Létti sig um 33 kíló á einu ári þegar hann var að undirbúa sig að koma út úr skápnum Stefán Árni Pálsson skrifar 21. nóvember 2021 10:00 Friðrik Ómar kom formlega út úr skápnum árið 2006 þegar hann var 25 ára. Vísir/vilhelm Friðrik Ómar Hjörleifsson er einn vinsælasti söngvari landsins og hefur verið það heillengi. Friðrik er með skemmtilegri mönnum landsins og nánast alltaf í góðu skapi. Hann er gestur vikunnar í Einkalífinu. Í þættinum fer Friðrik um víðan völl og talar meðal annars um tímann þegar hann létti sig um rúmlega þrjátíu kíló á einu ári. „Ég kem hingað suður árið 2003 og byrja borða skyr, sem var voðalega vinsælt þá. Það virkaði þó það sé nú töluvert mikill sykur í því. Ég fékk mér einkaþjálfara og þetta gekk nokkuð hratt. Ég fer úr 96 kílóum niður í 63 kíló á svona einu ári,“ segir Friðrik og heldur áfram. „Ég fór ekki í hjáveituaðgerð og gerði þetta bara sjálfur. Í minningunni var ég ekki að svelta mig eða neitt svoleiðis. Það var bara eitthvað svo mikið að gerast hjá mér. Ég var að undirbúa að koma út úr skápnum, ég var hrifinn af strák og þetta gerist allt saman í einum graut. Ég missi þarna sveindóminn 25 ára og hafði ekki verið með konu eða neitt á þessum tíma,“ segir Friðrik sem kom síðan út úr skápnum árið 2006. „Ég var samt búinn að segja mömmu áður og vinum og fleirum. Þau bara fóru að hlægja og vissu þetta tíu árum áður. Þetta var að einhverju leyti erfitt skref því maður býr til svo mikið í hausnum á sér og ákveður fyrir fram hvernig fólk bregst við.“ Friðrik ræður um þennan tíma þegar 19 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan fer Friðrik einnig yfir tónlistarferilinn, æskuna og áfallið þegar foreldrar hans skildu, um húmorinn svarta, um Eurovision ævintýrin, einelti sem hann varð fyrir sem barn, skilnaðinn eftir ellefu ára samband, framtíðina og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Hann er gestur vikunnar í Einkalífinu. Í þættinum fer Friðrik um víðan völl og talar meðal annars um tímann þegar hann létti sig um rúmlega þrjátíu kíló á einu ári. „Ég kem hingað suður árið 2003 og byrja borða skyr, sem var voðalega vinsælt þá. Það virkaði þó það sé nú töluvert mikill sykur í því. Ég fékk mér einkaþjálfara og þetta gekk nokkuð hratt. Ég fer úr 96 kílóum niður í 63 kíló á svona einu ári,“ segir Friðrik og heldur áfram. „Ég fór ekki í hjáveituaðgerð og gerði þetta bara sjálfur. Í minningunni var ég ekki að svelta mig eða neitt svoleiðis. Það var bara eitthvað svo mikið að gerast hjá mér. Ég var að undirbúa að koma út úr skápnum, ég var hrifinn af strák og þetta gerist allt saman í einum graut. Ég missi þarna sveindóminn 25 ára og hafði ekki verið með konu eða neitt á þessum tíma,“ segir Friðrik sem kom síðan út úr skápnum árið 2006. „Ég var samt búinn að segja mömmu áður og vinum og fleirum. Þau bara fóru að hlægja og vissu þetta tíu árum áður. Þetta var að einhverju leyti erfitt skref því maður býr til svo mikið í hausnum á sér og ákveður fyrir fram hvernig fólk bregst við.“ Friðrik ræður um þennan tíma þegar 19 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan fer Friðrik einnig yfir tónlistarferilinn, æskuna og áfallið þegar foreldrar hans skildu, um húmorinn svarta, um Eurovision ævintýrin, einelti sem hann varð fyrir sem barn, skilnaðinn eftir ellefu ára samband, framtíðina og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira