Scania vinnur verðlaun fyrir sjálfbærni flutningabíla Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 22. nóvember 2021 07:00 Scania 25 P BEV flutningabíllinn. Scania hefur unnið fjölda verðlauna fyrir sjálfbærni flutningabíla sinna á undanförnum misserum. Nú hefur Scania 25 P BEV flutningabíllinn tryggt bílaframleiðandanum enn ein verðlaunin með því að vinna sjálfbærniverðlaunin á Sty 2022 verðlaunahátíðinni á Ítalíu. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Kletti. Þetta er þriðji sigur Scania á verðlaunahátíðinni en verðlaunin þykja mjög eftirsótt. Scania 25 P BEV þótti standa sig framúrskarandi vel m.a. fyrir umhverfismilda vélina, öryggisbúnað, akstursþægindi og almenna sjálfbærni. Dómnefndin sem var frá Vado e Torno tímaritinu og Sustainable Truck & Van hrósaði Scania flutningabílunum sagði m.a. í umsögn sinni að kolefnislaus flutningamáti er meira en bara möguleiki fyrir næstu kynslóðir ökumanna. Scania hefur sýnt fram á að fyrirtækið er með umhverfislausnir tilbúnar hér og nú. Enrique Enrich, forstjóri Italscania, tók við verðlaununum fyrir hönd Scania og sagði að þessi verðlaun séu frekari staðfesting á þeirri öflugu tækniþróun sem Scania hefði náð í umhverfismálum og sjálfbærni flutningum. „Rafrænar lausnir eru mikilvægar fyrir flutningageirann sérstaklega þar sem um er að ræða engan útblástur og enga hljóðmengun,“ sagði Enrich. Scania vann í sumar hin virtu „Green Truck“ verðlaun og er það fjórða árið í röð sem atvinnubílaframleiðandinn nær þeim stórgóða árangri. Framkvæmdastjórn ESB hefur staðfest að Scania stendur sig best meðal stórbílaframleiðenda í að draga úr losun koltvísýrings. Vistvænir bílar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Kletti. Þetta er þriðji sigur Scania á verðlaunahátíðinni en verðlaunin þykja mjög eftirsótt. Scania 25 P BEV þótti standa sig framúrskarandi vel m.a. fyrir umhverfismilda vélina, öryggisbúnað, akstursþægindi og almenna sjálfbærni. Dómnefndin sem var frá Vado e Torno tímaritinu og Sustainable Truck & Van hrósaði Scania flutningabílunum sagði m.a. í umsögn sinni að kolefnislaus flutningamáti er meira en bara möguleiki fyrir næstu kynslóðir ökumanna. Scania hefur sýnt fram á að fyrirtækið er með umhverfislausnir tilbúnar hér og nú. Enrique Enrich, forstjóri Italscania, tók við verðlaununum fyrir hönd Scania og sagði að þessi verðlaun séu frekari staðfesting á þeirri öflugu tækniþróun sem Scania hefði náð í umhverfismálum og sjálfbærni flutningum. „Rafrænar lausnir eru mikilvægar fyrir flutningageirann sérstaklega þar sem um er að ræða engan útblástur og enga hljóðmengun,“ sagði Enrich. Scania vann í sumar hin virtu „Green Truck“ verðlaun og er það fjórða árið í röð sem atvinnubílaframleiðandinn nær þeim stórgóða árangri. Framkvæmdastjórn ESB hefur staðfest að Scania stendur sig best meðal stórbílaframleiðenda í að draga úr losun koltvísýrings.
Vistvænir bílar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent