Gréta Karen leitar að íbúð og kærasta Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 22. nóvember 2021 11:55 Tónlistarkonan Gréta Karen er einhleyp þessa dagana og leitar logandi ljósi eftir leiguíbúð. „Ég er aðallega að leita eftir svona Ryan Gosling í Notebook ást, ef það er ekki þannig þá má bara gleyma því,“ segir tónlistarkonan Gréta Karen Grétarsdóttir í viðtali við Makamál. Gréta Karen segist ekki vera á neinum stefnumótaforritum því þau séu einfaldlega ekki nógu rómantísk. Hefur aldrei verið á stefnumótaforritum Gréta Karen er dóttir tónlistarmannsins Grétars Örvarssonar og hefur starfað sem tónlistarkona síðustu tólf ár, þá aðallega í Los Angeles. Gréta fluttist búferlum heim á Frónið í fyrstu bylgju Covid-faraldurs og hefur verið að fóta sig hér heima síðustu misseri. Þó svo að Gréta sé einhleyp segir hún stefnumótaforritin ekki heilla því að þau séu einfaldlega ekki nógu rómantísk. „Annars finnst mér lítið um stefnumótamenningu hér á Íslandi. Ef hún er til staðar þá gleymdist alveg að segja mér frá henni, eða hvar hún er,“ segir Gréta og hlær. En annars er ég alveg á fullu að leita mér að leiguíbúð og ekki væri verra ef einhver eins og Ryan Gosling myndi fylgja með. Gréta er dóttir tónlistarmannsins Grétars Örvarssonar og hefur því ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana. Hér fyrir neðan segir Gréta frá því hvaða eiginlegar heilla hana og ekki í viðtalsliðnum Boneorðin 10. ON: Húmor - Fyrst og fremst, „You had me at hlæja.“ Góðmennska - Að vera góð manneskja með gott hjarta sem að hjálpar öðrum. Að vera með samúð gagnvart náunganum en ekki með hausinn fastan upp í rassinum á sér allan daginn. Framhleypni - Ekki bara hanga heima öll kvöld að horfa á sjónvarpið. Ég vil taka dansspor í náttfötunum klukkan þrjú um nótt í Hagkaup, ef stemmningin er þannig. „Call me crazy!“ Samfélagsleg meðvitund - Manneskja sem veit hvað er að gerast í heiminum en býr ekki í einhverri „búbblu“. Vil geta átt samtal við manneskju um allt milli himins og jarðar sem er með puttann á púlsinum. Traust - Skrítið að ég hafi sett það síðast, en ætli það sé ekki vegna þess að ef að þú uppfyllir ekki fyrstu fjögur atriðin þá mun hvort eð er aldrei koma að traustinu. Ef þú brýtur traustið ertu að brjóta hjartað mitt. OFF: Hroki - Manneskja sem telur sig vera betri en aðrir. Óöryggi og dónaskapur - Við erum öll að klást við einhverskonar óöryggi á einhverjum sviðum en þegar það bitnar á öðru fólki, þá segi ég stopp. Dónaskapur, baktal og óþarfa upphafning á sjálfum sér með því að draga aðra niður í einhverri öfund. Að taka sig of alvarlega - Ég næ því bara ekki hvernig maður kemst í gegnum lífið þannig. Maður verður að geta gert sig að fífli alveg edrú, helst fyrir framan þúsund manns. Lífið er of stutt og það eru allir bara að spá í sjálfum sér hvort eð er. Óheiðarleiki - Þarf ég að segja meira. Stjórnsemi - Ég sé mikið af fólki fara í sambönd og vilja svo breyta makanum sínum í það mót sem hann vill. Fólk fer að reyna að stjórna makanum, hvernig á að klæða sig og fleira. Þetta er svo einfalt. Ef þú ert ekki að fýla manneskjuna og vilt breyta henni finndu þér þá aðra manneskju. Gréta Karen hefur starfað sem tónlistarkona síðustu tólf ár og aðallega í Los Angeles. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram síðu Grétu Karen hér. Bone-orðin 10 Ástin og lífið Tengdar fréttir Bassi Maraj: „Já, ég er að flinga“ Heyrst hefur að raunveruleikastjarnan og tónlistarmaðurinn Bassi Maraj sé svífandi um á bleiku skýi þessa dagana. Bleiku hjartalaga skýi. 19. nóvember 2021 13:22 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Herdís og Gísli bræddu áhorfendur á blindu stefnumóti Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Dóra Júlía leitar að því ósýnilega Makamál Hjón um makaskipti: „Swingið gerði gott hjónaband ennþá betra“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Tantranudd: Ekki kynlífsþjónusta heldur munúðarfull upplifun Makamál „Konur mættu vera blíðari við sjálfa sig eftir meðgöngu“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Gréta Karen segist ekki vera á neinum stefnumótaforritum því þau séu einfaldlega ekki nógu rómantísk. Hefur aldrei verið á stefnumótaforritum Gréta Karen er dóttir tónlistarmannsins Grétars Örvarssonar og hefur starfað sem tónlistarkona síðustu tólf ár, þá aðallega í Los Angeles. Gréta fluttist búferlum heim á Frónið í fyrstu bylgju Covid-faraldurs og hefur verið að fóta sig hér heima síðustu misseri. Þó svo að Gréta sé einhleyp segir hún stefnumótaforritin ekki heilla því að þau séu einfaldlega ekki nógu rómantísk. „Annars finnst mér lítið um stefnumótamenningu hér á Íslandi. Ef hún er til staðar þá gleymdist alveg að segja mér frá henni, eða hvar hún er,“ segir Gréta og hlær. En annars er ég alveg á fullu að leita mér að leiguíbúð og ekki væri verra ef einhver eins og Ryan Gosling myndi fylgja með. Gréta er dóttir tónlistarmannsins Grétars Örvarssonar og hefur því ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana. Hér fyrir neðan segir Gréta frá því hvaða eiginlegar heilla hana og ekki í viðtalsliðnum Boneorðin 10. ON: Húmor - Fyrst og fremst, „You had me at hlæja.“ Góðmennska - Að vera góð manneskja með gott hjarta sem að hjálpar öðrum. Að vera með samúð gagnvart náunganum en ekki með hausinn fastan upp í rassinum á sér allan daginn. Framhleypni - Ekki bara hanga heima öll kvöld að horfa á sjónvarpið. Ég vil taka dansspor í náttfötunum klukkan þrjú um nótt í Hagkaup, ef stemmningin er þannig. „Call me crazy!“ Samfélagsleg meðvitund - Manneskja sem veit hvað er að gerast í heiminum en býr ekki í einhverri „búbblu“. Vil geta átt samtal við manneskju um allt milli himins og jarðar sem er með puttann á púlsinum. Traust - Skrítið að ég hafi sett það síðast, en ætli það sé ekki vegna þess að ef að þú uppfyllir ekki fyrstu fjögur atriðin þá mun hvort eð er aldrei koma að traustinu. Ef þú brýtur traustið ertu að brjóta hjartað mitt. OFF: Hroki - Manneskja sem telur sig vera betri en aðrir. Óöryggi og dónaskapur - Við erum öll að klást við einhverskonar óöryggi á einhverjum sviðum en þegar það bitnar á öðru fólki, þá segi ég stopp. Dónaskapur, baktal og óþarfa upphafning á sjálfum sér með því að draga aðra niður í einhverri öfund. Að taka sig of alvarlega - Ég næ því bara ekki hvernig maður kemst í gegnum lífið þannig. Maður verður að geta gert sig að fífli alveg edrú, helst fyrir framan þúsund manns. Lífið er of stutt og það eru allir bara að spá í sjálfum sér hvort eð er. Óheiðarleiki - Þarf ég að segja meira. Stjórnsemi - Ég sé mikið af fólki fara í sambönd og vilja svo breyta makanum sínum í það mót sem hann vill. Fólk fer að reyna að stjórna makanum, hvernig á að klæða sig og fleira. Þetta er svo einfalt. Ef þú ert ekki að fýla manneskjuna og vilt breyta henni finndu þér þá aðra manneskju. Gréta Karen hefur starfað sem tónlistarkona síðustu tólf ár og aðallega í Los Angeles. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram síðu Grétu Karen hér.
Bone-orðin 10 Ástin og lífið Tengdar fréttir Bassi Maraj: „Já, ég er að flinga“ Heyrst hefur að raunveruleikastjarnan og tónlistarmaðurinn Bassi Maraj sé svífandi um á bleiku skýi þessa dagana. Bleiku hjartalaga skýi. 19. nóvember 2021 13:22 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Herdís og Gísli bræddu áhorfendur á blindu stefnumóti Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Dóra Júlía leitar að því ósýnilega Makamál Hjón um makaskipti: „Swingið gerði gott hjónaband ennþá betra“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Tantranudd: Ekki kynlífsþjónusta heldur munúðarfull upplifun Makamál „Konur mættu vera blíðari við sjálfa sig eftir meðgöngu“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Bassi Maraj: „Já, ég er að flinga“ Heyrst hefur að raunveruleikastjarnan og tónlistarmaðurinn Bassi Maraj sé svífandi um á bleiku skýi þessa dagana. Bleiku hjartalaga skýi. 19. nóvember 2021 13:22