SA vill lækka eða fresta samningsbundnum launahækkunum Heimir Már Pétursson skrifar 18. nóvember 2021 20:00 Á köflum neistaði á milli forseta Alþýðusambandsins og framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í Pallborðinu í dag. Stöð 2/Ragnar Visage Samtök atvinnulífsins vilja lækka eða fresta samningsbundum launahækkunum á næsta ári til að forðast frekari vaxahækkanir og saka verkalýðshreyfinguna um ábyrgðarleysi. Forseti ASÍ segir launafólk hins vegar rétt núna vera að ná þeim kaupmætti sem glataðist í hruninu. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins tókust á um stöðuna í efnahags- og kjaramálum í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. Verkalýðshreyfingin hefur mótmælt vaxtahækkunum Seðlabankans undanfarna mánuði og segir þær kalla á kjarabætur. Famkvæmdastjóri SA segir verkalýðshreyfinguna á villigötum í þeim málflutningi og tekur undir með Seðlabankanum um að laun hafi hækkað of mikið miðað við stöðuna í dag. Haldór Benjamín segir serkalýðshreyfingin hafa hafnað öllum óskum um samtal um breytingar á kjarasamningi frá upphafi kórónuveirufaraldursins, hvort sem um væri að ræða seinkun launahækkana eða minni hækkanir. „Mér finnst það óskynsamleg afstaða hjá verkalýðshreyfingunni og ég held að sagan muni ekki fara blíðum höndum um þessa afstöðu. Við munum öll fá þessar launahækkanir í hausinn vegna þess að Seðlabankinn mun bregðast við. Þegar Seðlabankinn bregst við hefur það bein áhrif á heimilin í landinu, á fyrirtækin í landinu. Sem munu bera hærri greiðslubyrði og í mörgum tilvikum kannski hærri greiðslubyrði en sem nemur umsömdum launahækkunum,“ sagði Halldór Benjamín. Í Pallborðinu á Vísi og Vísi/Stöð 2 í dag komu fram gerólíkt mat verkalýðshreyfingarinnar annars vegar og atvinnurekenda hins vegar á stöðunni í kjara- og efnahagsmálum.Stöð 2/Ragnar Visage Drífa vísaði þessum málflutningi á bug og sagði tíma til komin að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins styddu aðgerðir til að taka á hinum raunverulegu ástæðum verðbólgunnar. „Ég held að það sé kannski tækifæri til núna bæði fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann að fara aðeins að skipta um plötu. Það þýðir ekki að vera að ráðast stöðugt á launafólk og segja að launahækkanir hér á Íslandi séu að hleypa öllu í bál og brand. Nú skulum við aðeins fara að líta til baka síðustu áratugi. Þessi kór er búinn að dynja á stöðugt á okkur, launafólki á Íslandi. Ef þið semjið um þetta eða ef þessum kröfum verður mætt, ef þetta gerist, þá mun allt fara í bál og brand. Staðreyndin er sú að við erum bara núna að ná upp í kaupmáttinn sem var tekinn af okkur í hruninu,“ sagði Drífa. Hún og Halldór tókust hart á um næstu skref og höfðu ólíka sýn á næstu kjarasamninga sem þegar er byrjað að undirbúa. Horfa má á Pallborðið í heild sinni hér fyrir neðan. Seðlabankinn Vinnumarkaður Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Seðlabankastjóri segir óheppilegt að launafólk fái hagvaxtarauka Seðlabankastjóri segir óheppilegt að laun hækki næsta vor með svo kölluðum hagvaxtarauka sem samið var um í lífskjarasamningunum. Miklar launahækkanir, hækkun á verði íbúðarhúsnæðis og hrávöru í útlöndum kyndi undir verðbólgunni. 17. nóvember 2021 19:20 Versnandi verðbólguhorfur Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabanka Íslands í ágúst sem reiknar með að hún verði komin upp í 4,7 prósent undir lok þessa árs. Viðvarandi hækkun húsnæðisverðs og launa og verðs á hrávörum í útlöndum eru meginforsendurnar fyrir því að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína í morgun um 0,5 prósentustig. 17. nóvember 2021 13:14 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Biggi ekki lengur lögga Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Sjá meira
Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins tókust á um stöðuna í efnahags- og kjaramálum í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. Verkalýðshreyfingin hefur mótmælt vaxtahækkunum Seðlabankans undanfarna mánuði og segir þær kalla á kjarabætur. Famkvæmdastjóri SA segir verkalýðshreyfinguna á villigötum í þeim málflutningi og tekur undir með Seðlabankanum um að laun hafi hækkað of mikið miðað við stöðuna í dag. Haldór Benjamín segir serkalýðshreyfingin hafa hafnað öllum óskum um samtal um breytingar á kjarasamningi frá upphafi kórónuveirufaraldursins, hvort sem um væri að ræða seinkun launahækkana eða minni hækkanir. „Mér finnst það óskynsamleg afstaða hjá verkalýðshreyfingunni og ég held að sagan muni ekki fara blíðum höndum um þessa afstöðu. Við munum öll fá þessar launahækkanir í hausinn vegna þess að Seðlabankinn mun bregðast við. Þegar Seðlabankinn bregst við hefur það bein áhrif á heimilin í landinu, á fyrirtækin í landinu. Sem munu bera hærri greiðslubyrði og í mörgum tilvikum kannski hærri greiðslubyrði en sem nemur umsömdum launahækkunum,“ sagði Halldór Benjamín. Í Pallborðinu á Vísi og Vísi/Stöð 2 í dag komu fram gerólíkt mat verkalýðshreyfingarinnar annars vegar og atvinnurekenda hins vegar á stöðunni í kjara- og efnahagsmálum.Stöð 2/Ragnar Visage Drífa vísaði þessum málflutningi á bug og sagði tíma til komin að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins styddu aðgerðir til að taka á hinum raunverulegu ástæðum verðbólgunnar. „Ég held að það sé kannski tækifæri til núna bæði fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann að fara aðeins að skipta um plötu. Það þýðir ekki að vera að ráðast stöðugt á launafólk og segja að launahækkanir hér á Íslandi séu að hleypa öllu í bál og brand. Nú skulum við aðeins fara að líta til baka síðustu áratugi. Þessi kór er búinn að dynja á stöðugt á okkur, launafólki á Íslandi. Ef þið semjið um þetta eða ef þessum kröfum verður mætt, ef þetta gerist, þá mun allt fara í bál og brand. Staðreyndin er sú að við erum bara núna að ná upp í kaupmáttinn sem var tekinn af okkur í hruninu,“ sagði Drífa. Hún og Halldór tókust hart á um næstu skref og höfðu ólíka sýn á næstu kjarasamninga sem þegar er byrjað að undirbúa. Horfa má á Pallborðið í heild sinni hér fyrir neðan.
Seðlabankinn Vinnumarkaður Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Seðlabankastjóri segir óheppilegt að launafólk fái hagvaxtarauka Seðlabankastjóri segir óheppilegt að laun hækki næsta vor með svo kölluðum hagvaxtarauka sem samið var um í lífskjarasamningunum. Miklar launahækkanir, hækkun á verði íbúðarhúsnæðis og hrávöru í útlöndum kyndi undir verðbólgunni. 17. nóvember 2021 19:20 Versnandi verðbólguhorfur Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabanka Íslands í ágúst sem reiknar með að hún verði komin upp í 4,7 prósent undir lok þessa árs. Viðvarandi hækkun húsnæðisverðs og launa og verðs á hrávörum í útlöndum eru meginforsendurnar fyrir því að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína í morgun um 0,5 prósentustig. 17. nóvember 2021 13:14 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Biggi ekki lengur lögga Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Sjá meira
Seðlabankastjóri segir óheppilegt að launafólk fái hagvaxtarauka Seðlabankastjóri segir óheppilegt að laun hækki næsta vor með svo kölluðum hagvaxtarauka sem samið var um í lífskjarasamningunum. Miklar launahækkanir, hækkun á verði íbúðarhúsnæðis og hrávöru í útlöndum kyndi undir verðbólgunni. 17. nóvember 2021 19:20
Versnandi verðbólguhorfur Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabanka Íslands í ágúst sem reiknar með að hún verði komin upp í 4,7 prósent undir lok þessa árs. Viðvarandi hækkun húsnæðisverðs og launa og verðs á hrávörum í útlöndum eru meginforsendurnar fyrir því að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína í morgun um 0,5 prósentustig. 17. nóvember 2021 13:14