Nokkrir hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 18:58 Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild Landspítala sögðu upp í dag vegna álags. Vísir/Vilhelm Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags. Landspítalinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann vakti athygli á miklu álagi á spítalanum sem sérstaklega birtist almenningi á bráðamóttökunni í Fossvogi. Að sögn heimildamanns fréttastofu á bráðadeildinni geti hann ekki lengur farið heim á hverju kvöldi með samviskubit gagnvart sjúklingum sem hann geti ekki sinnt nógu vel. Eins og staðan sé núna bíði 30 eftir að komast inn á aðrar deildir af bráðadeildinni, sem samsvari tveimur heilum deildum á spítalanum. Vegna þessa þrjátíu sem bíði á bráðadeildinni eftir að komast inn á aðrar deildir spítalans hafi aðeins sex rúm verið laus til að taka á móti öllum þeim sem leitað hafi á bráðamóttökuna í dag. Fólk liggi á göngum deildarinnar og þessa stundina séu sex sjúklingar sem hlúð sé að í biðstólum. Að sögn heimildamannsins sé ekki að hægt að tryggja örugga þjónustu í þessu ástandi. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, segir stöðuna grafalvarlega. „Það er vegna þess að við höfum hreinlega ekki nógu mörg rúm á spítalanum. Það er hreinlega bara þannig að nú eru 22 inniliggjandi á bráðamóttökunni og þeir komast ekki inn á deildir eins og staðan er núna,“ sagði Guðlaug í kvöldfréttum Stöðvar 2. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, segir stöðuna þar grafalvarlega.Vísir/Vilhelm Hún sagði að staðan væri önnur á spítalanum ef búið væri að koma upp farsóttardeild á Landspítala eins og forsvarsmenn hans hafa óskað eftir við heilbrigðisráðuneytið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag að verið væri að vinna að úrlausn beiðninnar og bíða eftir fjármagni fyrir deildina. „Það er þannig að það er 21 sjúklingur inniliggjandi með Covid-19 og það þýðir að0 það eru ekki aðrir sjúklingar þar. Þannig að við erum búin að loka heilli deild undir Covid og rúmlega það. Auðvitað myndi farsóttardeild hjálpa til.“ Deildin verði ekki tilbúin á næstunni. „Það þarf fyrst og fremst að taka ákvörðun að heimila opnun þessarar deildar og fá fjármagn til rekstrar. Síðan þarf að breyta húsnæði til að gera það,“ sagði Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítala. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Að sögn heimildamanns fréttastofu á bráðadeildinni geti hann ekki lengur farið heim á hverju kvöldi með samviskubit gagnvart sjúklingum sem hann geti ekki sinnt nógu vel. Eins og staðan sé núna bíði 30 eftir að komast inn á aðrar deildir af bráðadeildinni, sem samsvari tveimur heilum deildum á spítalanum. Vegna þessa þrjátíu sem bíði á bráðadeildinni eftir að komast inn á aðrar deildir spítalans hafi aðeins sex rúm verið laus til að taka á móti öllum þeim sem leitað hafi á bráðamóttökuna í dag. Fólk liggi á göngum deildarinnar og þessa stundina séu sex sjúklingar sem hlúð sé að í biðstólum. Að sögn heimildamannsins sé ekki að hægt að tryggja örugga þjónustu í þessu ástandi. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, segir stöðuna grafalvarlega. „Það er vegna þess að við höfum hreinlega ekki nógu mörg rúm á spítalanum. Það er hreinlega bara þannig að nú eru 22 inniliggjandi á bráðamóttökunni og þeir komast ekki inn á deildir eins og staðan er núna,“ sagði Guðlaug í kvöldfréttum Stöðvar 2. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, segir stöðuna þar grafalvarlega.Vísir/Vilhelm Hún sagði að staðan væri önnur á spítalanum ef búið væri að koma upp farsóttardeild á Landspítala eins og forsvarsmenn hans hafa óskað eftir við heilbrigðisráðuneytið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag að verið væri að vinna að úrlausn beiðninnar og bíða eftir fjármagni fyrir deildina. „Það er þannig að það er 21 sjúklingur inniliggjandi með Covid-19 og það þýðir að0 það eru ekki aðrir sjúklingar þar. Þannig að við erum búin að loka heilli deild undir Covid og rúmlega það. Auðvitað myndi farsóttardeild hjálpa til.“ Deildin verði ekki tilbúin á næstunni. „Það þarf fyrst og fremst að taka ákvörðun að heimila opnun þessarar deildar og fá fjármagn til rekstrar. Síðan þarf að breyta húsnæði til að gera það,“ sagði Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítala.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira