Ráðleggur fólki frá því að ákveða um þriðja skammtinn út frá mótefnamælingu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2021 14:08 Þórólfur Guðnason Sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm 117 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sóttvarnalæknir ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. Tvö hágæslurými verða tekin í notkun á Landspítala í desember. Af þeim 117 sem greindust með kórónuveiruna í gær var tæpur helmingur utan sóttkvíar við greiningu eða 51. Sautján sjúklingar liggja á Landspítala með sjúkdóminn. Af þeim eru sex óbólusettir. Fjórir eru á gjörgæslu, tveir þeirra í öndunarvél. Einn er á gjörgæslu með sjúkdóminn á sjúkrahúsinu á Akureyri. Einföld mótefnamæling segi ekki alla söguna Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir bindur vonir við að örvunarskammtar bóluefnis hjálpi til við að auka ónæmi gegn veirunni í samfélaginu. Hann ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. „Það er ekki hægt að segja að eitt gildi í mótefnunum sé verndandi og annað ekki. En það er ákveðin samsvörun á milli þess að hærri mótefni benda til verndar en það þurfa sérfræðingar að taka ákvörðun um það og meta gildin á mótefnunum og hvort mótefnamagnið sem fólkið er með sé verndandi eða ekki. Þannig að það er ekki ráðlagt að fólk fari í mótefnamælingu og þannig ákveði hvort það fari í þriðja skammtinn eða ekki.“ Ekki hefur verið ákveðið hvort þeir sem greindust með veiruna eftir bólusetningu fái örvunarskammt. „Það er ekki komin endanleg niðurstaða í það. Við erum ekki endilega að mælast með því að þeir fari í sprautu eins og staðan er núna en fólk mun fá boð í bólusetninguna. Og svo er það frábending ef fólk hefur fengið einhverjar mjög alvarlegar aukaverkanir eftir skammt tvö, að það mæti ekki nema í samráði við sinn lækni. Og eins þeir sem eru með sjálfsofnæmissjúkdóm, það er rétt að þeirra læknir meti hvort fólk eigi að fara í sprautu eða ekki,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hágæslurými létti á en þó ekki verulega Mbl.is greindi frá því í morgun að sex hágæslurýumi verði tekin í notkun á Landspítala á næstunni, Hágæslurými er rými fyrir þá sjúklinga sem eru of veikir til að dveljast á almennri legudeild en þurfa ekki á gjörgæsluaðstoð að halda. Sigurbergur Kárason er settur forstöðumaður svæfinga og skurðkjarna Landspítala. „Við stefnum að því að opna tvö hágæslurými á Hringbraut í desember, svo tvö í Fossvogi í janúar og tvö seinna á árinu í Fossvogi.“ Hann segir að rýmin tvö sem tekin verða í notkun í desember muni létta á heilbrigðiskerfinu en þó ekki verulega. „Það léttir eitthvað á þessum sjúklingum sem eru hjá okkur og gerir okkur mögulegt að taka fleiri inn til þess að fylgjast með en enn sem komið er mun þetta ekki breyta einhverju mjög miklu en allt hjálpar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Sjúkrahúsið á Akureyri Bólusetningar Tengdar fréttir Bindur vonir við að örvunarskammtur auki ónæmi í samfélaginu Sóttvarnalæknir bindur vonir við að örvunarskammtar bóluefnis gegn kórónuveirunni hjálpi mikið til við að auka ónæmi í samfélaginu gegn veirunni. Til stendur að hefja fjöldabólusetningu með örvunarskammti í næstu viku. 8. nóvember 2021 09:06 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Af þeim 117 sem greindust með kórónuveiruna í gær var tæpur helmingur utan sóttkvíar við greiningu eða 51. Sautján sjúklingar liggja á Landspítala með sjúkdóminn. Af þeim eru sex óbólusettir. Fjórir eru á gjörgæslu, tveir þeirra í öndunarvél. Einn er á gjörgæslu með sjúkdóminn á sjúkrahúsinu á Akureyri. Einföld mótefnamæling segi ekki alla söguna Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir bindur vonir við að örvunarskammtar bóluefnis hjálpi til við að auka ónæmi gegn veirunni í samfélaginu. Hann ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. „Það er ekki hægt að segja að eitt gildi í mótefnunum sé verndandi og annað ekki. En það er ákveðin samsvörun á milli þess að hærri mótefni benda til verndar en það þurfa sérfræðingar að taka ákvörðun um það og meta gildin á mótefnunum og hvort mótefnamagnið sem fólkið er með sé verndandi eða ekki. Þannig að það er ekki ráðlagt að fólk fari í mótefnamælingu og þannig ákveði hvort það fari í þriðja skammtinn eða ekki.“ Ekki hefur verið ákveðið hvort þeir sem greindust með veiruna eftir bólusetningu fái örvunarskammt. „Það er ekki komin endanleg niðurstaða í það. Við erum ekki endilega að mælast með því að þeir fari í sprautu eins og staðan er núna en fólk mun fá boð í bólusetninguna. Og svo er það frábending ef fólk hefur fengið einhverjar mjög alvarlegar aukaverkanir eftir skammt tvö, að það mæti ekki nema í samráði við sinn lækni. Og eins þeir sem eru með sjálfsofnæmissjúkdóm, það er rétt að þeirra læknir meti hvort fólk eigi að fara í sprautu eða ekki,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hágæslurými létti á en þó ekki verulega Mbl.is greindi frá því í morgun að sex hágæslurýumi verði tekin í notkun á Landspítala á næstunni, Hágæslurými er rými fyrir þá sjúklinga sem eru of veikir til að dveljast á almennri legudeild en þurfa ekki á gjörgæsluaðstoð að halda. Sigurbergur Kárason er settur forstöðumaður svæfinga og skurðkjarna Landspítala. „Við stefnum að því að opna tvö hágæslurými á Hringbraut í desember, svo tvö í Fossvogi í janúar og tvö seinna á árinu í Fossvogi.“ Hann segir að rýmin tvö sem tekin verða í notkun í desember muni létta á heilbrigðiskerfinu en þó ekki verulega. „Það léttir eitthvað á þessum sjúklingum sem eru hjá okkur og gerir okkur mögulegt að taka fleiri inn til þess að fylgjast með en enn sem komið er mun þetta ekki breyta einhverju mjög miklu en allt hjálpar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Sjúkrahúsið á Akureyri Bólusetningar Tengdar fréttir Bindur vonir við að örvunarskammtur auki ónæmi í samfélaginu Sóttvarnalæknir bindur vonir við að örvunarskammtar bóluefnis gegn kórónuveirunni hjálpi mikið til við að auka ónæmi í samfélaginu gegn veirunni. Til stendur að hefja fjöldabólusetningu með örvunarskammti í næstu viku. 8. nóvember 2021 09:06 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Bindur vonir við að örvunarskammtur auki ónæmi í samfélaginu Sóttvarnalæknir bindur vonir við að örvunarskammtar bóluefnis gegn kórónuveirunni hjálpi mikið til við að auka ónæmi í samfélaginu gegn veirunni. Til stendur að hefja fjöldabólusetningu með örvunarskammti í næstu viku. 8. nóvember 2021 09:06