Lækna-Tómas kallar eftir neyðarstjórn yfir Landspítalanum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 20:05 Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítala, kallar eftir að neyðarstjórn verði skipuð yfir spítalann. Vísir Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á skurðdeild Landspítalans, kallar eftir því að neyðarstjórn verði skipuð yfir Landspítalann. Hann segir stöðuna grafalvarlega á spítalanum. Tómas gagnrýndi á þriðjudag Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, fyrir hvatningu þeirra til þess að sóttvarnaaðgerðum yrði aflétt. Skrifaði hann til dæmis í pistli sem birtist á Vísi að Landspítali sé enn og aftur kominn á hættustig, gjörgæsludeildir spítalans séu fullar og staðan á smitsjúkdóma- og lungnadeild þung. Afleiðingarnar á hárri smittíðni hér á landi endurspeglist í þeirri staðreynd að önnur ríki vari nú þegna sína við ferðalögum til Íslands. „Er þetta fyrirsjáanleikinn sem ferðaþjónusta og samtök atvinnurekenda voru að auglýsa eftir, og það frá sjálfum ráðherra málaflokksins? Orðum fylgir ábyrgð. Það verður að teljast skrítið að ráðherrar skuli stíga fram undir formerkjum einstaklingsfrelsis og afnema takmarkanir sem eru nauðsynlegar og settar á með mannúð og hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi,“ skrifaði Tómas. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, hefur síðan gagnrýnt Tómas fyrir orð hans og sakað hann um karlrembulegan læknahroka. Björn Ingi og Tómas komu saman í Kastljósi á RÚV í kvöld til að ræða málið. Voru þeir sammála um að staðan á Landspítalanum sé svo slæm vegna þess að Landspítalann haldi ekki í við önnur verkefni á sama tíma og deildir eru undirlagðar af Covid-sjúklingum. Fjármagn vanti á Landspítalann til að hægt sé að greiða starfsmönnum þess laun sem þeir fallist á miðað við álag. „Við þurfum að gera hlutina í réttri röð. Við erum bara í þeirri aðstöðu núna að við getum varla leyst þetta. Það þarf þverpólitíska sátt og að allir flokkar setjist niður og það sé sett heildarstefna á málaflokkinn til lengri tíma. Ekki bara eitt kjörtímabil heilbrigðisráðherra, að menn tali saman. Jafnvel neyðarstjórn yfir spítalann, þó ég viti að sumum á spítalanum hugnist það ekki,“ sagði Tómas. „Við verðum í þessari umræðu að höfða til mannúðar, ég skil alveg þetta með frelsið og að allir séu orðnir pirraðir því það sé ekki hægt að halda tónleika. En það verður að sýna skilning og mannúð. Hvar eru Alþingismenn og ráðherrar? Af hverja koma þeir ekki upp á spítala að heimsækja okkur og sjá í auga stormsins?“ Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Tómas spyr: Er þetta fyrirsjáanleikinn sem menn voru að kalla eftir? „Það verður að teljast skrýtið að ráðherrar skuli stíga fram undir formerkjum einstaklingsfrelsis og afnema takmarkanir sem eru nauðsynlegar og settar á með mannúð og hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.“ 17. nóvember 2021 07:31 Lækna-Tómas hundskammar Áslaugu Örnu og Þórdísi Kolbrúnu „Nær daglega heyrast neyðaróp frá bráðamóttöku spítalans, þar sem ástandið er fyrir löngu orðið algjörlega óboðlegt, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Á gjörgæsludeildum spítalans er ástandið ekki síður alvarlegt, og nálgast neyðarástand.“ 11. nóvember 2021 13:35 Flaggskip með net í skrúfunni Það er sárt að sjá hvernig sumar lykildeildir Landspítala eru hægt og sígandi að sökkva í sæ. Það eru engar ýkjur að flaggskip íslenska heilbrigðiskerfisins er komið með net í skrúfuna – og virðist reka að klettóttri strönd. 10. nóvember 2021 22:30 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Sjá meira
Tómas gagnrýndi á þriðjudag Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, fyrir hvatningu þeirra til þess að sóttvarnaaðgerðum yrði aflétt. Skrifaði hann til dæmis í pistli sem birtist á Vísi að Landspítali sé enn og aftur kominn á hættustig, gjörgæsludeildir spítalans séu fullar og staðan á smitsjúkdóma- og lungnadeild þung. Afleiðingarnar á hárri smittíðni hér á landi endurspeglist í þeirri staðreynd að önnur ríki vari nú þegna sína við ferðalögum til Íslands. „Er þetta fyrirsjáanleikinn sem ferðaþjónusta og samtök atvinnurekenda voru að auglýsa eftir, og það frá sjálfum ráðherra málaflokksins? Orðum fylgir ábyrgð. Það verður að teljast skrítið að ráðherrar skuli stíga fram undir formerkjum einstaklingsfrelsis og afnema takmarkanir sem eru nauðsynlegar og settar á með mannúð og hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi,“ skrifaði Tómas. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, hefur síðan gagnrýnt Tómas fyrir orð hans og sakað hann um karlrembulegan læknahroka. Björn Ingi og Tómas komu saman í Kastljósi á RÚV í kvöld til að ræða málið. Voru þeir sammála um að staðan á Landspítalanum sé svo slæm vegna þess að Landspítalann haldi ekki í við önnur verkefni á sama tíma og deildir eru undirlagðar af Covid-sjúklingum. Fjármagn vanti á Landspítalann til að hægt sé að greiða starfsmönnum þess laun sem þeir fallist á miðað við álag. „Við þurfum að gera hlutina í réttri röð. Við erum bara í þeirri aðstöðu núna að við getum varla leyst þetta. Það þarf þverpólitíska sátt og að allir flokkar setjist niður og það sé sett heildarstefna á málaflokkinn til lengri tíma. Ekki bara eitt kjörtímabil heilbrigðisráðherra, að menn tali saman. Jafnvel neyðarstjórn yfir spítalann, þó ég viti að sumum á spítalanum hugnist það ekki,“ sagði Tómas. „Við verðum í þessari umræðu að höfða til mannúðar, ég skil alveg þetta með frelsið og að allir séu orðnir pirraðir því það sé ekki hægt að halda tónleika. En það verður að sýna skilning og mannúð. Hvar eru Alþingismenn og ráðherrar? Af hverja koma þeir ekki upp á spítala að heimsækja okkur og sjá í auga stormsins?“
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Tómas spyr: Er þetta fyrirsjáanleikinn sem menn voru að kalla eftir? „Það verður að teljast skrýtið að ráðherrar skuli stíga fram undir formerkjum einstaklingsfrelsis og afnema takmarkanir sem eru nauðsynlegar og settar á með mannúð og hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.“ 17. nóvember 2021 07:31 Lækna-Tómas hundskammar Áslaugu Örnu og Þórdísi Kolbrúnu „Nær daglega heyrast neyðaróp frá bráðamóttöku spítalans, þar sem ástandið er fyrir löngu orðið algjörlega óboðlegt, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Á gjörgæsludeildum spítalans er ástandið ekki síður alvarlegt, og nálgast neyðarástand.“ 11. nóvember 2021 13:35 Flaggskip með net í skrúfunni Það er sárt að sjá hvernig sumar lykildeildir Landspítala eru hægt og sígandi að sökkva í sæ. Það eru engar ýkjur að flaggskip íslenska heilbrigðiskerfisins er komið með net í skrúfuna – og virðist reka að klettóttri strönd. 10. nóvember 2021 22:30 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Sjá meira
Tómas spyr: Er þetta fyrirsjáanleikinn sem menn voru að kalla eftir? „Það verður að teljast skrýtið að ráðherrar skuli stíga fram undir formerkjum einstaklingsfrelsis og afnema takmarkanir sem eru nauðsynlegar og settar á með mannúð og hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.“ 17. nóvember 2021 07:31
Lækna-Tómas hundskammar Áslaugu Örnu og Þórdísi Kolbrúnu „Nær daglega heyrast neyðaróp frá bráðamóttöku spítalans, þar sem ástandið er fyrir löngu orðið algjörlega óboðlegt, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Á gjörgæsludeildum spítalans er ástandið ekki síður alvarlegt, og nálgast neyðarástand.“ 11. nóvember 2021 13:35
Flaggskip með net í skrúfunni Það er sárt að sjá hvernig sumar lykildeildir Landspítala eru hægt og sígandi að sökkva í sæ. Það eru engar ýkjur að flaggskip íslenska heilbrigðiskerfisins er komið með net í skrúfuna – og virðist reka að klettóttri strönd. 10. nóvember 2021 22:30