„Mátti segja hvað sem er um mig“ Þorgils Jónsson skrifar 7. nóvember 2021 14:37 Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, segir að árásir á hana hafi grafið undan henni á skrifstofu félagins. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, segir fáar manneskjur hafa þurft að þola jafn ósvífnar atlögur að persónu sinni og hún. Hún hafi ekki átt neina aðra úrkosti nema að segja af sér eftir að trúverðugleiki hennar skaðaðist. Þetta sagði hún í viðtali við Egil Helgason í Silfrinu á RÚV í dag. „Ég hef verið kölluð þjófur. Að ég hafi verið að ásælast sjóði félagsins til að nota í öðrum tilgangi. Það er bara helber lygi. Hef verið kölluð peð, strengjabrúða og svo framvegis og svo framvegis.“ Hún segir þessar árásir hafi byggt undir ákveðna stemmningu innan skrifstofu Eflingar. „Í vissum hópi starfsfólks ríkti þessi stemmning, að það mætti segja hvað sem er um mig og beita sér gegn mér með grófum hætti. Ég sé eftir því að hafa umborið og látið mig hafa ýmislegt inni á skrifstofunum strax frá fyrsta degi. Vanvirðandi framkomu, ég hef verið hundsuð, persónulegt rými mitt hefur ekki verið virt og svo mætti lengi telja.“ Hún fullyrðir að þarna hafi verið fámennur hópur sem hafi farið svona fram „með ofsakenndum og öfgakenndum hætti“ gegn henni og Viðari Þorsteinssyni framkvæmdastjóra. Ásakanirnar sem bornar hafi verið fram í margræddri ályktun frá trúnaðarmönnum starfsfólks hafi skaðað trúverðugleika hennar og án hans gæti hún ekki staðið í þessari baráttu. „Hvernig ætti ég að geta, eins og ég hef gert non-stop mjög lengi farið og staðið við hlið ómissandi láglaunakvenna í umönnunarstörfum í þeirra baráttu, ef það væri alltaf hægt að segja við mig og þessar manneskjur: „Þarna kemur þessi með aftökulistann og ógnarstjórnina. Þessi klikkaða, þessi vonda.“ Það gefur auga leið að þetta myndi ekki ganga upp.“ Atburðarás síðustu viku sýni að hún hafi haft rétt fyrir sér. Aðspurð um framhaldið hjá henni, hvort hún hyggist bjóða sig aftur fram í kosningum í félaginu í mars næstkomandi, gaf hún ekkert út um það. Hún hafi sigrað með yfirburðum síðast og náð góðum árangri fyrir sitt félagsfólk. Hún gæti þó ekkert rætt um framhaldið á þessum tímapunkti. „Ég ætla að fá að vinna mig í gegnum þetta, gefa mér þann tíma sem ég þarf í það og halda áfram að gera það sem ég er að gera, að svara þessum fjölda skilaboða sem ég er að fá frá félagsfólki Eflingar, frá þeim stóra hópi kvenna sem ég hef starfað með.“ Vinnumarkaður Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Sjá meira
Þetta sagði hún í viðtali við Egil Helgason í Silfrinu á RÚV í dag. „Ég hef verið kölluð þjófur. Að ég hafi verið að ásælast sjóði félagsins til að nota í öðrum tilgangi. Það er bara helber lygi. Hef verið kölluð peð, strengjabrúða og svo framvegis og svo framvegis.“ Hún segir þessar árásir hafi byggt undir ákveðna stemmningu innan skrifstofu Eflingar. „Í vissum hópi starfsfólks ríkti þessi stemmning, að það mætti segja hvað sem er um mig og beita sér gegn mér með grófum hætti. Ég sé eftir því að hafa umborið og látið mig hafa ýmislegt inni á skrifstofunum strax frá fyrsta degi. Vanvirðandi framkomu, ég hef verið hundsuð, persónulegt rými mitt hefur ekki verið virt og svo mætti lengi telja.“ Hún fullyrðir að þarna hafi verið fámennur hópur sem hafi farið svona fram „með ofsakenndum og öfgakenndum hætti“ gegn henni og Viðari Þorsteinssyni framkvæmdastjóra. Ásakanirnar sem bornar hafi verið fram í margræddri ályktun frá trúnaðarmönnum starfsfólks hafi skaðað trúverðugleika hennar og án hans gæti hún ekki staðið í þessari baráttu. „Hvernig ætti ég að geta, eins og ég hef gert non-stop mjög lengi farið og staðið við hlið ómissandi láglaunakvenna í umönnunarstörfum í þeirra baráttu, ef það væri alltaf hægt að segja við mig og þessar manneskjur: „Þarna kemur þessi með aftökulistann og ógnarstjórnina. Þessi klikkaða, þessi vonda.“ Það gefur auga leið að þetta myndi ekki ganga upp.“ Atburðarás síðustu viku sýni að hún hafi haft rétt fyrir sér. Aðspurð um framhaldið hjá henni, hvort hún hyggist bjóða sig aftur fram í kosningum í félaginu í mars næstkomandi, gaf hún ekkert út um það. Hún hafi sigrað með yfirburðum síðast og náð góðum árangri fyrir sitt félagsfólk. Hún gæti þó ekkert rætt um framhaldið á þessum tímapunkti. „Ég ætla að fá að vinna mig í gegnum þetta, gefa mér þann tíma sem ég þarf í það og halda áfram að gera það sem ég er að gera, að svara þessum fjölda skilaboða sem ég er að fá frá félagsfólki Eflingar, frá þeim stóra hópi kvenna sem ég hef starfað með.“
Vinnumarkaður Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Sjá meira