Umfjöllun og viðtöl: KA - Fram 37-33 | Heimamenn með góðan sigur Árni Gísli Magnússon skrifar 10. nóvember 2021 19:35 KA vann góðan sigur í kvöld. vísir/vilhelm KA og Fram mættust í 7. umferð Olís-deildar karla í handbolta nú í kvöld þar sem heimamenn fóru með nokkuð öruggan sigur af hólmi í miklum markaleik, lokatölur 37-33. Liðin skiptust á að skora á upphafsmínútum og var Ólafur Gústafsson, sem lék í stöðu vinstri skyttu hjá KA, greinilega búinn að hlaða skothöndina því hann skoraði fyrstu þrjú mörk heimamanna með því að negla tuðrunni í netið framhjá Arnóri í marki Fram. Um miðbik hálfleiksins breytti svo KA stöðunni úr 7-6 í 12-6 á rúmlega fjögurra mínútna kafla. Uppstilltur sóknarleikur Fram liðsins var alls ekki góður á þessum tíma og keyrðu KA menn seinni bylgjuna sífellt í bakið á gestunum og luku sóknum sínum oftar en ekki með marki. KA menn héldu áfram að hamra járnið meðan það var heitt og komust í 17-10 áður en Fram tókst að skora síðustu tvö mörkin fyrir hálfleik og munurinn því 5 mörk þegar gengið var til búningsherbergja. Einar Rafn var í stuði í hálfleiknum og skoraði 5 mörk í honum, þar af voru nokkrir þrumufleygir langt utan af velli. KA hélt uppteknum hætti í uppafi síðari hálfleiks og komust í 20-13 þegar fjórar mínútur voru liðnar. Stefán Darri Þórsson fékk sína þriðju brottvísum strax á annarri mínútu hálfleiksins og var allt annað en sáttur og lét bæði dómara og starfsmenn ritarborðs vita hversu ósáttur hann var. Þetta kveikti bara enn meira í heimamönnum sem fengu allt húsið með sér en Framarar urðu óaagðir eftir þetta og fóru að missa boltann trek í trekk og fá mörk í bakið. Þá sást langar leiðir að þeir söknuðu síns helsta markvarðar, Lárusar Helga, en markvarslan ekki góð hjá þeim bláklæddu í dag. Breki Dagsson þurfti oft að reyna skot úr erfiðum færum og sést það á nýtungu hans í dag, 3 mörk úr 8 skotum. Línumaður Fram, Rögvi Christiansen, var þó óviðráðanlegur og skoraði 11 mörk úr 12 skotum, þar af þrjú úr hraðaupphlaupum. KA gekk á lagið með Einar Rafn, Ólaf Gústafsson og Óðinn Þór í fararbroddi og hleyptu Frömurum ekki inn í leikinn fyrr en í raun þegar þrjár mínútur lifðu leiks og munurinn þrjú mörk en KA náði þá inn marki og kláruðu leikinn fagmannlega. Af hverju vann KA? Þeir voru í raun betri á öllum sviðum í dag. Varnarleikurinn flottur í fyrri hálfleik og lykilmenn þeirra stigu rækilega upp í sóknarleiknum þar sem að vörn gestanna átti í miklu basli. Það hjálpaði þá ekki að besti markmaður Fram, Lárus Helgi Ólafsson, var meiddur og var ekki með. Stefán Darri Þórsson fékk sína þriðju brottvísun í upphafi síðari hálfleiks og munar um minna þar sem hann er lykilmaður í vörn og einnig stekur sóknarlega. Hverjir stóðu upp úr? Ólafur Gústafsson var besti maður vallarins með 8 mörk úr 11 skotum. Þá má ekki gleyma Rögva Chrstiansen, línumanni Fram, sem skoraði 11 mörk úr 12 skotum og réð vörn KA nákvæmlega ekkert við hann þegar hann fékk boltann í hendurnar. Einar Rafn með 6 mörk og Óðinn Þór með 7 mörk voru einnig mjög flottir í dag og átti Einar nokkur skemmtileg föst skot lengst utan af velli sem enduðu sum hver í netinu. Hvað gekk illa? Það gekk virkilega illa hjá vörn Fram að ná stoppum inn í sóknarleik KA og voru þeir að fá á sig alltof mikið af skotum úr ágætis færum. Þeir fóru líka illa með boltann oft á tíðum í síðari hálfleik. Hvað gerist næst? KA fer suður yfir heiðar og mætir Aftureldingu að Varmá mánudaginn 14. nóvember kl. 19:40. Fram fær Val í heimsókn í Safamýrina sunnudaginn 13. nóvember kl. 19:30 Báðir þessir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þurfum fyrst og fremst að laga vörn og markvörslu Einar JónssonVísir/Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram, var lítt hrifinn af leik sinna manna í dag eftir fjögurra marka tap gegn KA fyrir norðan. „Ég held að vörn og markvarsla sé svona fljótt á litið það sem fór úrskeiðis hjá okkur í dag en það voru svo sem fleiri þættir. Fyrri hálfleikurinn er alls ekki góður og við bara komum illa inn í þennan leik þannig að það er svona það sem fór úrskeiðis.” Lárus Helgi Ólafsson, aðal markvörður Fram, var ekki á skýrslu í dag sem er mikill missir fyrir Fram liðið en hann er með 35,1% markvörslu að meðtali hingað til í deildinni sem gerir fimmtu bestu markvörsluna skv. HBStatz. Aðspurður hvers vegna hann hafi ekki verið með í dag var Einar stuttorður: „Hann er bara meiddur.” „Vörnin var bara ekki góð og þetta er náttúrulega bara samvinna markmanns og varnar og hún var ekki nógu góð í dag. Varnarleikurinn var ekki nógu góður og markvarslan hefði líka mátt vera betri en svona er þetta bara”, sagði Einar og vildi þá meina að fjarvera Lárusar í markinu sé ekki eina ástæðan fyrir því að liðið fær á sig 37 mörk í dag. KA náði 5-0 kafla um miðbik fyrri hálfleiks og breyttu stöðunni úr 7-6 í 12-6 og var Einar sammála því að það hafi farið eilítið með leikinn. „Það gerði okkur að minnsta kosti mjög erfitt fyrir og þetta var á stuttum kafla sem þeir ná fimm marka forystu og ég hélt nú að við værum að koma til baka hérna í seinni hálfleik og sýndum karakter en svo var þetta svona næstum því allan seinni hálfleik en KA spilaði líka mjög vel í dag, sérstaklega sóknarlega.” Fram skorar 33 mörk í dag og er Einar nokkuð sáttur með sóknarleikinn en segir vörn og markvörslu vera það sem þarf helst að bæta. „Við skorum 33 mörk, ég hefði tekið það nú eiginlega á hverjum degi en auðvitað skorum við eitt og eitt mark sem er erfitt en það var nú hinu megin líka þannig það er nú bara eins og er í handbolta en ég horfi fyrst og fremst á að við þurfum að laga vörn og markvörslu og auðvitað getum við slípað sóknarleikinn eitthvað til líka, það er hárrétt. Það er stutt búið af mótinu og við erum ennþá bara svolítið að slípa þetta og við erum búnir að vera fá menn inn og erum kannski ekki alveg að smella saman ennþá en það kemur, ég hef ekki áhyggjur af sóknarleiknum, ég hef meiri áhyggjur af varnarleiknum”. Rögvi Christiansen, línumaður Fram, skoraði 11 mörk úr 12 skotum og var Einar sammála undirrituðum að hann sé einn besti línumaður deildarinnar á sínum degi. „Eins og hann spilar í dag held ég að hann sé alveg í þeim hópi og hann spilaði frábærlega í dag og er einn af ljósu punktunum hér í kvöld og virkilega ánægður með hann.” Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla KA Fram Íslenski handboltinn Handbolti
KA og Fram mættust í 7. umferð Olís-deildar karla í handbolta nú í kvöld þar sem heimamenn fóru með nokkuð öruggan sigur af hólmi í miklum markaleik, lokatölur 37-33. Liðin skiptust á að skora á upphafsmínútum og var Ólafur Gústafsson, sem lék í stöðu vinstri skyttu hjá KA, greinilega búinn að hlaða skothöndina því hann skoraði fyrstu þrjú mörk heimamanna með því að negla tuðrunni í netið framhjá Arnóri í marki Fram. Um miðbik hálfleiksins breytti svo KA stöðunni úr 7-6 í 12-6 á rúmlega fjögurra mínútna kafla. Uppstilltur sóknarleikur Fram liðsins var alls ekki góður á þessum tíma og keyrðu KA menn seinni bylgjuna sífellt í bakið á gestunum og luku sóknum sínum oftar en ekki með marki. KA menn héldu áfram að hamra járnið meðan það var heitt og komust í 17-10 áður en Fram tókst að skora síðustu tvö mörkin fyrir hálfleik og munurinn því 5 mörk þegar gengið var til búningsherbergja. Einar Rafn var í stuði í hálfleiknum og skoraði 5 mörk í honum, þar af voru nokkrir þrumufleygir langt utan af velli. KA hélt uppteknum hætti í uppafi síðari hálfleiks og komust í 20-13 þegar fjórar mínútur voru liðnar. Stefán Darri Þórsson fékk sína þriðju brottvísum strax á annarri mínútu hálfleiksins og var allt annað en sáttur og lét bæði dómara og starfsmenn ritarborðs vita hversu ósáttur hann var. Þetta kveikti bara enn meira í heimamönnum sem fengu allt húsið með sér en Framarar urðu óaagðir eftir þetta og fóru að missa boltann trek í trekk og fá mörk í bakið. Þá sást langar leiðir að þeir söknuðu síns helsta markvarðar, Lárusar Helga, en markvarslan ekki góð hjá þeim bláklæddu í dag. Breki Dagsson þurfti oft að reyna skot úr erfiðum færum og sést það á nýtungu hans í dag, 3 mörk úr 8 skotum. Línumaður Fram, Rögvi Christiansen, var þó óviðráðanlegur og skoraði 11 mörk úr 12 skotum, þar af þrjú úr hraðaupphlaupum. KA gekk á lagið með Einar Rafn, Ólaf Gústafsson og Óðinn Þór í fararbroddi og hleyptu Frömurum ekki inn í leikinn fyrr en í raun þegar þrjár mínútur lifðu leiks og munurinn þrjú mörk en KA náði þá inn marki og kláruðu leikinn fagmannlega. Af hverju vann KA? Þeir voru í raun betri á öllum sviðum í dag. Varnarleikurinn flottur í fyrri hálfleik og lykilmenn þeirra stigu rækilega upp í sóknarleiknum þar sem að vörn gestanna átti í miklu basli. Það hjálpaði þá ekki að besti markmaður Fram, Lárus Helgi Ólafsson, var meiddur og var ekki með. Stefán Darri Þórsson fékk sína þriðju brottvísun í upphafi síðari hálfleiks og munar um minna þar sem hann er lykilmaður í vörn og einnig stekur sóknarlega. Hverjir stóðu upp úr? Ólafur Gústafsson var besti maður vallarins með 8 mörk úr 11 skotum. Þá má ekki gleyma Rögva Chrstiansen, línumanni Fram, sem skoraði 11 mörk úr 12 skotum og réð vörn KA nákvæmlega ekkert við hann þegar hann fékk boltann í hendurnar. Einar Rafn með 6 mörk og Óðinn Þór með 7 mörk voru einnig mjög flottir í dag og átti Einar nokkur skemmtileg föst skot lengst utan af velli sem enduðu sum hver í netinu. Hvað gekk illa? Það gekk virkilega illa hjá vörn Fram að ná stoppum inn í sóknarleik KA og voru þeir að fá á sig alltof mikið af skotum úr ágætis færum. Þeir fóru líka illa með boltann oft á tíðum í síðari hálfleik. Hvað gerist næst? KA fer suður yfir heiðar og mætir Aftureldingu að Varmá mánudaginn 14. nóvember kl. 19:40. Fram fær Val í heimsókn í Safamýrina sunnudaginn 13. nóvember kl. 19:30 Báðir þessir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þurfum fyrst og fremst að laga vörn og markvörslu Einar JónssonVísir/Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram, var lítt hrifinn af leik sinna manna í dag eftir fjögurra marka tap gegn KA fyrir norðan. „Ég held að vörn og markvarsla sé svona fljótt á litið það sem fór úrskeiðis hjá okkur í dag en það voru svo sem fleiri þættir. Fyrri hálfleikurinn er alls ekki góður og við bara komum illa inn í þennan leik þannig að það er svona það sem fór úrskeiðis.” Lárus Helgi Ólafsson, aðal markvörður Fram, var ekki á skýrslu í dag sem er mikill missir fyrir Fram liðið en hann er með 35,1% markvörslu að meðtali hingað til í deildinni sem gerir fimmtu bestu markvörsluna skv. HBStatz. Aðspurður hvers vegna hann hafi ekki verið með í dag var Einar stuttorður: „Hann er bara meiddur.” „Vörnin var bara ekki góð og þetta er náttúrulega bara samvinna markmanns og varnar og hún var ekki nógu góð í dag. Varnarleikurinn var ekki nógu góður og markvarslan hefði líka mátt vera betri en svona er þetta bara”, sagði Einar og vildi þá meina að fjarvera Lárusar í markinu sé ekki eina ástæðan fyrir því að liðið fær á sig 37 mörk í dag. KA náði 5-0 kafla um miðbik fyrri hálfleiks og breyttu stöðunni úr 7-6 í 12-6 og var Einar sammála því að það hafi farið eilítið með leikinn. „Það gerði okkur að minnsta kosti mjög erfitt fyrir og þetta var á stuttum kafla sem þeir ná fimm marka forystu og ég hélt nú að við værum að koma til baka hérna í seinni hálfleik og sýndum karakter en svo var þetta svona næstum því allan seinni hálfleik en KA spilaði líka mjög vel í dag, sérstaklega sóknarlega.” Fram skorar 33 mörk í dag og er Einar nokkuð sáttur með sóknarleikinn en segir vörn og markvörslu vera það sem þarf helst að bæta. „Við skorum 33 mörk, ég hefði tekið það nú eiginlega á hverjum degi en auðvitað skorum við eitt og eitt mark sem er erfitt en það var nú hinu megin líka þannig það er nú bara eins og er í handbolta en ég horfi fyrst og fremst á að við þurfum að laga vörn og markvörslu og auðvitað getum við slípað sóknarleikinn eitthvað til líka, það er hárrétt. Það er stutt búið af mótinu og við erum ennþá bara svolítið að slípa þetta og við erum búnir að vera fá menn inn og erum kannski ekki alveg að smella saman ennþá en það kemur, ég hef ekki áhyggjur af sóknarleiknum, ég hef meiri áhyggjur af varnarleiknum”. Rögvi Christiansen, línumaður Fram, skoraði 11 mörk úr 12 skotum og var Einar sammála undirrituðum að hann sé einn besti línumaður deildarinnar á sínum degi. „Eins og hann spilar í dag held ég að hann sé alveg í þeim hópi og hann spilaði frábærlega í dag og er einn af ljósu punktunum hér í kvöld og virkilega ánægður með hann.” Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti