Innlent

For­setinn brá sér í hlut­verk leið­sögu­manns

Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Þorgils Jónsson skrifa
download (11)
Mynd/Vísir

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, gerði sér lítið fyrir og brá sér í hlutverk leiðsögumanns eftir fund í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, við mikinn fögnuð erlendra ferðamanna.

„Við á Íslandi getum snúið smæð okkar í styrk“, sagði Guðni í samtali við fréttastofu. „Þetta er kannski dæmi um það að á þessu ágæta landi okkar getur það gerst að útlendingar rekist á mig eða annað fólk í áberandi stöðum.“

Ferðamennirnir virtust kunna afar vel að meta þessa óvæntu uppákomu.

„Þetta var stórkostlegt, hann virtist svo vingjarnlegur og hlýlegur“, sögðu þær Synthia og Kylin Salsbery frá Bandaríkjunum og bættu við að þetta hafi verið afar óvænt en skemmtileg upplifun.

Klippa: Forseti Íslands gerðist óvænt leiðsögumaður



Fleiri fréttir

Sjá meira


×