Bensínlekinn á Hofsósi: N1 hefji framkvæmdir innan tveggja vikna Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2021 07:49 Frá Hofsósi í Skagafirði. Myndin er úr safni. Getty Umhverfisstofnun hefur birt fyrirmæli um þær úrbætur sem krafist er af hendi N1 vegna leka frá bensíngeymi félagsins á afgreiðslustöð þess á Hofsósi. Þar segir að hefja skuli gröft á skurðum og niðursetningu loftunarröra vegna hreinsunarstarfsins innan tveggja vikna. Staðfest var í desember 2019 að það læki úr bensíngeyminum og var hann grafinn upp og fjarlægður næsta sumar. Á botni geymisins fannst gat og reyndist mikil olíumengun í jarðvegi. Þrjú nálæg íbúðarhús voru metin óíbúðarhæf, auk afgreiðslustöðvarinnar, vegna mengunarinnar og var ráðist í umfangsmiklar jarðvegsrannsóknir til að meta umfangið. Fyrirmæli Umhverfisstofnunar byggja á tillögum sem settar voru fram úrbótaáætlun sem verkfræðistofan Verkís hf. vann fyrir hönd N1. Þar segir að markmið hreinsunarinnar sé að þau hús sem hafi orðið fyrir áhrifum mengunarinnar (Suðurbraut 6, 8, 9 og 10) verði sem fyrst íbúðarhæf og að styrkur mengunarinnar í þeim valdi ekki heilsuspillandi áhrifum. N1 er meðal annars gert að hefja gröft á skurðum í kringum Suðurbraut 6, 8 og 10 og sömuleiðis á milli þeirra ef hægt er. Þá segir að það skuli setja niður loftunarrör í samræmi við tillögur í úrbótaáætlun, að því gefnu að framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins Skagafjarðar liggi fyrir framkvæmdinni. Skulu framkvæmdir hefjast innan tveggja vikna frá útgáfu fyrirmælanna síðasta mánudag. Auk þess skuli setja kolasíur á öll loftunarrör og blásara, auk þess að skila reglulegum áfangaskýrslum til Umhverfisstofnunar um framvindu hreinsunarstarfsins. Bensín og olía Umhverfismál Skagafjörður Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Staðfest var í desember 2019 að það læki úr bensíngeyminum og var hann grafinn upp og fjarlægður næsta sumar. Á botni geymisins fannst gat og reyndist mikil olíumengun í jarðvegi. Þrjú nálæg íbúðarhús voru metin óíbúðarhæf, auk afgreiðslustöðvarinnar, vegna mengunarinnar og var ráðist í umfangsmiklar jarðvegsrannsóknir til að meta umfangið. Fyrirmæli Umhverfisstofnunar byggja á tillögum sem settar voru fram úrbótaáætlun sem verkfræðistofan Verkís hf. vann fyrir hönd N1. Þar segir að markmið hreinsunarinnar sé að þau hús sem hafi orðið fyrir áhrifum mengunarinnar (Suðurbraut 6, 8, 9 og 10) verði sem fyrst íbúðarhæf og að styrkur mengunarinnar í þeim valdi ekki heilsuspillandi áhrifum. N1 er meðal annars gert að hefja gröft á skurðum í kringum Suðurbraut 6, 8 og 10 og sömuleiðis á milli þeirra ef hægt er. Þá segir að það skuli setja niður loftunarrör í samræmi við tillögur í úrbótaáætlun, að því gefnu að framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins Skagafjarðar liggi fyrir framkvæmdinni. Skulu framkvæmdir hefjast innan tveggja vikna frá útgáfu fyrirmælanna síðasta mánudag. Auk þess skuli setja kolasíur á öll loftunarrör og blásara, auk þess að skila reglulegum áfangaskýrslum til Umhverfisstofnunar um framvindu hreinsunarstarfsins.
Bensín og olía Umhverfismál Skagafjörður Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira