„Við vorum kallaðar skítugar“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. nóvember 2021 12:30 Anna, Valgerður og Kristín hjá Antirasistunum. HARI Á morgun, 20. nóvember, er alþjóðadagur barna haldinn hátíðlegur um allan heim þar sem UNICEF brýnir fyrir almenningi, fjölmiðlum og stjórnvöldum að gefa börnum orðið. Dagurinn er einnig afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, útbreiddasta mannréttindasáttmála heims, þar sem segir meðal annars: „Börn eiga rétt á því að tjá sig frjálslega um öll málefni sem hafa áhrif á líf þeirra. Fullorðnir eiga að hlusta og taka mark á þeim.“ Í tilefni alþjóðadags barna vann UNICEF á Íslandi myndband með ungum aðgerðarsinnum á Íslandi, börnum og ungmennum sem hafa tekið þá afstöðu að vera hluti af breytingum til batnaðar í samfélaginu okkar, frekar en að sætta sig við fordóma fyrri tíma. „Nú er að vaxa úr grasi upplýstasta kynslóð barna í sögunni sem hafa hugmyndir um hvernig breyta megi heiminum. Þau vilja orðið, valdið og virðinguna til að tjá skoðanir sínar. Nú er það okkar að hlusta. Skilaboðin eru skýr: Hlustið á okkur!“ segir í tilkynningu frá UNICEF. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Samfélagið hlustar ekki UNICEF á Íslandi vann myndbandið með Ungmennaráði UNICEF auk fulltrúa frá Antirasistunum, Menntakerfinu okkar og Eiði Welding, varaformanni CP félagsins. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa upplifað fordóma, fordóma vegna húðlitar síns eða þjóðernis, vegna fötlunar eða að ekki sé tekið mark á þeim eða skoðunum þeirra vegna þess að þau eru börn. „Við vorum kallaðar skítugar til þess að niðurlægja okkur,“ segja Anna, Valgerður og Kristín hjá Antirasistunum. Þær segja að nú sé tíminn til að fræða og dreifa visku um fjölbreytileikann til næstu kynslóða. Menntakerfið okkar, hópur fjögurra ungmenna sem vilja uppfæra og betrumbæta íslenska menntakerfið vilja sjá til þess að starfshættir grunnskóla mótist af umburðarlyndi, kærleika, víðsýni og jafnrétti. Þau vilja tortíma fordómum, binda endi á einelti og nútímavæða menntakerfið því fordómar eru fáfræði. Eiður Welding, varaformaður CP félagsins, sendir þau skilaboð að nú sé tíminn til að sperra eyrun og hlusta, fyrir bætt samfélag. „Hundruð, ef ekki þúsundir fatlaðra barna eru með sterka rödd og hafa mikið að segja en samfélagið hlustar ekki,“ segir Eiður. Eiður Welding ræddi málefni fatlaðra í Spjallið með Góðvild hér á Vísi.Mission framleiðsla Upplifa fordóma alla daga „Við upplifum fordóma á hverjum degi fyrir það eitt að vera börn,“ segja fulltrúar í Ungmennaráði UNICEF á Íslandi. „Það er ekki hlustað þegar við segjum frá ofbeldi, þegar við upplifum vanlíðan, þegar við fjöllum um loftlagsmál, gagnrýnum menntakerfið eða þurfum hjálp,“ segir enn fremur í tilkynningunni. „Börnin hafa fengið orðið og skilaboðin til fullorðinna eru skýr: Ekki verða kynslóðin sem fer í sögubækurnar fyrir að afskrifa skoðanir barna. Verið breytingin sem fer í sögubækurnar fyrir að hlusta á þau. Verkefnið er stutt af áætlun Evrópusambandsins um réttindi, jafnrétti og borgararétt (Rights, Equality and Citizenship Program 2014-2020). Efni myndbandsins er birt á ábyrgð UNICEF á Íslandi og endurspeglar ekki afstöðu eða skoðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Börn og uppeldi Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Börn vilja orðið, valdið og virðinguna! Í tilefni alþjóðadags barna vann UNICEF á Íslandi myndband með ungum aðgerðarsinnum á Íslandi. 19. nóvember 2021 09:36 „Veit nákvæmlega hvernig það er að vera fatlað barn í þessu samfélagi“ „Ef þú bendir á vandamál þá er mikilvægt að þú komir með lausnir líka,“ segir Eiður Welding. Hann fæddist CP, eða cerebral palsy, sem er algengasta tegund hreyfihamlana meðal barna. Eiður vill leggja sitt af mörkum til að bæta samfélagið og fræða fólk um fatlanir. 16. mars 2021 08:00 Berst fyrir málefnum barna aðeins tólf ára gamall Vilhjálmur Hauksson er tólf ára drengur með sterka réttlætiskennd. Hann situr í ráðgjafahópi Umboðsmanns barna þar sem hann berst fyrir málefnum fatlaðra barna. Sjálfur er hann með hreyfihömlunina CP ásamt því að vera greindur með Asperger. 16. nóvember 2021 16:30 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Sjá meira
Dagurinn er einnig afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, útbreiddasta mannréttindasáttmála heims, þar sem segir meðal annars: „Börn eiga rétt á því að tjá sig frjálslega um öll málefni sem hafa áhrif á líf þeirra. Fullorðnir eiga að hlusta og taka mark á þeim.“ Í tilefni alþjóðadags barna vann UNICEF á Íslandi myndband með ungum aðgerðarsinnum á Íslandi, börnum og ungmennum sem hafa tekið þá afstöðu að vera hluti af breytingum til batnaðar í samfélaginu okkar, frekar en að sætta sig við fordóma fyrri tíma. „Nú er að vaxa úr grasi upplýstasta kynslóð barna í sögunni sem hafa hugmyndir um hvernig breyta megi heiminum. Þau vilja orðið, valdið og virðinguna til að tjá skoðanir sínar. Nú er það okkar að hlusta. Skilaboðin eru skýr: Hlustið á okkur!“ segir í tilkynningu frá UNICEF. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Samfélagið hlustar ekki UNICEF á Íslandi vann myndbandið með Ungmennaráði UNICEF auk fulltrúa frá Antirasistunum, Menntakerfinu okkar og Eiði Welding, varaformanni CP félagsins. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa upplifað fordóma, fordóma vegna húðlitar síns eða þjóðernis, vegna fötlunar eða að ekki sé tekið mark á þeim eða skoðunum þeirra vegna þess að þau eru börn. „Við vorum kallaðar skítugar til þess að niðurlægja okkur,“ segja Anna, Valgerður og Kristín hjá Antirasistunum. Þær segja að nú sé tíminn til að fræða og dreifa visku um fjölbreytileikann til næstu kynslóða. Menntakerfið okkar, hópur fjögurra ungmenna sem vilja uppfæra og betrumbæta íslenska menntakerfið vilja sjá til þess að starfshættir grunnskóla mótist af umburðarlyndi, kærleika, víðsýni og jafnrétti. Þau vilja tortíma fordómum, binda endi á einelti og nútímavæða menntakerfið því fordómar eru fáfræði. Eiður Welding, varaformaður CP félagsins, sendir þau skilaboð að nú sé tíminn til að sperra eyrun og hlusta, fyrir bætt samfélag. „Hundruð, ef ekki þúsundir fatlaðra barna eru með sterka rödd og hafa mikið að segja en samfélagið hlustar ekki,“ segir Eiður. Eiður Welding ræddi málefni fatlaðra í Spjallið með Góðvild hér á Vísi.Mission framleiðsla Upplifa fordóma alla daga „Við upplifum fordóma á hverjum degi fyrir það eitt að vera börn,“ segja fulltrúar í Ungmennaráði UNICEF á Íslandi. „Það er ekki hlustað þegar við segjum frá ofbeldi, þegar við upplifum vanlíðan, þegar við fjöllum um loftlagsmál, gagnrýnum menntakerfið eða þurfum hjálp,“ segir enn fremur í tilkynningunni. „Börnin hafa fengið orðið og skilaboðin til fullorðinna eru skýr: Ekki verða kynslóðin sem fer í sögubækurnar fyrir að afskrifa skoðanir barna. Verið breytingin sem fer í sögubækurnar fyrir að hlusta á þau. Verkefnið er stutt af áætlun Evrópusambandsins um réttindi, jafnrétti og borgararétt (Rights, Equality and Citizenship Program 2014-2020). Efni myndbandsins er birt á ábyrgð UNICEF á Íslandi og endurspeglar ekki afstöðu eða skoðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Börn og uppeldi Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Börn vilja orðið, valdið og virðinguna! Í tilefni alþjóðadags barna vann UNICEF á Íslandi myndband með ungum aðgerðarsinnum á Íslandi. 19. nóvember 2021 09:36 „Veit nákvæmlega hvernig það er að vera fatlað barn í þessu samfélagi“ „Ef þú bendir á vandamál þá er mikilvægt að þú komir með lausnir líka,“ segir Eiður Welding. Hann fæddist CP, eða cerebral palsy, sem er algengasta tegund hreyfihamlana meðal barna. Eiður vill leggja sitt af mörkum til að bæta samfélagið og fræða fólk um fatlanir. 16. mars 2021 08:00 Berst fyrir málefnum barna aðeins tólf ára gamall Vilhjálmur Hauksson er tólf ára drengur með sterka réttlætiskennd. Hann situr í ráðgjafahópi Umboðsmanns barna þar sem hann berst fyrir málefnum fatlaðra barna. Sjálfur er hann með hreyfihömlunina CP ásamt því að vera greindur með Asperger. 16. nóvember 2021 16:30 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Sjá meira
Börn vilja orðið, valdið og virðinguna! Í tilefni alþjóðadags barna vann UNICEF á Íslandi myndband með ungum aðgerðarsinnum á Íslandi. 19. nóvember 2021 09:36
„Veit nákvæmlega hvernig það er að vera fatlað barn í þessu samfélagi“ „Ef þú bendir á vandamál þá er mikilvægt að þú komir með lausnir líka,“ segir Eiður Welding. Hann fæddist CP, eða cerebral palsy, sem er algengasta tegund hreyfihamlana meðal barna. Eiður vill leggja sitt af mörkum til að bæta samfélagið og fræða fólk um fatlanir. 16. mars 2021 08:00
Berst fyrir málefnum barna aðeins tólf ára gamall Vilhjálmur Hauksson er tólf ára drengur með sterka réttlætiskennd. Hann situr í ráðgjafahópi Umboðsmanns barna þar sem hann berst fyrir málefnum fatlaðra barna. Sjálfur er hann með hreyfihömlunina CP ásamt því að vera greindur með Asperger. 16. nóvember 2021 16:30