Sér eftir að hafa farið með hlutverk transkonu í Dönsku stúlkunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2021 16:25 Eddie Redmayne fór með hlutverk transkonunnar Lili Elbe í kvikmyndinni The Danish Girl. Hann segist hún telja það hafa verið mistök. Getty/Eamonn M. McCormack Leikarinn Eddie Redmayne segist sjá eftir að hafa farið með hlutverk transkonu í bíómyndinni The Danish Girl. Í dag myndi hann ekki taka að sér hlutverkið. Leikarinn var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna árið 2016 fyrir leik sinn í kvikmyndinni en þar fór hann með hlutverk Lili Elbe, fyrstu transkonunnar sem gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð. Kvikmyndin fékk mikið lof á sínum tíma en var þó gagnrýnd af sumum, sérstaklega hinsegin-aktívistum sem var misboðið að Redmayne færi með hlutverkið en ekki trans-leikkona. „Í dag myndi ég ekki taka að mér þetta hlutverk. Ég meinti ekkert illt þegar ég lék í myndinni en ég held að þetta hafi verið mistök,“ sagði Redmayne í viðtali við The Sunday Times um helgina. „Óánægjan með ráðningu í hlutverkin snýr auðvitað að stærra vandamáli vegna þess að margir hafa ekki einu sinni sæti við borðið,“ sagði Redmayne. The Danish Girl kom út aðeins mánuðum eftir að Redmayne vann Óskarsverðlaun fyrir túlkun hans á eðlisfræðingnum Stephen Hawking, sem hann lék í kvikmyndinni The Theory of Everything. Hann hefur einnig verið gagnrýndur fyrir að hafa tekið að sér hlutverk Hawking, sem greindist ungur með hreyfitaugungahrörnun. Töldu margir fatlaðir aðgerðasinnar að fötluð manneskja hefði átt að fara með hlutverkið. Líkt og með transfólk hefur fatlað fólk lítið komist að borðinu í Hollywood og er sjaldan ráðið í hlutverk. Lili Elbe var danskur listmálari og var meðal þeirra fyrstu sem gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð. Hún var 48 ára gömul þegar hún gekkst undir aðgerðina árið 1930 en lést vegna flækja sem komu upp við legígræðsluaðgerð árið 1931. Hollywood Hinsegin Bíó og sjónvarp Málefni transfólks Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Leikarinn var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna árið 2016 fyrir leik sinn í kvikmyndinni en þar fór hann með hlutverk Lili Elbe, fyrstu transkonunnar sem gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð. Kvikmyndin fékk mikið lof á sínum tíma en var þó gagnrýnd af sumum, sérstaklega hinsegin-aktívistum sem var misboðið að Redmayne færi með hlutverkið en ekki trans-leikkona. „Í dag myndi ég ekki taka að mér þetta hlutverk. Ég meinti ekkert illt þegar ég lék í myndinni en ég held að þetta hafi verið mistök,“ sagði Redmayne í viðtali við The Sunday Times um helgina. „Óánægjan með ráðningu í hlutverkin snýr auðvitað að stærra vandamáli vegna þess að margir hafa ekki einu sinni sæti við borðið,“ sagði Redmayne. The Danish Girl kom út aðeins mánuðum eftir að Redmayne vann Óskarsverðlaun fyrir túlkun hans á eðlisfræðingnum Stephen Hawking, sem hann lék í kvikmyndinni The Theory of Everything. Hann hefur einnig verið gagnrýndur fyrir að hafa tekið að sér hlutverk Hawking, sem greindist ungur með hreyfitaugungahrörnun. Töldu margir fatlaðir aðgerðasinnar að fötluð manneskja hefði átt að fara með hlutverkið. Líkt og með transfólk hefur fatlað fólk lítið komist að borðinu í Hollywood og er sjaldan ráðið í hlutverk. Lili Elbe var danskur listmálari og var meðal þeirra fyrstu sem gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð. Hún var 48 ára gömul þegar hún gekkst undir aðgerðina árið 1930 en lést vegna flækja sem komu upp við legígræðsluaðgerð árið 1931.
Hollywood Hinsegin Bíó og sjónvarp Málefni transfólks Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið