Telur ólíklegt að boðaðar aðgerðir skili miklum árangri Eiður Þór Árnason skrifar 5. nóvember 2021 14:05 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðunni. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að boðaðar sóttvarnaaðgerðir muni skila miklum árangri. Þetta má lesa úr minnisblaði hans til heilbrigðisráðherra þar sem hann leggur fram þrjár tillögur að takmörkunum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag að 500 manna fjöldatakmörkun tæki gildi frá og með næsta miðvikudegi og 1.500 leyft að koma saman á viðburðum gegn framvísun hraðprófs. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður jafnframt styttur um tvo klukkutímatíma og gert að loka klukkan ellefu. Þá tekur grímuskylda gildi nú á miðnætti þar sem ekki er hægt að viðhalda eins metra fjarlægð og á sitjandi viðburðum. Takmarkanirnar eru sambærilegar þeim sem tóku gildi þann 15. september síðastliðinn og giltu til 20. október. Þá voru fjöldamörk sömuleiðis miðuð við 500 manns en 1.500 á viðburðum, eins metra nándarmörk almennt í gildi en vínveitingastaðir opnir til miðnættis. Grímuskylda var einkum til staðar í almenningssamgöngum og starfsemi sem krafðist mikillar nándar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagðist hafa farið bil beggja þegar hún tók ákvörðun byggða á tillögum sóttvarnalæknis.Vísir/Vilhelm Í minnisblaði sínu tekur Þórólfur saman áhrif þeirra ólíku takmarkana sem hafa verið í gildi frá því í seinni hluta júlí og segir að á gildistíma umræddar reglugerðar hafi daglegur fjöldi tilfella aukist úr um 20 í rúmlega 60. Á sama tíma hafi daglegur fjöldi inniliggjandi sjúklinga farið úr sex, þar af tveir á gjörgæsludeild, í átta með engan á gjörgæsludeild. Telur sóttvarnalæknir ólíklegt að þessar aðgerðir muni skila miklum árangri eins og staðan er núna. „Jafnvel má færa fyrir því rök að smitum muni halda áfram að fjölga ef þeim verður beitt,“ skrifar Þórólfur. 160 farið á sjúkrahús Í yfirstandandi bylgju faraldurins sem hófst um miðjan júlímánuð 2021 hafa tæplega 7.300 einstaklingar greinst með Covid-19, um 160 lagst inn á sjúkrahús, eða 2,2%, 33 lagst inn á gjörgæsludeild, 17 þurft á aðstoð öndunarvélar að halda, einn þurft að fara í hjarta- og lungnavél og fjórir látist. Um 60% þeirra sem greindust voru full bólusettir og um 50% þeirra sem lögðust inn á sjúkrahús og þurftu á gjörgæsluinnlögn að halda voru full bólusettir. Þórólfur segir hins vegar ljóst að áhætta á smiti hjá óbólusettum sé þreföld miðað við bólusetta, áhætta á innlögn vegna Covid-19 er fimmföld og áhætta á gjörgæsluinnlögn sexföld. „Af framangreindu er ljóst að afléttingar undanfarinna vikna hafa leitt til hraðrar útbreiðslu COVID-19 hér á landi með þeim afleiðingum að mikill fjöldi hefur veikst alvarlega og þurft á spítalainnlögn að halda. Þetta hefur gerst þrátt fyrir útbreidda bólusetningu gegn COVID-19. Þó að spítalakerfið á Íslandi sé ekki komið á neyðarstig á þessari stundu má telja sterkar líkur á að ef ekki verður brugðist við með takmörkunum innanlands þá mun ekki líða langur tími þar til að neyðarástand skapast í heilbrigðiskerfi landsins (sérstaklega spítalakerfinu) með ófyrirséðum afleiðingum. Bent skal á að innlögnum fjölgaði mun hraðar í 4. bylgju þar sem delta-afbrigðið var ráðandi heldur en í fyrri bylgjum.“ Tengd skjöl Minnisblad-innanlands04112021PDF864KBSækja skjal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fimm hundruð manna samkomubann og grímuskylda Fimm hundruð manna fjöldatakmörkun tekur gildi næsta miðvikudag. Þá verður grímuskylda tekin upp á morgun þar sem ekki er hægt að virða eins metra nálægðarreglu. 5. nóvember 2021 11:11 Aldrei fleiri greinst smitaðir á einum sólarhring 167 greindust með kórónuveiruna innanlands hér á landi í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með veiruna frá upphafi faraldursins í febrúar 2020. 5. nóvember 2021 09:51 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag að 500 manna fjöldatakmörkun tæki gildi frá og með næsta miðvikudegi og 1.500 leyft að koma saman á viðburðum gegn framvísun hraðprófs. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður jafnframt styttur um tvo klukkutímatíma og gert að loka klukkan ellefu. Þá tekur grímuskylda gildi nú á miðnætti þar sem ekki er hægt að viðhalda eins metra fjarlægð og á sitjandi viðburðum. Takmarkanirnar eru sambærilegar þeim sem tóku gildi þann 15. september síðastliðinn og giltu til 20. október. Þá voru fjöldamörk sömuleiðis miðuð við 500 manns en 1.500 á viðburðum, eins metra nándarmörk almennt í gildi en vínveitingastaðir opnir til miðnættis. Grímuskylda var einkum til staðar í almenningssamgöngum og starfsemi sem krafðist mikillar nándar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagðist hafa farið bil beggja þegar hún tók ákvörðun byggða á tillögum sóttvarnalæknis.Vísir/Vilhelm Í minnisblaði sínu tekur Þórólfur saman áhrif þeirra ólíku takmarkana sem hafa verið í gildi frá því í seinni hluta júlí og segir að á gildistíma umræddar reglugerðar hafi daglegur fjöldi tilfella aukist úr um 20 í rúmlega 60. Á sama tíma hafi daglegur fjöldi inniliggjandi sjúklinga farið úr sex, þar af tveir á gjörgæsludeild, í átta með engan á gjörgæsludeild. Telur sóttvarnalæknir ólíklegt að þessar aðgerðir muni skila miklum árangri eins og staðan er núna. „Jafnvel má færa fyrir því rök að smitum muni halda áfram að fjölga ef þeim verður beitt,“ skrifar Þórólfur. 160 farið á sjúkrahús Í yfirstandandi bylgju faraldurins sem hófst um miðjan júlímánuð 2021 hafa tæplega 7.300 einstaklingar greinst með Covid-19, um 160 lagst inn á sjúkrahús, eða 2,2%, 33 lagst inn á gjörgæsludeild, 17 þurft á aðstoð öndunarvélar að halda, einn þurft að fara í hjarta- og lungnavél og fjórir látist. Um 60% þeirra sem greindust voru full bólusettir og um 50% þeirra sem lögðust inn á sjúkrahús og þurftu á gjörgæsluinnlögn að halda voru full bólusettir. Þórólfur segir hins vegar ljóst að áhætta á smiti hjá óbólusettum sé þreföld miðað við bólusetta, áhætta á innlögn vegna Covid-19 er fimmföld og áhætta á gjörgæsluinnlögn sexföld. „Af framangreindu er ljóst að afléttingar undanfarinna vikna hafa leitt til hraðrar útbreiðslu COVID-19 hér á landi með þeim afleiðingum að mikill fjöldi hefur veikst alvarlega og þurft á spítalainnlögn að halda. Þetta hefur gerst þrátt fyrir útbreidda bólusetningu gegn COVID-19. Þó að spítalakerfið á Íslandi sé ekki komið á neyðarstig á þessari stundu má telja sterkar líkur á að ef ekki verður brugðist við með takmörkunum innanlands þá mun ekki líða langur tími þar til að neyðarástand skapast í heilbrigðiskerfi landsins (sérstaklega spítalakerfinu) með ófyrirséðum afleiðingum. Bent skal á að innlögnum fjölgaði mun hraðar í 4. bylgju þar sem delta-afbrigðið var ráðandi heldur en í fyrri bylgjum.“ Tengd skjöl Minnisblad-innanlands04112021PDF864KBSækja skjal
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fimm hundruð manna samkomubann og grímuskylda Fimm hundruð manna fjöldatakmörkun tekur gildi næsta miðvikudag. Þá verður grímuskylda tekin upp á morgun þar sem ekki er hægt að virða eins metra nálægðarreglu. 5. nóvember 2021 11:11 Aldrei fleiri greinst smitaðir á einum sólarhring 167 greindust með kórónuveiruna innanlands hér á landi í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með veiruna frá upphafi faraldursins í febrúar 2020. 5. nóvember 2021 09:51 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Fimm hundruð manna samkomubann og grímuskylda Fimm hundruð manna fjöldatakmörkun tekur gildi næsta miðvikudag. Þá verður grímuskylda tekin upp á morgun þar sem ekki er hægt að virða eins metra nálægðarreglu. 5. nóvember 2021 11:11
Aldrei fleiri greinst smitaðir á einum sólarhring 167 greindust með kórónuveiruna innanlands hér á landi í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með veiruna frá upphafi faraldursins í febrúar 2020. 5. nóvember 2021 09:51
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent