Solterra frumraun Subaru í rafbílaframleiðslu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. nóvember 2021 07:01 Subaru Solterra, frumraun Subaru í rafbílaframleiðslu. Subaru kynnti í vikunni rafjepplinginn Solterra, bíllinn er ávöxtur samstarfs Subaru og Toyota. Rétt eins og þegar Subaru og og Toyota framleiddu eins bíla í BRZ og GT86 þá eru þessir bílar, Solterra og Toyota bZ4X nánast alveg eins. Solterra verður til í framhjóla- og fjórhjóladrifs útgáfum, hann verður 210 hestöfl í framhjóladrifsútgáfu og 214 hestöfl með fjórhjóladrifi. Útgáfurnar eru sitthvoru megin við 2 tonn, augljóslega er framhjóladrifs bíllinn talsvert léttari, eða 90 kg. léttari. Innra rými í Subaru Solterra. Drægni og rafhlaða Framhjóladrifsbíllinn mun komast um 530 km á fullri hleðslu en fjórhjóladrifsbíllinn mun komast um 460 km. Báðar útfærslur munu nota sömu 71,4 kWh rafhlöðurnar. Bæði Toyota og Subaru eru frekar sein í rafjepplinga-leikinn. Sameinaðir kraftar þeirra eru þó frekar áhugaverð blanda. Fáir ef einhverjir framleiðendur vita meira um fjórhjóladrif en Subaru. Á meðan Toyota hefur varið síðustu þremur áratugum í að fullkomna rafhlöðutækni, sem hefur hingað til nýst tvinnbílum þeirra. Solterra séður frá hlið. Sagt hefur verið um þessa rafhlöður að þær muni einungis missa 10% af getu sinni á tíu árum eða 240.000 km. Það er eitthvað sem er nánast óþekkt í þessum bransa. Þá getur Solterra (og bZ4X) tekið inn 150 kW hleðslu og þar með hlaðið upp í um 80% drægni á hálftíma. Vistvænir bílar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent
Solterra verður til í framhjóla- og fjórhjóladrifs útgáfum, hann verður 210 hestöfl í framhjóladrifsútgáfu og 214 hestöfl með fjórhjóladrifi. Útgáfurnar eru sitthvoru megin við 2 tonn, augljóslega er framhjóladrifs bíllinn talsvert léttari, eða 90 kg. léttari. Innra rými í Subaru Solterra. Drægni og rafhlaða Framhjóladrifsbíllinn mun komast um 530 km á fullri hleðslu en fjórhjóladrifsbíllinn mun komast um 460 km. Báðar útfærslur munu nota sömu 71,4 kWh rafhlöðurnar. Bæði Toyota og Subaru eru frekar sein í rafjepplinga-leikinn. Sameinaðir kraftar þeirra eru þó frekar áhugaverð blanda. Fáir ef einhverjir framleiðendur vita meira um fjórhjóladrif en Subaru. Á meðan Toyota hefur varið síðustu þremur áratugum í að fullkomna rafhlöðutækni, sem hefur hingað til nýst tvinnbílum þeirra. Solterra séður frá hlið. Sagt hefur verið um þessa rafhlöður að þær muni einungis missa 10% af getu sinni á tíu árum eða 240.000 km. Það er eitthvað sem er nánast óþekkt í þessum bransa. Þá getur Solterra (og bZ4X) tekið inn 150 kW hleðslu og þar með hlaðið upp í um 80% drægni á hálftíma.
Vistvænir bílar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent