Skilorðsbundið fangelsi fyrir að taka upp kynlíf í óleyfi Árni Sæberg skrifar 12. nóvember 2021 18:55 Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms að mestu. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag dæmdur til sextíu daga fangelsisvistar fyrir blygðunarsemisbrot, en fullnustu refsingar var frestað til tveggja ára. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa tekið, án samþykkis, myndir og myndbönd af sér stunda kynlíf með konu. Í dómi Landsréttar, sem lesa má í heild sinni hér, segir að konan hafi leitað á neyðarmóttöku Landspítalans daginn eftir atvikið vegna kynferðisbrots. Hún hafi sagt lögreglu að hún hafi verið að skemmta sé á ótilgreindum skemmtistað og hitt þar fyrir manninn. Þau hafi þekkst og ákveðið að fara saman að heimili mannsins þar sem þau hafi stundað kynlíf með samþykki beggja. Hins vegar hafi hún, á meðan kynlífinu stóð, tekið eftir því að maðurinn væri að taka myndir og myndbönd af henni á farsíma sinn. Hún hafi ekki veitt leyfi fyrir slíkri myndatöku og því hafi hún sagt manninum að hætta og eyða myndefninu. Hann hafi orðið að ósk hennar en að hún hafi þó óttast að hann ætti afrit af efninu annars staðar í símanum eða í skýinu. Hún hafi þá tjáð honum að hún hyggðist leita til neyðarmóttöku og yfirgefið íbúðina. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði maðurinn að hann hefði verið að skipta um tónlist í síma sínum á meðan á kynlífinu stóð. „Eftir stutta stund hefði hann í kæruleysi byrjað að taka myndir og stutt myndskeið,“ er haft eftir honum í dóminum. Hann segist hafa hætt að taka upp og eytt myndunum og myndböndunum fyrir framan konuna þegar hann varð þess áskynja að henni líkaði ekki athæfi hans. Fór fram á tvær og hálfa milljón í bætur Auk skilorðsbundins fangelsis var maðurinn dæmdur til að greiða konunni þrjú hundruð þúsund krónur í miskabætur. Konan hafði farið fram á tvær og hálfa milljón króna í miskabætur úr hendi mannsins. Þá var manninum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, um 975 þúsund krónur. Hann hafði áður verið dæmdur til að bera málskostnað í héraði, um 1,850 þúsund krónur. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Í dómi Landsréttar, sem lesa má í heild sinni hér, segir að konan hafi leitað á neyðarmóttöku Landspítalans daginn eftir atvikið vegna kynferðisbrots. Hún hafi sagt lögreglu að hún hafi verið að skemmta sé á ótilgreindum skemmtistað og hitt þar fyrir manninn. Þau hafi þekkst og ákveðið að fara saman að heimili mannsins þar sem þau hafi stundað kynlíf með samþykki beggja. Hins vegar hafi hún, á meðan kynlífinu stóð, tekið eftir því að maðurinn væri að taka myndir og myndbönd af henni á farsíma sinn. Hún hafi ekki veitt leyfi fyrir slíkri myndatöku og því hafi hún sagt manninum að hætta og eyða myndefninu. Hann hafi orðið að ósk hennar en að hún hafi þó óttast að hann ætti afrit af efninu annars staðar í símanum eða í skýinu. Hún hafi þá tjáð honum að hún hyggðist leita til neyðarmóttöku og yfirgefið íbúðina. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði maðurinn að hann hefði verið að skipta um tónlist í síma sínum á meðan á kynlífinu stóð. „Eftir stutta stund hefði hann í kæruleysi byrjað að taka myndir og stutt myndskeið,“ er haft eftir honum í dóminum. Hann segist hafa hætt að taka upp og eytt myndunum og myndböndunum fyrir framan konuna þegar hann varð þess áskynja að henni líkaði ekki athæfi hans. Fór fram á tvær og hálfa milljón í bætur Auk skilorðsbundins fangelsis var maðurinn dæmdur til að greiða konunni þrjú hundruð þúsund krónur í miskabætur. Konan hafði farið fram á tvær og hálfa milljón króna í miskabætur úr hendi mannsins. Þá var manninum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, um 975 þúsund krónur. Hann hafði áður verið dæmdur til að bera málskostnað í héraði, um 1,850 þúsund krónur.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira