Merkileg dráttarvél gefin á Hvanneyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. nóvember 2021 20:30 Kristján Helgi við Cantaur dráttarvélina, sem hann hefur gert upp síðustu sjö ár. Vélin er ágerð 1934. Ein merkilegasta dráttarvél landsins er nú komin á Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri en það var Kristján Helgi Bjartmarsson, sem er mikill eljumaður og fagurkerri, sem færði safninu vélina að gjöf. Vélin, sem er gangfær er snúið í gang. Centaur dráttarvélin er frá Mælifelli í Skagafirði uppgerð af Kristjáni Helga Bjartmarssyni, sem afhenti Landbúnaðarsafninu gripinn formlega um helgina að viðstöddu fjölmenni á Hvanneyri. Vélin, sem er árgerð 1934 var fyrst notaður á bænum Jódísarstöðum í Eyjafirði en svo keypti pabbi Kristjáns Helga, séra Bjartmar Kristjánsson á Mælifelli vélina og eftir að hann var búin að nota hana til fjölda ára gaf hann Centaurinn til Þjóðminjasafnsins til varðveislu, enda þótti þetta mjög merkileg vél. 2014 samdi Kristján Helgi við Þjóðminjasafnið um að gera vélina upp og tók það hann sjö ár að koma henni í toppstand og nú er hún sem sagt komin til endanlegrar varðveislu á Hvanneyri. Það komu sex svona dráttarvélar til landsins en hlutverk þeirra var að leysa hestinn af hólmi. „Þessi vél átti sem sagt að geta dregið allt, sem hesturinn hafði dregið áður.Ég man mjög vel eftir þessari vél úr minni barnæsku. Mér þótti þetta abbarat afskaplega spennandi. Pabbi var mjög lagin við vélar,“ segir Kristján Mikil ánægja er hjá Þjóðminjasafninu með að nú sé búið að gera dráttarvélina upp og að hún sé komin í örugga höfn á Hvanneyri. „Þetta er í rauninni dæmi um það, sem við stöndum nú frammi fyrir við safnið í dag að söfnin eru yfirfull af hlutum, sem við safnmenn kunnum ekkert á, vitum lítið um og erum gjörsamlega ráðalaus með. Hefði vélin ekki verið undir hatti Þjóðminjasafnsins þá væri engin Centaur til og þar með þá dottinn sá hlekkur úr landbúnaðarsögunni þó hann hafi ekkert verið mjög stór en þá er þetta ansi merkilegur þáttur í sögunni“ sagði Lilja Árnadóttir frá Þjóðminjasafninu meðal annars í ávarpi sínu. Áður en Kristján afhenti vélina formlega fór hann með eina stutta stöku. Ljúfu Skjónu leysti af, lauk þar hennar vanda. Séra Bjartmar seinna gaf, safni þennan fjanda. Mikil ánægja er með að dráttarvélin sé komin á Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri. Á myndinni frá vinstri eru þau Bjarni Guðmundsson, fyrrverandi forstöðumaður safnsins, Kristján Helgi, Ragnhildur Helga Jónsdóttir, forstöðumaður safnsins og Lilja Árnadóttir frá Þjóðminjasafni ÍslandsMagnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Landbúnaður Menning Söfn Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Centaur dráttarvélin er frá Mælifelli í Skagafirði uppgerð af Kristjáni Helga Bjartmarssyni, sem afhenti Landbúnaðarsafninu gripinn formlega um helgina að viðstöddu fjölmenni á Hvanneyri. Vélin, sem er árgerð 1934 var fyrst notaður á bænum Jódísarstöðum í Eyjafirði en svo keypti pabbi Kristjáns Helga, séra Bjartmar Kristjánsson á Mælifelli vélina og eftir að hann var búin að nota hana til fjölda ára gaf hann Centaurinn til Þjóðminjasafnsins til varðveislu, enda þótti þetta mjög merkileg vél. 2014 samdi Kristján Helgi við Þjóðminjasafnið um að gera vélina upp og tók það hann sjö ár að koma henni í toppstand og nú er hún sem sagt komin til endanlegrar varðveislu á Hvanneyri. Það komu sex svona dráttarvélar til landsins en hlutverk þeirra var að leysa hestinn af hólmi. „Þessi vél átti sem sagt að geta dregið allt, sem hesturinn hafði dregið áður.Ég man mjög vel eftir þessari vél úr minni barnæsku. Mér þótti þetta abbarat afskaplega spennandi. Pabbi var mjög lagin við vélar,“ segir Kristján Mikil ánægja er hjá Þjóðminjasafninu með að nú sé búið að gera dráttarvélina upp og að hún sé komin í örugga höfn á Hvanneyri. „Þetta er í rauninni dæmi um það, sem við stöndum nú frammi fyrir við safnið í dag að söfnin eru yfirfull af hlutum, sem við safnmenn kunnum ekkert á, vitum lítið um og erum gjörsamlega ráðalaus með. Hefði vélin ekki verið undir hatti Þjóðminjasafnsins þá væri engin Centaur til og þar með þá dottinn sá hlekkur úr landbúnaðarsögunni þó hann hafi ekkert verið mjög stór en þá er þetta ansi merkilegur þáttur í sögunni“ sagði Lilja Árnadóttir frá Þjóðminjasafninu meðal annars í ávarpi sínu. Áður en Kristján afhenti vélina formlega fór hann með eina stutta stöku. Ljúfu Skjónu leysti af, lauk þar hennar vanda. Séra Bjartmar seinna gaf, safni þennan fjanda. Mikil ánægja er með að dráttarvélin sé komin á Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri. Á myndinni frá vinstri eru þau Bjarni Guðmundsson, fyrrverandi forstöðumaður safnsins, Kristján Helgi, Ragnhildur Helga Jónsdóttir, forstöðumaður safnsins og Lilja Árnadóttir frá Þjóðminjasafni ÍslandsMagnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Landbúnaður Menning Söfn Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira