„Svíður ekki“ þegar Val er lýst sem fasteignafélagi: „Snertum ekki höfuðstólinn“ Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2021 13:01 Börkur Edvardsson hefur lengi staðið í brúnni hjá Val og er einn af Foringjunum sem Henry Birgir Gunnarsson ræðir við í samnefndum sjónvarpsþáttum. Skjáskot/Stöð 2 Sport Formaður knattspyrnudeildar Vals segir að Valsmenn séu staðráðnir í að fara vel með sterka fjárhagsstöðu sína og það angri sig ekki þó að „einhverjir félagar á Twitter“ lýsi félaginu sem fasteignafélagi. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, var gestur í síðasta þætti af Foringjunum. Þar spurði Henry Birgir Gunnarsson hann meðal annars út í sterka stöðu Vals í íslenskum fótbolta í dag, og hvort að það sviði að félagið væri oft kallað „fasteignafélagið Valur“. „Nei, nei, nei. Það er bara mjög jákvætt að vera fasteignamógúll,“ sagði Börkur hlæjandi. „Það svíður ekki neitt. Þetta er sagt í einhverju stríði á milli einhverja félaga á Twitter og svona, sem maður leggur ekki mikla trú í,“ sagði Börkur. Klippa: Foringjarnir - Börkur um öfundarraddir í garð Vals Í fréttaskýringu Kjarnans frá árinu 2019 er fjallað um það hvernig Valur varð að ríkasta íþróttafélagi Íslands. Segja má að grunnurinn að þeirri stöðu sé sú staðreynd að félagið átti landssvæðið sem það starfaði á og varð að einu verðmætasta byggingarlandi Reykjavíkur, þar sem nú er komið býsna stórt hverfi. Börkur veit vel að staðan er góð og hann hefur fullan hug á að viðhalda þeirri stöðu: „Við erum bara staddir á þessum stað, með þessa bakhjarla og fjármuni, og það er okkar núna að fara vel með þessa fjármuni. Við snertum ekki höfuðstólinn heldur ætlum við að lifa á ávöxtunum og byggja upp innviðina.“ Foringjarnir eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports á sunnudagskvöldum en þar ræðir Henry Birgir Gunnarsson við nokkra af helstu íþróttaforingjum landsins síðustu áratugi. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+. Pepsi Max-deild karla Valur Foringjarnir Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira
Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, var gestur í síðasta þætti af Foringjunum. Þar spurði Henry Birgir Gunnarsson hann meðal annars út í sterka stöðu Vals í íslenskum fótbolta í dag, og hvort að það sviði að félagið væri oft kallað „fasteignafélagið Valur“. „Nei, nei, nei. Það er bara mjög jákvætt að vera fasteignamógúll,“ sagði Börkur hlæjandi. „Það svíður ekki neitt. Þetta er sagt í einhverju stríði á milli einhverja félaga á Twitter og svona, sem maður leggur ekki mikla trú í,“ sagði Börkur. Klippa: Foringjarnir - Börkur um öfundarraddir í garð Vals Í fréttaskýringu Kjarnans frá árinu 2019 er fjallað um það hvernig Valur varð að ríkasta íþróttafélagi Íslands. Segja má að grunnurinn að þeirri stöðu sé sú staðreynd að félagið átti landssvæðið sem það starfaði á og varð að einu verðmætasta byggingarlandi Reykjavíkur, þar sem nú er komið býsna stórt hverfi. Börkur veit vel að staðan er góð og hann hefur fullan hug á að viðhalda þeirri stöðu: „Við erum bara staddir á þessum stað, með þessa bakhjarla og fjármuni, og það er okkar núna að fara vel með þessa fjármuni. Við snertum ekki höfuðstólinn heldur ætlum við að lifa á ávöxtunum og byggja upp innviðina.“ Foringjarnir eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports á sunnudagskvöldum en þar ræðir Henry Birgir Gunnarsson við nokkra af helstu íþróttaforingjum landsins síðustu áratugi. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+.
Pepsi Max-deild karla Valur Foringjarnir Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira