða samninginn út á Evrópska efnahagssvæðinu hefði verið ólögmæt tekur dómurinn samt afstöðu til efnisatriða málsins. Kemst hann að þeirri niðurstöðu að sú ályktun kærunefndarinnar að um hafi verið að ræða sérleyfissamning orki tvímælins þar sem það sé ekki meðal verkefna borgarinnar að reka hleðslustöðvar. Þá hafi kærunefndin ekki haft neinar forsendur til að ákveða hvaða útreikninga ætti að leggja til grundvallar ákvörðun um hvort samningurinn færi yfir viðmiðunarfjárhæðir og að horft hafi verið framhjá skýringum ráðgjafa Reykjavíkurborgar í málinu. „Að framan hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð kærunefndar útboðsmála hafi verið verulegum annmörkum háð. Þar á meðal liggur fyrir að kröfur stefnda Ísorku ehf. sem settar voru fram 8. febrúar 2021 komu of seint fram og að samningsfjárhæð samningsins sem boðinn var út nær ekki lágmarksviðmiði 8. gr. reglugerðar nr. 950/2017. Kærunefnd útboðsmála bar að vísa málinu frá nefndinni en hvor þessara ástæða fyrir sig leiðir sjálfstætt til þeirrar niðurstöðu óháð öðrum annmörkum,“ segir í niðurstöðu dómsins. Dómur héraðsdóms Reykjavíkur. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Vistvænir bílar Samkeppnismál Hleðslustöðvar Tengdar fréttir Munu opna 156 götuhleðslur á ný eftir ógildingu úrskurðar Orka náttúrunnar mun síðar í vikunni opna 156 götuhleðslur á ný eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útboðsmála fyrr í dag. 23. nóvember 2021 14:34 Stefna borginni og vilja að bíleigendur fái að nota stöðvarnar Orka náttúrunnar (ON) hefur stefnt Ísorku og Reykjavíkurborg til að freista þess að fá niðurstöðu kærunefndar útboðsmála fellda úr gildi. Vonast fyrirtækið til að geta opnað 156 götuhleðslur fyrir rafbíla á ný. 26. ágúst 2021 15:44 Áfram slökkt á hleðslustöðvunum: Kærunefnd útboðsmála hafnar endurupptöku Kærunefnd útboðsmála hefur hafnað því að fresta áhrifum úrskurðar síns um ólögmæti útboðs Reykjavíkurborgar á götuhleðslum fyrir rafbíla. Þá hefur nefndin hafnað því að taka málið upp að nýju. 11. ágúst 2021 10:52 „Menn eru ekki á eitt sáttir um þessa niðurstöðu“ Straumur var tekinn af 156 hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík í morgun og býst skrifstofustjóri borgarinnar við því að slökkt verði á stöðvunum út vikuna. Formaður Rafbílasambands Íslands segir þetta hafa töluverð áhrif á rafbílaeigendur og harmar að úrskurðurinn hafi valdið því að slökkva þurfti á stöðvunum. 28. júní 2021 12:16 Borgarstjóri segir bagalegt að slökkva þurfi á hleðslustöðvunum Straumur verður tekinn af 156 hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík á morgun. Óvissa ríkir um hvenær hægt verður að taka stöðvarnar, sem telja meirihluta stöðva sem borgin rekur, aftur í notkun. Borgarstjóri segir málið bagalegt. 27. júní 2021 20:30 Ísorka hafnar ábyrgð á að slökkt verði á hleðlustöðvum Framkvæmdastjóri Ísorku hafnar því að kvörtun fyrirtækisins sé orsök þess að Orka náttúrunnar ætlar að taka straum af á annað hundrað hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík. Hann segir Reykjavíkurborg rót vandans. 25. júní 2021 18:01 Slökkva á 156 götuhleðslum í borginni og kenna Ísorku um Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní. 25. júní 2021 14:32 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Munu opna 156 götuhleðslur á ný eftir ógildingu úrskurðar Orka náttúrunnar mun síðar í vikunni opna 156 götuhleðslur á ný eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útboðsmála fyrr í dag. 23. nóvember 2021 14:34
Stefna borginni og vilja að bíleigendur fái að nota stöðvarnar Orka náttúrunnar (ON) hefur stefnt Ísorku og Reykjavíkurborg til að freista þess að fá niðurstöðu kærunefndar útboðsmála fellda úr gildi. Vonast fyrirtækið til að geta opnað 156 götuhleðslur fyrir rafbíla á ný. 26. ágúst 2021 15:44
Áfram slökkt á hleðslustöðvunum: Kærunefnd útboðsmála hafnar endurupptöku Kærunefnd útboðsmála hefur hafnað því að fresta áhrifum úrskurðar síns um ólögmæti útboðs Reykjavíkurborgar á götuhleðslum fyrir rafbíla. Þá hefur nefndin hafnað því að taka málið upp að nýju. 11. ágúst 2021 10:52
„Menn eru ekki á eitt sáttir um þessa niðurstöðu“ Straumur var tekinn af 156 hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík í morgun og býst skrifstofustjóri borgarinnar við því að slökkt verði á stöðvunum út vikuna. Formaður Rafbílasambands Íslands segir þetta hafa töluverð áhrif á rafbílaeigendur og harmar að úrskurðurinn hafi valdið því að slökkva þurfti á stöðvunum. 28. júní 2021 12:16
Borgarstjóri segir bagalegt að slökkva þurfi á hleðslustöðvunum Straumur verður tekinn af 156 hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík á morgun. Óvissa ríkir um hvenær hægt verður að taka stöðvarnar, sem telja meirihluta stöðva sem borgin rekur, aftur í notkun. Borgarstjóri segir málið bagalegt. 27. júní 2021 20:30
Ísorka hafnar ábyrgð á að slökkt verði á hleðlustöðvum Framkvæmdastjóri Ísorku hafnar því að kvörtun fyrirtækisins sé orsök þess að Orka náttúrunnar ætlar að taka straum af á annað hundrað hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík. Hann segir Reykjavíkurborg rót vandans. 25. júní 2021 18:01
Slökkva á 156 götuhleðslum í borginni og kenna Ísorku um Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní. 25. júní 2021 14:32