Brighton og Newcastle skildu jöfn eftir hundrað mínútna leik Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 6. nóvember 2021 19:30 Robert Sanchez, markvörður Brighton, fékk að líta rauða spjaldið. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Brighton og Newcastle gerðu jafntefli, 1-1, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld í fjörugum leik þar sem VAR lék stórt hlutverk. Fyrir leikinn var ljóst að bæði liðin vildi stigin þrjú. Newcastle sat á botninum eftir sigur Norwich fyrr í dag en Brighton gat með sigri lyft sér upp fyrir Manchester United og komist upp í fimmta sætið. Það voru leikmenn Brighton sem byrjuðu leikinn betur og áttu mun hættulegri sóknir. Karl Darlow, markvörður Newcastle, þurfti margoft að taka á honum stóra sínum en það var svo á 24. mínútu að Leandro Trossard var felldur í teignum. VAR tók sér langann tíma að taka ákvörðun en á endanum var það dómari leiksins, David Coote, sem tók ákvörðun. Vítaspyrna dæmd og Trossard skoraði sjálfur úr henni. Í kjölfarið þyngdist róðurinn fyrir Newcastle en liðinu tókst að halda út fram að hálfleik án þess að fá á sig annað mark. Staðan í hálfleik 1-0 fyrir Brighton. Brighton var svo sterkari aðilinn í síðari hálfleik og því kom það nokkuð á óvart þegar Newcastle jafnaði. Eftir darraðadans barst boltinn á Isaac Hayden sem kom boltanum í netið, 1-1. 92 mins: Robert Sanchez sent offLewis Dunk has gone in goal for Brighton for the final few minutes!Join us live now on BT Sport 1 HD | Ultimate pic.twitter.com/goSJxvRGwO— Football on BT Sport (@btsportfootball) November 6, 2021 Það sauð svo allt upp úr í uppbótartíma. Callum Wilson, framherji Newcastle, slapp í gegn en féll til jarðar eftir viðskipti við Robert Sanchez, markvörð Brighton. Eftir langa VAR pásu þá rak David Coote Sanchez af velli og Lewis Dunk fór út vörninni og í markið. Dunk fékk þó ekki á sig mark og þar við sat. Newcastle er eftir leikinn í 19. sæti með einungis fimm stig. Brighton er á fínum stað í töflunni með 17 stig í sjötta sætinu. Enski boltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Fyrir leikinn var ljóst að bæði liðin vildi stigin þrjú. Newcastle sat á botninum eftir sigur Norwich fyrr í dag en Brighton gat með sigri lyft sér upp fyrir Manchester United og komist upp í fimmta sætið. Það voru leikmenn Brighton sem byrjuðu leikinn betur og áttu mun hættulegri sóknir. Karl Darlow, markvörður Newcastle, þurfti margoft að taka á honum stóra sínum en það var svo á 24. mínútu að Leandro Trossard var felldur í teignum. VAR tók sér langann tíma að taka ákvörðun en á endanum var það dómari leiksins, David Coote, sem tók ákvörðun. Vítaspyrna dæmd og Trossard skoraði sjálfur úr henni. Í kjölfarið þyngdist róðurinn fyrir Newcastle en liðinu tókst að halda út fram að hálfleik án þess að fá á sig annað mark. Staðan í hálfleik 1-0 fyrir Brighton. Brighton var svo sterkari aðilinn í síðari hálfleik og því kom það nokkuð á óvart þegar Newcastle jafnaði. Eftir darraðadans barst boltinn á Isaac Hayden sem kom boltanum í netið, 1-1. 92 mins: Robert Sanchez sent offLewis Dunk has gone in goal for Brighton for the final few minutes!Join us live now on BT Sport 1 HD | Ultimate pic.twitter.com/goSJxvRGwO— Football on BT Sport (@btsportfootball) November 6, 2021 Það sauð svo allt upp úr í uppbótartíma. Callum Wilson, framherji Newcastle, slapp í gegn en féll til jarðar eftir viðskipti við Robert Sanchez, markvörð Brighton. Eftir langa VAR pásu þá rak David Coote Sanchez af velli og Lewis Dunk fór út vörninni og í markið. Dunk fékk þó ekki á sig mark og þar við sat. Newcastle er eftir leikinn í 19. sæti með einungis fimm stig. Brighton er á fínum stað í töflunni með 17 stig í sjötta sætinu.
Enski boltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira