Tiger Woods farinn að slá á nýjan leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2021 11:31 Tiger Woods sést hér með syni sínum Charlie Woods á góðgerðamóti sem þeir kepptu saman á í desember í fyrra. Getty/Mike Ehrmann Það var örugglega eitt myndband um helgina sem gladdi golfáhugamenn líklega meira en nokkuð annað. Einn sá allra besti í sögunni ætlar sér enn að komast til baka inn á golfvöllinn og sendi frá sér skýr skilaboð um það. Tiger Woods setti þá inn myndband á samfélagsmiðla af sjálfum sér vera að slá nokkra bolta á golfvelli. Þegar voru fyrstu „opinberu“ höggin hans eftir að Woods lenti í alvarlegu bílslysi í febrúar síðastliðnum. Tiger hafði ekki sett neitt inn á samfélagsmiðla síðan í apríl og það var því ánægjulegt fyrir aðdáendur hans að fá einhverjar fréttir hvað þá svona jákvæðar. Making progress pic.twitter.com/sVQkxEHJmq— Tiger Woods (@TigerWoods) November 21, 2021 „Skref í rétta átt,“ skrifaði Tiger Woods við þetta þriggja sekúndna myndband. Hinn 45 ára gamli Woods er í sérstökum þrýstisokk á hægri fætinum sem var einmitt sá fótur sem fór verst út úr slysinu. Sokknum er ætlað að auka blóðflæðið í fætinum hans. Hinn frábæri kylfingur Justin Thomas er góður vinur Woods og hann fagnaði myndbandinu af Tiger. Thomas hefur talað um það í viðtölum að hann viti af því að Tiger ætli sér að reyna að endurkomu. Tiger hefur unnið fimmtán risamót á ferlinum en keppti síðast á golfmóti á Mastersmótinu í nóvember 2020. Fimmti Masterssigur og fimmtándi risamótsstigu Woods var á Mastersmótinu 2019 en hann vann það mót eftir að hafa farið í stóra bakaðgerð í apríl 2017. Fóturinn hans fór illa út úr bílslysinu og það ríkir því takmörkuð bjartsýni meðal golfáhugafólks að það muni sjá Tiger keppa á ný. Það þykir flestum ljóst að hann muni ekki koma til baka nema að hann sjá geta keppt við þá bestu en ekki aðeins til að vera með. Golf Bílslys Tigers Woods Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Tiger Woods setti þá inn myndband á samfélagsmiðla af sjálfum sér vera að slá nokkra bolta á golfvelli. Þegar voru fyrstu „opinberu“ höggin hans eftir að Woods lenti í alvarlegu bílslysi í febrúar síðastliðnum. Tiger hafði ekki sett neitt inn á samfélagsmiðla síðan í apríl og það var því ánægjulegt fyrir aðdáendur hans að fá einhverjar fréttir hvað þá svona jákvæðar. Making progress pic.twitter.com/sVQkxEHJmq— Tiger Woods (@TigerWoods) November 21, 2021 „Skref í rétta átt,“ skrifaði Tiger Woods við þetta þriggja sekúndna myndband. Hinn 45 ára gamli Woods er í sérstökum þrýstisokk á hægri fætinum sem var einmitt sá fótur sem fór verst út úr slysinu. Sokknum er ætlað að auka blóðflæðið í fætinum hans. Hinn frábæri kylfingur Justin Thomas er góður vinur Woods og hann fagnaði myndbandinu af Tiger. Thomas hefur talað um það í viðtölum að hann viti af því að Tiger ætli sér að reyna að endurkomu. Tiger hefur unnið fimmtán risamót á ferlinum en keppti síðast á golfmóti á Mastersmótinu í nóvember 2020. Fimmti Masterssigur og fimmtándi risamótsstigu Woods var á Mastersmótinu 2019 en hann vann það mót eftir að hafa farið í stóra bakaðgerð í apríl 2017. Fóturinn hans fór illa út úr bílslysinu og það ríkir því takmörkuð bjartsýni meðal golfáhugafólks að það muni sjá Tiger keppa á ný. Það þykir flestum ljóst að hann muni ekki koma til baka nema að hann sjá geta keppt við þá bestu en ekki aðeins til að vera með.
Golf Bílslys Tigers Woods Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira