Twitter um Eið og KSÍ: „Tuttugu árum síðar erum við enn í brasi með búsið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2021 13:30 Svo virðist sem KSÍ hafi ekki enn lært af fyrri mistökum. vísir/vilhelm/skjáskot úr DV 18. september 2021 Brottrekstur Eiðs Smára Guðjohnsen og vinnubrögð KSÍ hafa verið mikið til umræðu á Twitter í dag. Seint í gærkvöldi, nánar tiltekið klukkan 23:30, sendi KSÍ frá sér tilkynningu þess efnis að Eiður Smári væri hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. KSÍ nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi hans. DV greindi frá því að KSÍ hefði nýtt sér það vegna áfengisneyslu Eiðs Smára eftir síðasta leik Íslands í undankeppni HM 2022. Eiður Smári fékk áminningu frá KSÍ í sumar og fór í leyfi eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi fór í dreifingu. Gula spjaldið varð svo að rauðu eftir gleðskapinn í Norður-Makedóníu. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, sagði í samtali við Vísi í dag að boði hafi verið upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu í Skopje 14. nóvember. „Það er rétt að það var boðið upp á einn til tvo bjóra fyrir þá sem vildu. Einhverjir þáðu það. Aðrir ekki. Flestir sem fengu sér bjór fóru svo bara upp að sofa,“ sagði Ómar. Margir Twitter-verjar furða sig á því að boðið sé upp á áfengi í landsliðsferðum og að vandræði því tengdu séu ekki ný af nálinni. Magnús Sigurjón Guðmundsson rifjaði meðal annars upp tuttugu ára gamla frétt frá áfengisneyslu landsliðsmanna fyrir leik gegn Norður-Írlandi. Það þótti undarleg forgangsröðun að landsliðsmenn væru að mafsa degi fyrir flug í landsliðsverkefni í den. 20 árum síðar erum við enn í brasi með búsið. Hvenær ætlum við að læra? #FotboltiNet pic.twitter.com/7jA5BaGaTv— Maggi Peran (@maggiperan) November 24, 2021 Annar Magnús, Geir Eyjólfsson, fréttamaður á RÚV, furðar sig á vinnubrögðum KSÍ og spyr sig hvenær sambandið ætli að læra af mistökum sínum. Lars rekinn og tilkynnt í framhjáhlaupi á blaðamannafundi, Eiður rekinn, tilkynnt rétt fyrir miðnætti og enginn svarar í síma. Hvernig getur eitt batterí komið sér ítrekað í krísur og aldrei dregið nokkurn einasta lærdóm af?— Magnus Eyjolfsson (@magnusgeir) November 24, 2021 Þórður Einarsson, yfirþjálfari hjá Þrótti R., botnar ekkert í því að boðið sé upp á áfengi í landsliðsferðum. Það að tilkynna eitthvað seint um kvöld þegar það gerist seint um kvöld er ekki skandall. Ef þetta beðið til morguns hefði það verið kallað! En það að bjóða veikum manni uppá áfengi og þetta sull í landsliðsferðum, ætti að vera eina umræðan.— Þórður Einarsson (@doddi_111) November 24, 2021 Hér fyrir neðan má sjá fleiri Twitter-færslur um mál Eiðs Smára og vinnubrögð KSÍ. Augljóst með hverjum degi að Vanda er það besta sem KSÍ hefur gert. Engin meðvirkni bara alvöru stjórnun og leiðtogi— Katrín Kristjana (@KatrinKristjana) November 24, 2021 Villt hugmynd til KSÍ. Hætta að bjóða upp á áfengi í landsliðsferðum...— Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) November 24, 2021 Er ekki bara kominn tími á að KSÍ taki ábyrgð og hætti að veita áfengi í keppnisferðum íþróttafólks. Þarf þess virkilega? #fotboltinet https://t.co/9BXpoFRc7F— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) November 24, 2021 Eiður Smári ekki lengur aðstoðarþjálfari. Fólk: nu jæja Fólk í kommentakerfinu: pic.twitter.com/FUzeuUVCe9— Tanja Ísfjörð (@tanjaisfjord) November 24, 2021 Vesenið hverfur ekki þó þið svarið ekki í síma! Hvaða kjaftæði er þetta!!!— Gunni Nella (@gunni_nella) November 24, 2021 Krísa og krísustjórnun KSÍ: pic.twitter.com/pBb7nwNT8I— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) November 24, 2021 Bætum vinnubrögðin. Samt bara í orði en ekki á borði.— Guðmundur Marinó (@GummiMarino) November 24, 2021 KSÍ Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjá meira
Seint í gærkvöldi, nánar tiltekið klukkan 23:30, sendi KSÍ frá sér tilkynningu þess efnis að Eiður Smári væri hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. KSÍ nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi hans. DV greindi frá því að KSÍ hefði nýtt sér það vegna áfengisneyslu Eiðs Smára eftir síðasta leik Íslands í undankeppni HM 2022. Eiður Smári fékk áminningu frá KSÍ í sumar og fór í leyfi eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi fór í dreifingu. Gula spjaldið varð svo að rauðu eftir gleðskapinn í Norður-Makedóníu. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, sagði í samtali við Vísi í dag að boði hafi verið upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu í Skopje 14. nóvember. „Það er rétt að það var boðið upp á einn til tvo bjóra fyrir þá sem vildu. Einhverjir þáðu það. Aðrir ekki. Flestir sem fengu sér bjór fóru svo bara upp að sofa,“ sagði Ómar. Margir Twitter-verjar furða sig á því að boðið sé upp á áfengi í landsliðsferðum og að vandræði því tengdu séu ekki ný af nálinni. Magnús Sigurjón Guðmundsson rifjaði meðal annars upp tuttugu ára gamla frétt frá áfengisneyslu landsliðsmanna fyrir leik gegn Norður-Írlandi. Það þótti undarleg forgangsröðun að landsliðsmenn væru að mafsa degi fyrir flug í landsliðsverkefni í den. 20 árum síðar erum við enn í brasi með búsið. Hvenær ætlum við að læra? #FotboltiNet pic.twitter.com/7jA5BaGaTv— Maggi Peran (@maggiperan) November 24, 2021 Annar Magnús, Geir Eyjólfsson, fréttamaður á RÚV, furðar sig á vinnubrögðum KSÍ og spyr sig hvenær sambandið ætli að læra af mistökum sínum. Lars rekinn og tilkynnt í framhjáhlaupi á blaðamannafundi, Eiður rekinn, tilkynnt rétt fyrir miðnætti og enginn svarar í síma. Hvernig getur eitt batterí komið sér ítrekað í krísur og aldrei dregið nokkurn einasta lærdóm af?— Magnus Eyjolfsson (@magnusgeir) November 24, 2021 Þórður Einarsson, yfirþjálfari hjá Þrótti R., botnar ekkert í því að boðið sé upp á áfengi í landsliðsferðum. Það að tilkynna eitthvað seint um kvöld þegar það gerist seint um kvöld er ekki skandall. Ef þetta beðið til morguns hefði það verið kallað! En það að bjóða veikum manni uppá áfengi og þetta sull í landsliðsferðum, ætti að vera eina umræðan.— Þórður Einarsson (@doddi_111) November 24, 2021 Hér fyrir neðan má sjá fleiri Twitter-færslur um mál Eiðs Smára og vinnubrögð KSÍ. Augljóst með hverjum degi að Vanda er það besta sem KSÍ hefur gert. Engin meðvirkni bara alvöru stjórnun og leiðtogi— Katrín Kristjana (@KatrinKristjana) November 24, 2021 Villt hugmynd til KSÍ. Hætta að bjóða upp á áfengi í landsliðsferðum...— Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) November 24, 2021 Er ekki bara kominn tími á að KSÍ taki ábyrgð og hætti að veita áfengi í keppnisferðum íþróttafólks. Þarf þess virkilega? #fotboltinet https://t.co/9BXpoFRc7F— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) November 24, 2021 Eiður Smári ekki lengur aðstoðarþjálfari. Fólk: nu jæja Fólk í kommentakerfinu: pic.twitter.com/FUzeuUVCe9— Tanja Ísfjörð (@tanjaisfjord) November 24, 2021 Vesenið hverfur ekki þó þið svarið ekki í síma! Hvaða kjaftæði er þetta!!!— Gunni Nella (@gunni_nella) November 24, 2021 Krísa og krísustjórnun KSÍ: pic.twitter.com/pBb7nwNT8I— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) November 24, 2021 Bætum vinnubrögðin. Samt bara í orði en ekki á borði.— Guðmundur Marinó (@GummiMarino) November 24, 2021
KSÍ Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn