BL frumsýnir MG Marvel R Electric Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 6. nóvember 2021 07:00 Marvel R MG Motor hefur kynnt nýtt flaggskip í flota sínum, hinn rúmgóða og framúrstefnulega rafjeppling MG Marvel R Electric, sem frumsýndur verður hjá BL við Sævarhöfða í dag laugardag, 6. nóvember, milli kl. 12 og 16. MG Marvel R Electric verður til að byrja með fáanlegur í tveimur útfærslum; Luxury 2WD sem hefur rúmlega 400 km drægni, og Performance 4WD sem hefur um 370 km drægni. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL. Val um 2WD eða 4WD MG Marvel R Electric 4WD er búinn þremur rafmótorum; einum að framan og tveimur að aftan. Bíllinn er 288 hestöfl, drægni rafhlöðunnar er um 370 km og snerpan úr kyrrstöðu í 100 km/klst. 4,9 sekúndur enda togið um 665 Nm. MG Marvel R Electric 2WD hefur tvo rafmótora við drifrásina að aftan sem gefa 180 hestöfl og 410 Nm tog. Snerpa úr kyrrstöðu í 100 km/klst. 7,9 sekúndur. Bíllinn hefur um 402 km drægni og hámarkshraði MG Marvel R Electric óháð útfærslum er takmarkaður við 200 km/klst. Innra rými Marvel R. Sjálfstæður orkumiðlunarbanki Í MG Marvel R Electric er 70 kWh rafhlaða sem unnt er að hlaða úr 5% í 80% á aðeins 43 mínútum. Þá er bíllinn einnig búinn svokölluðu vehicle-to-load rafkerfi sem leyfir tengingu við annað og ótengt rafkerfi til að hlaða loftdælu, fartölvu eða rafskutlu svo dæmi sé tekið. Raunar er hægt að hlaða annan rafbíl með orku frá MG Marvel R Electric. Rúmgóður og öflugur rafbíll í SUV-flokki MG Marvel R Electric er rúmgóður jepplingur (SUV) sem var sérstaklega hannaður með mikilli áherslu á þægindi, tækni og afköst og er varmadæla t.a.m. staðalbúnaður til að viðhalda drægni rafhlöðunnar í kulda. Bíllinn er tæplega 4,7 m langur, rúmir 1,9 m á breidd og 1,7 m á hæð. Hjólhafið er um 2,8 m sem veitir gott rými fyrir bæði farþega og farangur. Farangursrými í skotti er 357 lítrar og alls 1.396 lítrar með niðurfelldum sætisbökum. Í Luxury 2WD er að auki 150 lítra farangurspláss undir hlífinni að framan. Með þakbogum er að auki hægt að setja allt að 50 kg af farangri á topp bílsins auk þess sem dráttargetan er allt að 750 kg sem dæmi fyrir létta kerru eða tjaldvagn. Marvel R. Þægindi með miklum staðalbúnaði Marvel R Electric búinn 19,4 tommu snertiskjá fyrir stjórn afþreyingar og upplýsinga og rúmlega 12 tommu stafrænu mælaborði ásamt fjölbreyttum tengimöguleikum ásamt þráðlausri tengingu við internetið gegnum MG iSMART. Þá er bíllinn einnig með 360° myndavélakerfi, nákvæmt leiðsögukerfi, snertilausa opnun á rafknúnum afturhlera, tvískipta miðstöð, góð hljómflutningstæki í Luxury og Bose í Performance svo fátt eitt sé nefnt, en ítarlegan lista yfir mikinn staðalbúnað beggja gerða MG Marvel R Electric má kynna sér nánar á mgmotor.is. Verð MG Marvel R Electric MG Marvel R Electric 2WD Luxury kostar frá 6.299 þúsundir króna og Performance 4WD frá 6.999 þúsundir króna. MG Motor Europe Sala MG Motor í Evrópu á fyrri hluta ársins nam um 21 þúsund bílum. Auk Íslands eru umboðsaðilar MG nú um tvö hundruð á meginlandinu og Bretlandi og býst framleiðandinn við að í árslok verði þeir orðnir um fjögur hundruð talsins. Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL. Val um 2WD eða 4WD MG Marvel R Electric 4WD er búinn þremur rafmótorum; einum að framan og tveimur að aftan. Bíllinn er 288 hestöfl, drægni rafhlöðunnar er um 370 km og snerpan úr kyrrstöðu í 100 km/klst. 4,9 sekúndur enda togið um 665 Nm. MG Marvel R Electric 2WD hefur tvo rafmótora við drifrásina að aftan sem gefa 180 hestöfl og 410 Nm tog. Snerpa úr kyrrstöðu í 100 km/klst. 7,9 sekúndur. Bíllinn hefur um 402 km drægni og hámarkshraði MG Marvel R Electric óháð útfærslum er takmarkaður við 200 km/klst. Innra rými Marvel R. Sjálfstæður orkumiðlunarbanki Í MG Marvel R Electric er 70 kWh rafhlaða sem unnt er að hlaða úr 5% í 80% á aðeins 43 mínútum. Þá er bíllinn einnig búinn svokölluðu vehicle-to-load rafkerfi sem leyfir tengingu við annað og ótengt rafkerfi til að hlaða loftdælu, fartölvu eða rafskutlu svo dæmi sé tekið. Raunar er hægt að hlaða annan rafbíl með orku frá MG Marvel R Electric. Rúmgóður og öflugur rafbíll í SUV-flokki MG Marvel R Electric er rúmgóður jepplingur (SUV) sem var sérstaklega hannaður með mikilli áherslu á þægindi, tækni og afköst og er varmadæla t.a.m. staðalbúnaður til að viðhalda drægni rafhlöðunnar í kulda. Bíllinn er tæplega 4,7 m langur, rúmir 1,9 m á breidd og 1,7 m á hæð. Hjólhafið er um 2,8 m sem veitir gott rými fyrir bæði farþega og farangur. Farangursrými í skotti er 357 lítrar og alls 1.396 lítrar með niðurfelldum sætisbökum. Í Luxury 2WD er að auki 150 lítra farangurspláss undir hlífinni að framan. Með þakbogum er að auki hægt að setja allt að 50 kg af farangri á topp bílsins auk þess sem dráttargetan er allt að 750 kg sem dæmi fyrir létta kerru eða tjaldvagn. Marvel R. Þægindi með miklum staðalbúnaði Marvel R Electric búinn 19,4 tommu snertiskjá fyrir stjórn afþreyingar og upplýsinga og rúmlega 12 tommu stafrænu mælaborði ásamt fjölbreyttum tengimöguleikum ásamt þráðlausri tengingu við internetið gegnum MG iSMART. Þá er bíllinn einnig með 360° myndavélakerfi, nákvæmt leiðsögukerfi, snertilausa opnun á rafknúnum afturhlera, tvískipta miðstöð, góð hljómflutningstæki í Luxury og Bose í Performance svo fátt eitt sé nefnt, en ítarlegan lista yfir mikinn staðalbúnað beggja gerða MG Marvel R Electric má kynna sér nánar á mgmotor.is. Verð MG Marvel R Electric MG Marvel R Electric 2WD Luxury kostar frá 6.299 þúsundir króna og Performance 4WD frá 6.999 þúsundir króna. MG Motor Europe Sala MG Motor í Evrópu á fyrri hluta ársins nam um 21 þúsund bílum. Auk Íslands eru umboðsaðilar MG nú um tvö hundruð á meginlandinu og Bretlandi og býst framleiðandinn við að í árslok verði þeir orðnir um fjögur hundruð talsins.
Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent