Tesla bílar í nýjum litum sjáanlegir á myndbandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. nóvember 2021 07:00 Bílastæði við Gígaverksmiðju Tesla. Rauður hringur hefur verið settur utan um bleikan bíl aftan á flutningabíl. Þónokkrar Tesla bifreiðar sem virðast vera Model 3 bílar bíða afhendingar við Gígaverksmiðju Tesla í Sjanghæ, Kína. Það sem vekur athygli er að bílarnir eru ekki í þeim litum sem Tesla bíður alla jafna upp á. Bleikur, grænn og sægrænn eru meðal þeirra lita sem sjást á myndbandinu. Tesla bíður venjulega eingöngu upp á svarta, hvíta, gráa, bláa og rauða bíla. Það virðist því sem einhverjir viðskiptavinir séu að sérpanta Tesla bíla í öðrum litum, sem hingað til hefur ekki verið hægt. Á myndbandinu hér að neðan má sjá einn bleika bílinn koma inn í verksmiðjuna (5:13) og svo sést hann seinna á bílastæðinu (6:15). Líklega er um svokallaða filmun (e. wrap) að ræða. Orðrómur hefur verið á kreiki um að fólk geti pantað filmaða bíla í hinum ýmsu litum í Kína. Áætlanir Tesla í Þýskalandi lúta meðal annars að því að vera með afar fullkomna sprautuklefa og þegar það var kynnt voru vísbendingar á lofti um nýja liti í framboði Tesla. Það er því ekki líklegt að þar verði bílarnir filmaðir, að minnsta kosti ekki strax. Tesla Vistvænir bílar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður
Tesla bíður venjulega eingöngu upp á svarta, hvíta, gráa, bláa og rauða bíla. Það virðist því sem einhverjir viðskiptavinir séu að sérpanta Tesla bíla í öðrum litum, sem hingað til hefur ekki verið hægt. Á myndbandinu hér að neðan má sjá einn bleika bílinn koma inn í verksmiðjuna (5:13) og svo sést hann seinna á bílastæðinu (6:15). Líklega er um svokallaða filmun (e. wrap) að ræða. Orðrómur hefur verið á kreiki um að fólk geti pantað filmaða bíla í hinum ýmsu litum í Kína. Áætlanir Tesla í Þýskalandi lúta meðal annars að því að vera með afar fullkomna sprautuklefa og þegar það var kynnt voru vísbendingar á lofti um nýja liti í framboði Tesla. Það er því ekki líklegt að þar verði bílarnir filmaðir, að minnsta kosti ekki strax.
Tesla Vistvænir bílar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður