Eigendur Liverpool vilja kaupa annað íþróttafélag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2021 10:00 John Henry og eignkona hans Linda Pizzuti Henry eftir Meistaradeildarsigur Liverpool liðsins árið 2019. Getty/John Powell Eigendur Liverpool hafa ekki verið tilbúnir að eyða mikið í nýja leikmenn síðustu árin en þeir vilja aftur á móti eignast annað íþróttafélag. Fenway Sports Group eignarhaldsfélagið er nú sagt komið langt með það að kaupa bandaríska íshokkífélagið Pittsburgh Penguins og kaupverðið er sagt vera meira 112 milljarðar íslenskra króna. NEW: Fenway Sports Group is in advanced talks to purchase the Pittsburgh Penguins. The group, principally owned by John Henry, owns the Boston Red Sox and Liverpool FC and is part owner of the Roush Fenway Keselowski Racing NASCAR team. #awlive [wall street journal] pic.twitter.com/gluvBk52KU— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 16, 2021 John W. Henry stofnaði eignarhaldsfélagið fyrir tveimur áratugum og þeir keyptu fyrst bandaríska hafnarboltafélagið Boston Red Sox árið 2002. Það er nú orðið eitt verðmætasta hafnarboltafélag heims. Seinna keypti Fenway Sports Group enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool og helminginn í NASCAR félaginu Roush Fenway Racing. Félögin þrjú eru nú átta milljarða Bandaríkjadala virði. Nýjasta félagið í hópnum gæti verið lið sem er líklegt til afreka. Pittsburgh Penguins er eitt af stóru félögunum í bandaríska íshokkíinu og hefur unnið Stanley bikarinn tvisvar á síðustu fimm árum. Ron Burkle og fyrrum leikmaðurinn Mario Lemieux eignuðust Penguins félagið árið 1999 þegar það var við það að vera gjaldþrota. Lemieux var þá leikmaður þess sem félagið skuldaði meira en fjörutíu milljónir dollara í laun. Hann samþykkti að eignast hlut í félaginu í stað skuldarinnar. Why Liverpool owners FSG are making £600m move for new team.@_DavePowell with the latest #LFC https://t.co/0PbRt0kpxV— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 17, 2021 Nú lítur út fyrir að John W Henry og félagar ætti að borga 855 milljónir Bandaríkjadala fyrir bandaríska NHL-félagið samkvæmt frétt Wall Street Journal. Eigendurnir ætluðu sér ekki að selja félagið en tilboðið frá eigendum Liverpool virðist vera það gott að þeir séu til. Það hjálpar líka örugglega að allir yfirmenn munu halda sínum störfum og nú verðandi fyrrum eigandi, Lemieux, fær að vera áfram stjórnarformaður. Enski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Sjá meira
Fenway Sports Group eignarhaldsfélagið er nú sagt komið langt með það að kaupa bandaríska íshokkífélagið Pittsburgh Penguins og kaupverðið er sagt vera meira 112 milljarðar íslenskra króna. NEW: Fenway Sports Group is in advanced talks to purchase the Pittsburgh Penguins. The group, principally owned by John Henry, owns the Boston Red Sox and Liverpool FC and is part owner of the Roush Fenway Keselowski Racing NASCAR team. #awlive [wall street journal] pic.twitter.com/gluvBk52KU— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 16, 2021 John W. Henry stofnaði eignarhaldsfélagið fyrir tveimur áratugum og þeir keyptu fyrst bandaríska hafnarboltafélagið Boston Red Sox árið 2002. Það er nú orðið eitt verðmætasta hafnarboltafélag heims. Seinna keypti Fenway Sports Group enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool og helminginn í NASCAR félaginu Roush Fenway Racing. Félögin þrjú eru nú átta milljarða Bandaríkjadala virði. Nýjasta félagið í hópnum gæti verið lið sem er líklegt til afreka. Pittsburgh Penguins er eitt af stóru félögunum í bandaríska íshokkíinu og hefur unnið Stanley bikarinn tvisvar á síðustu fimm árum. Ron Burkle og fyrrum leikmaðurinn Mario Lemieux eignuðust Penguins félagið árið 1999 þegar það var við það að vera gjaldþrota. Lemieux var þá leikmaður þess sem félagið skuldaði meira en fjörutíu milljónir dollara í laun. Hann samþykkti að eignast hlut í félaginu í stað skuldarinnar. Why Liverpool owners FSG are making £600m move for new team.@_DavePowell with the latest #LFC https://t.co/0PbRt0kpxV— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 17, 2021 Nú lítur út fyrir að John W Henry og félagar ætti að borga 855 milljónir Bandaríkjadala fyrir bandaríska NHL-félagið samkvæmt frétt Wall Street Journal. Eigendurnir ætluðu sér ekki að selja félagið en tilboðið frá eigendum Liverpool virðist vera það gott að þeir séu til. Það hjálpar líka örugglega að allir yfirmenn munu halda sínum störfum og nú verðandi fyrrum eigandi, Lemieux, fær að vera áfram stjórnarformaður.
Enski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Sjá meira