Líkti samstöðufundi við aftöku án dóms og laga Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2021 23:00 Kevin Gough, verjandi William Bryan. AP/Octavio Jones Kevin Gough, verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery, sagði samstöðufund sem haldin var fyrir utan dómshúsið í Brunswick í Georgíu vera álíka aftöku mannanna þriggja. „Svona lítur aftaka án dóms og laga (e. lynching) út á 21. öldinni,“ sagði Gough við dómara málsins í dag. Hann sagði „skríl réttlætisriddara“ (e. woke mob) koma í veg fyrir að William Bryan, skjólstæðingur hans, og feðgarnir Travis og Greg McMichael fengju sanngjörn réttarhöld. Þetta sagði Gough, sem er lögmaður þegar hann fór fram á að málið gegn þremenningunum yrði fellt niður. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafnaði dómarinn þeirri kröfu án mikillar umræðu. „Ég man ekki til nokkurs atviks í dómsalnum sjálfum,“ sagði Timothy Walmsley, dómari. Gough vakti mikla athygli fyrr í vikunni þegar hann krafðist þess að þeldökkum prestum yrði ekki hleypt inn í dómsalinn. Það var eftir að Al Sharpton, presturinn frægi, sat með fjölskyldu Arbery í dómsal í vikunni. Al Sharpton ávarpar þá sem sóttu bænastundina og samstöðufundinn við dómshúsið í gær. Sitt hvoru megin við hann standa Wanda Cooper-Jones pg Marcus Arbery, foreldrar Ahmaud Arbery.AP/Stephen B. Morton Lögmaðurinn sagði veru hans í salnum ætlað að ógna kviðdómendum í málinu, sem flestir eru hvítir. Vegna þeirra ummæla héldu Sharpton, Jesse Jackson og Martin Luther King III og fjölmargir aðrir prestar, sem flestir voru þeldökkir, bænastund við dómshúsið í gær. Sjá einnig: Verjandi vill ekki fleiri svarta presta í dómsal Bryan og feðgarnir Greg og Travis McMichael eru sakaðir um morð fyrir að hefa elt upp ungan svartan mann og skjóta hann til bana eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Mennirnir þrír veittu Arbery eftirför eftir að þeir sáu hann skokka í gegnum hverfi þeirra í febrúar í fyrra. Þeir munu hafa elt hann um nokkuð skeið og reynt að aka í veg fyrir hann. Að endingu sátu þeir fyrir honum. Travis fór út úr bíl sínum, vopnaður haglabyssu, og kom til átaka milli hans og Arbery. Travis skaut Arbery þrisvar sinnum. Travis McMichael, sem skaut Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í gær að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. Lesa má nánar um vitnisburð McMichaels og aðdraganda dauða Arbery hér að neðan. Mennirnir voru handteknir tíu vikum síðar þegar myndband af dauða Arbery, sem Bryan tók, var birt á netinu. Það var í maí í fyrra, nokkrum dögum áður en George Floyd var drepinn af lögregluþjónum í Minneapolis. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Ákæra saksóknara fyrir að hylma yfir með morðingjum Fyrrverandi saksóknari í Georgíu í Bandaríkjunum hefur nú verið ákærður fyrir meðferð sína á drápi á óvopnuðum svörtum skokkara í fyrra. Konan er sökuð um að hafa haldið hlífiskildi yfir karlmönnunum sem eru ákærðir fyrir morðið á skokkaranum. 3. september 2021 09:17 Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. 12. maí 2021 11:00 Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
„Svona lítur aftaka án dóms og laga (e. lynching) út á 21. öldinni,“ sagði Gough við dómara málsins í dag. Hann sagði „skríl réttlætisriddara“ (e. woke mob) koma í veg fyrir að William Bryan, skjólstæðingur hans, og feðgarnir Travis og Greg McMichael fengju sanngjörn réttarhöld. Þetta sagði Gough, sem er lögmaður þegar hann fór fram á að málið gegn þremenningunum yrði fellt niður. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafnaði dómarinn þeirri kröfu án mikillar umræðu. „Ég man ekki til nokkurs atviks í dómsalnum sjálfum,“ sagði Timothy Walmsley, dómari. Gough vakti mikla athygli fyrr í vikunni þegar hann krafðist þess að þeldökkum prestum yrði ekki hleypt inn í dómsalinn. Það var eftir að Al Sharpton, presturinn frægi, sat með fjölskyldu Arbery í dómsal í vikunni. Al Sharpton ávarpar þá sem sóttu bænastundina og samstöðufundinn við dómshúsið í gær. Sitt hvoru megin við hann standa Wanda Cooper-Jones pg Marcus Arbery, foreldrar Ahmaud Arbery.AP/Stephen B. Morton Lögmaðurinn sagði veru hans í salnum ætlað að ógna kviðdómendum í málinu, sem flestir eru hvítir. Vegna þeirra ummæla héldu Sharpton, Jesse Jackson og Martin Luther King III og fjölmargir aðrir prestar, sem flestir voru þeldökkir, bænastund við dómshúsið í gær. Sjá einnig: Verjandi vill ekki fleiri svarta presta í dómsal Bryan og feðgarnir Greg og Travis McMichael eru sakaðir um morð fyrir að hefa elt upp ungan svartan mann og skjóta hann til bana eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Mennirnir þrír veittu Arbery eftirför eftir að þeir sáu hann skokka í gegnum hverfi þeirra í febrúar í fyrra. Þeir munu hafa elt hann um nokkuð skeið og reynt að aka í veg fyrir hann. Að endingu sátu þeir fyrir honum. Travis fór út úr bíl sínum, vopnaður haglabyssu, og kom til átaka milli hans og Arbery. Travis skaut Arbery þrisvar sinnum. Travis McMichael, sem skaut Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í gær að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. Lesa má nánar um vitnisburð McMichaels og aðdraganda dauða Arbery hér að neðan. Mennirnir voru handteknir tíu vikum síðar þegar myndband af dauða Arbery, sem Bryan tók, var birt á netinu. Það var í maí í fyrra, nokkrum dögum áður en George Floyd var drepinn af lögregluþjónum í Minneapolis.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Ákæra saksóknara fyrir að hylma yfir með morðingjum Fyrrverandi saksóknari í Georgíu í Bandaríkjunum hefur nú verið ákærður fyrir meðferð sína á drápi á óvopnuðum svörtum skokkara í fyrra. Konan er sökuð um að hafa haldið hlífiskildi yfir karlmönnunum sem eru ákærðir fyrir morðið á skokkaranum. 3. september 2021 09:17 Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. 12. maí 2021 11:00 Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Ákæra saksóknara fyrir að hylma yfir með morðingjum Fyrrverandi saksóknari í Georgíu í Bandaríkjunum hefur nú verið ákærður fyrir meðferð sína á drápi á óvopnuðum svörtum skokkara í fyrra. Konan er sökuð um að hafa haldið hlífiskildi yfir karlmönnunum sem eru ákærðir fyrir morðið á skokkaranum. 3. september 2021 09:17
Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. 12. maí 2021 11:00
Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent